Synja 15.000 um leiðréttingu húsnæðislána 10. nóvember 2014 07:00 Þeir sem njóta skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar munu vera um 90.000 einstaklingar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þegar umsóknarfrestur rann út 1. september höfðu borist 69.000 umsóknir um skuldaleiðréttingu, og að baki þeim stóðu 105 þúsund einstaklingar. Því hafa umsóknir sem 15.000 manns standa að baki ekki uppfyllt skilyrði. Skuldaleiðréttingin verður kynnt í Hörpu klukkan 13.30 í dag. Meðalleiðrétting á höfuðstóli verðtryggðs húsnæðisláns er rétt um 1,5 milljónir króna, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, um 25.000 krónur á mánuði. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gærmorgun að leiðréttingin væri að meðaltali ein til tvær milljónir króna. Ásmundur sagði jafnframt að stærstur hluti leiðréttingarinnar rynni til fjölskyldna sem hafa tekjur undir sex milljónum króna á ári. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu ráðstöfunartekjur þess hóps sem ber mest úr býtum hækka um 300.000 krónur á ári eða um 25.000 krónur á mánuði. Hvað þetta á við um fjölmennan hóp fengust hins vegar ekki upplýsingar í gær, frekar en upplýsingar um greiðslur til einstakra hópa. Skuldaleiðréttingin er á dagskrá ríkisstjórnarfundar klukkan 9.30. Í dagskrá fundarins mun standa að tekin verði fyrir „breytt fjármögnun skuldaleiðréttingarinnar“, en þetta orðalag fékkst ekki skýrt áður en blaðið fór í prentun. Niðurstaðan sem kynnt verður í dag er fyrsta skrefið í aðgerð sem nær til fjögurra ára og mun kosta 80 milljarða króna þegar upp er staðið. Leiðrétting á hverju láni getur aldrei orðið hærri en fjórar milljónir króna. Á morgun getur hver og einn lántaki séð hversu mikið fasteignalán hans lækkar. Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
Þeir sem njóta skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar munu vera um 90.000 einstaklingar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þegar umsóknarfrestur rann út 1. september höfðu borist 69.000 umsóknir um skuldaleiðréttingu, og að baki þeim stóðu 105 þúsund einstaklingar. Því hafa umsóknir sem 15.000 manns standa að baki ekki uppfyllt skilyrði. Skuldaleiðréttingin verður kynnt í Hörpu klukkan 13.30 í dag. Meðalleiðrétting á höfuðstóli verðtryggðs húsnæðisláns er rétt um 1,5 milljónir króna, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, um 25.000 krónur á mánuði. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gærmorgun að leiðréttingin væri að meðaltali ein til tvær milljónir króna. Ásmundur sagði jafnframt að stærstur hluti leiðréttingarinnar rynni til fjölskyldna sem hafa tekjur undir sex milljónum króna á ári. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu ráðstöfunartekjur þess hóps sem ber mest úr býtum hækka um 300.000 krónur á ári eða um 25.000 krónur á mánuði. Hvað þetta á við um fjölmennan hóp fengust hins vegar ekki upplýsingar í gær, frekar en upplýsingar um greiðslur til einstakra hópa. Skuldaleiðréttingin er á dagskrá ríkisstjórnarfundar klukkan 9.30. Í dagskrá fundarins mun standa að tekin verði fyrir „breytt fjármögnun skuldaleiðréttingarinnar“, en þetta orðalag fékkst ekki skýrt áður en blaðið fór í prentun. Niðurstaðan sem kynnt verður í dag er fyrsta skrefið í aðgerð sem nær til fjögurra ára og mun kosta 80 milljarða króna þegar upp er staðið. Leiðrétting á hverju láni getur aldrei orðið hærri en fjórar milljónir króna. Á morgun getur hver og einn lántaki séð hversu mikið fasteignalán hans lækkar.
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira