Synja 15.000 um leiðréttingu húsnæðislána 10. nóvember 2014 07:00 Þeir sem njóta skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar munu vera um 90.000 einstaklingar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þegar umsóknarfrestur rann út 1. september höfðu borist 69.000 umsóknir um skuldaleiðréttingu, og að baki þeim stóðu 105 þúsund einstaklingar. Því hafa umsóknir sem 15.000 manns standa að baki ekki uppfyllt skilyrði. Skuldaleiðréttingin verður kynnt í Hörpu klukkan 13.30 í dag. Meðalleiðrétting á höfuðstóli verðtryggðs húsnæðisláns er rétt um 1,5 milljónir króna, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, um 25.000 krónur á mánuði. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gærmorgun að leiðréttingin væri að meðaltali ein til tvær milljónir króna. Ásmundur sagði jafnframt að stærstur hluti leiðréttingarinnar rynni til fjölskyldna sem hafa tekjur undir sex milljónum króna á ári. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu ráðstöfunartekjur þess hóps sem ber mest úr býtum hækka um 300.000 krónur á ári eða um 25.000 krónur á mánuði. Hvað þetta á við um fjölmennan hóp fengust hins vegar ekki upplýsingar í gær, frekar en upplýsingar um greiðslur til einstakra hópa. Skuldaleiðréttingin er á dagskrá ríkisstjórnarfundar klukkan 9.30. Í dagskrá fundarins mun standa að tekin verði fyrir „breytt fjármögnun skuldaleiðréttingarinnar“, en þetta orðalag fékkst ekki skýrt áður en blaðið fór í prentun. Niðurstaðan sem kynnt verður í dag er fyrsta skrefið í aðgerð sem nær til fjögurra ára og mun kosta 80 milljarða króna þegar upp er staðið. Leiðrétting á hverju láni getur aldrei orðið hærri en fjórar milljónir króna. Á morgun getur hver og einn lántaki séð hversu mikið fasteignalán hans lækkar. Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Þeir sem njóta skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar munu vera um 90.000 einstaklingar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þegar umsóknarfrestur rann út 1. september höfðu borist 69.000 umsóknir um skuldaleiðréttingu, og að baki þeim stóðu 105 þúsund einstaklingar. Því hafa umsóknir sem 15.000 manns standa að baki ekki uppfyllt skilyrði. Skuldaleiðréttingin verður kynnt í Hörpu klukkan 13.30 í dag. Meðalleiðrétting á höfuðstóli verðtryggðs húsnæðisláns er rétt um 1,5 milljónir króna, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, um 25.000 krónur á mánuði. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gærmorgun að leiðréttingin væri að meðaltali ein til tvær milljónir króna. Ásmundur sagði jafnframt að stærstur hluti leiðréttingarinnar rynni til fjölskyldna sem hafa tekjur undir sex milljónum króna á ári. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu ráðstöfunartekjur þess hóps sem ber mest úr býtum hækka um 300.000 krónur á ári eða um 25.000 krónur á mánuði. Hvað þetta á við um fjölmennan hóp fengust hins vegar ekki upplýsingar í gær, frekar en upplýsingar um greiðslur til einstakra hópa. Skuldaleiðréttingin er á dagskrá ríkisstjórnarfundar klukkan 9.30. Í dagskrá fundarins mun standa að tekin verði fyrir „breytt fjármögnun skuldaleiðréttingarinnar“, en þetta orðalag fékkst ekki skýrt áður en blaðið fór í prentun. Niðurstaðan sem kynnt verður í dag er fyrsta skrefið í aðgerð sem nær til fjögurra ára og mun kosta 80 milljarða króna þegar upp er staðið. Leiðrétting á hverju láni getur aldrei orðið hærri en fjórar milljónir króna. Á morgun getur hver og einn lántaki séð hversu mikið fasteignalán hans lækkar.
Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira