Innlent

Sýknaður af því að bera sig fyrir nágrannana

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands.
Karlmaður var sýknaður af kynferðisbroti í Hæstarétti Íslands í dag en hann hafði áður verið fundinn sekur fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

Hann var dæmdur fyrir að hafa sært blygðunarsemi nágranna sinna að kvöldi föstudagsins 8. júlí 2011 þegar hann átti að hafa birst utandyra við hús sitt í skyrtu einni fata þannig að sást í kynfæri hans, tekið um kynfæri sín og viðhaft samfarahreyfingar í nokkra stund.

Þrjú vitni, sem öll eru nágrannar mannsins, lýstu brotinu þannig að hann hefði viðhaft samfarahreyfingar með því í fyrstu haldið með báðum höndum um kynfæri sín, hlegið tryllingslega og skekið sér en síðan sleppt báðum höndunum, haldið þeim ofan við höfuðið, hlaupið fagnandi til baka og horfið inn í hús sitt.

Í niðurstöðu Hæstaréttar kemur fram að framburður vitnanna sé óstöðugur, að auki hafi ríkt nágrannaerja á milli vitnanna og mannsins auk þess sem eitt af vitnunum var dæmt fyrir líkamsárás gegn manninum árið 2010. Að auki hafi maðurinn neitað staðfastlega sök og því séu ekki næg rök til þess að sakfella hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×