Enski boltinn

Swansea með enn einn sigurinn á United - Gylfi lagði upp mark

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gomis skoraði í dag.
Gomis skoraði í dag. vísir/getty
Swansea gerði sér lítið fyrir og vann lið Manchester United á Liberty-vellinum í Wales í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliðið Swansea og lagði hann upp eitt mark fyrir liðið.

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð fjörugur og fékk Gylfi Þór Sigurðsson til að mynda algjört dauðafæri einn gegn Romeo í marki United en renndi boltanum framhjá.

Staðan var samt sem áður 0-0 í hálfleik en Juan Mata skoraði fyrsta mark leiksins í upphafi síðari hálfleiksins. Markið kveikti heldur betur í leikmönnum Swansea og þeir voru greinilega ekki búnir að gefast upp. Andre Ayew skallaði boltann í netið þegar hálftími var eftir af leiknum en hann fékk frábæra fyrirgjöf frá Gylfa Þór Sigurðssyni.

Það var síðan Bafatimbi Gomis sem kom heimamönnum í Swansea yfir fimm mínútum síðar. Gylfi Þór átti mikinn þátt í því marki. United-menn sóttu án afláts út leikinn en náðu ekki að jafna metin og því vann Swansea þriðja leikinn í röð gegn Manchester United í deildinni. 

Juan Mata kemur United yfir



Gylfi leggur upp jöfnunarmark Swansea



Swansea kemst yfir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×