Svona vinna vísindin Hans Guttormur Þormar skrifar 15. nóvember 2012 06:00 Undanfarna áratugi hafa endurtekið komið fram vísindagreinar sem vekja athygli og fá mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Nýleg dæmi er t.d. grein frá NASA sem birtist í hinu virta ritrýnda tímariti Science. Þar var sagt frá bakteríu sem nýtti sér arsenik í umhverfi með takmörkuðum næringarefnum.1 NASA hélt blaðamannafund í beinni útsendingu, vegna mikilvægi þessarar uppgötvunar fyrir möguleikanum á lífi á öðrum hnöttum. Sumir vísindamenn efuðust frá fyrsta degi um þessar niðurstöður og nú hafa verið gerðar fjölmargar athugasemdir og birtar niðurstöður í mótsögn við þessa grein til dæmis.2 Árið 2006 birtist vísindagrein í PLoS Pathogens sem greindi frá tilvist gammaretróvírussins XMRV og tengslum hans við blöðruhálskirtilskrabbamein.3 Önnur grein sem vakti líka mikla athygli fjölmiðla birtist í Science árið 2009.4 Þar var greint frá því að sami vírus (XMRV) hefði einnig tengsl við síþreytu eða síþreytufár (e. chronic fatigue syndrome (CFS)). Þetta vakti að sjálfsögðu vonir hjá CFS-sjúklingum um að lækning væri í sjónmáli. Allar rannsóknir hafa bent til þess að niðurstöður þessarar greinar frá 2009 væru rangar. Aðalhöfundur greinarinnar reyndi í fyrstu að mótmæla þessu harðlega, dró niðurstöðurnar ekki sjálfviljug til baka og var eins og guð í augum sumra sjúklinga, að berjast gegn öllum vísindaheiminum fyrir nýrri lækningu. Ritstjórn Science tók þá ákvörðun í lok árs 2011 að draga greinina til baka.5 Endahnútinn á söguna batt síðan 10 sinnum stærri rannsókn sem staðfesti að niðurstöður 2009 greinarinnar væru rangar.6 Aðalhöfundur greinarinnar frá 2009 er meðhöfundur þessarar greinar og segist vera ævinlega þakklát fyrir að fá tækifæri til að taka þátt í að afsanna fyrri niðurstöður. Varðandi greinina frá 2006, þá höfðu höfundar hennar neitað að draga hana til baka þótt nánast öllum niðurstöðum hennar hefði líka verið hafnað af vísindasamfélaginu. Í september 2012 tók ritstjórn PLoS Pathogens þá ákvörðun að draga greinina til baka og um leið birtist grein eftir sömu höfunda sem fjallar um hvað hafi farið úrskeiðis.7 Árið 2011 hafði birst grein um að XMRV-vírusinn hefði líklega orðið til við samruna tveggja annarra vírusa í rannsóknarstofu á 10. áratug síðustu aldar, væri ekki náttúrulegur og hefði litla möguleika á að sýkja fólk.8 Sjá nánar á vef Science.9 Ofangreind dæmi sýna vel hvernig vísindin vinna og hvernig niðurstöðum sem ekki standast skoðun er ýtt út af borðinu, jafnvel þótt það taki mörg ár eða áratugi. Viðkomandi vísindamenn munu alltaf eiga erfitt með að viðurkenna mistök og draga niðurstöður sínar til baka. Mistök eða mengun við framkvæmd tilrauna og oftúlkun rannsóknaniðurstaðna geta valdið röngum ályktunum. Fjárhagslegir hagsmunir, möguleikar á styrkjum frá rannsóknarsjóðum, samtökum sjúklinga/áhugamanna til áframhaldandi rannsókna og pólitísk rétthugsun eiga það til að valda þrýstingi á vísindamenn, rannsóknarstofur og fyrirtæki að birta niðurstöður sem ekki eru nógu vandaðar eða fullgerðar. Þess vegna er mikilvægt að vísindamenn, fjölmiðlafólk og leikmenn efist alltaf um niðurstöður, hvort sem það er í ritrýndum vísindatímaritum, á blaðamannafundum eða í fréttatilkynningum. Sérstaklega þegar niðurstöður ganga gegn núverandi þekkingu eða valda straumhvörfum. Einungis ítrekaðar tilraunir óháðra rannsóknarhópa geta komið okkur nær „réttri“ niðurstöðu. Ef niðurstöðurnar eru rangar mun vísindasamfélagið ýta þeim út af borðinu hægt, en örugglega. Eins og einhver orðaði það: „Ef eitthvað er of gott til að vera satt, þá er það oftast of gott til að vera satt“ og það gildir um vísindi líka. Heimildir 1. Wolfe-Simon F, et al. A Bacterium That Can Grow by Using Arsenic Instead of Phosphorus. Science. 2011;332(6034):1163-6. 2. Reaves ML, et al. Absence of Detectable Arsenate in DNA from Arsenate-Grown GFAJ-1 Cells. Science. 2012;337(6093):470-3. 3. Urisman A, et al. Identification of a novel Gammaretrovirus in prostate tumors of patients homozygous for R462Q RNASEL variant. PLoS pathogens. 2006;2(3):e25. 4. Lombardi VC, et al. Detection of an Infectious Retrovirus, XMRV, in Blood Cells of Patients with Chronic Fatigue Syndrome. Science. 2009;326(5952):585-9. 5. Alberts B. Retraction. Science. 2011;334(6063):1636. 6. Alter HJ, et al. A Multicenter Blinded Analysis Indicates No Association between Chronic Fatigue Syndrome/Myalgic Encephalomyelitis and either Xenotropic Murine Leukemia Virus-Related Virus or Polytropic Murine Leukemia Virus. mBio. 2012;3(5). 7. Lee D, et al. In-Depth Investigation of Archival and Prospectively Collected Samples Reveals No Evidence for XMRV Infection in Prostate Cancer. PLoS ONE. 2012;7(9):e44954. 8. Paprotka T, et al. Recombinant Origin of the Retrovirus XMRV. Science. 2011;333(6038):97-101. 9. Cohen J, Enserink M. False Positive. Science. 2011;333(6050):1694-701. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna áratugi hafa endurtekið komið fram vísindagreinar sem vekja athygli og fá mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Nýleg dæmi er t.d. grein frá NASA sem birtist í hinu virta ritrýnda tímariti Science. Þar var sagt frá bakteríu sem nýtti sér arsenik í umhverfi með takmörkuðum næringarefnum.1 NASA hélt blaðamannafund í beinni útsendingu, vegna mikilvægi þessarar uppgötvunar fyrir möguleikanum á lífi á öðrum hnöttum. Sumir vísindamenn efuðust frá fyrsta degi um þessar niðurstöður og nú hafa verið gerðar fjölmargar athugasemdir og birtar niðurstöður í mótsögn við þessa grein til dæmis.2 Árið 2006 birtist vísindagrein í PLoS Pathogens sem greindi frá tilvist gammaretróvírussins XMRV og tengslum hans við blöðruhálskirtilskrabbamein.3 Önnur grein sem vakti líka mikla athygli fjölmiðla birtist í Science árið 2009.4 Þar var greint frá því að sami vírus (XMRV) hefði einnig tengsl við síþreytu eða síþreytufár (e. chronic fatigue syndrome (CFS)). Þetta vakti að sjálfsögðu vonir hjá CFS-sjúklingum um að lækning væri í sjónmáli. Allar rannsóknir hafa bent til þess að niðurstöður þessarar greinar frá 2009 væru rangar. Aðalhöfundur greinarinnar reyndi í fyrstu að mótmæla þessu harðlega, dró niðurstöðurnar ekki sjálfviljug til baka og var eins og guð í augum sumra sjúklinga, að berjast gegn öllum vísindaheiminum fyrir nýrri lækningu. Ritstjórn Science tók þá ákvörðun í lok árs 2011 að draga greinina til baka.5 Endahnútinn á söguna batt síðan 10 sinnum stærri rannsókn sem staðfesti að niðurstöður 2009 greinarinnar væru rangar.6 Aðalhöfundur greinarinnar frá 2009 er meðhöfundur þessarar greinar og segist vera ævinlega þakklát fyrir að fá tækifæri til að taka þátt í að afsanna fyrri niðurstöður. Varðandi greinina frá 2006, þá höfðu höfundar hennar neitað að draga hana til baka þótt nánast öllum niðurstöðum hennar hefði líka verið hafnað af vísindasamfélaginu. Í september 2012 tók ritstjórn PLoS Pathogens þá ákvörðun að draga greinina til baka og um leið birtist grein eftir sömu höfunda sem fjallar um hvað hafi farið úrskeiðis.7 Árið 2011 hafði birst grein um að XMRV-vírusinn hefði líklega orðið til við samruna tveggja annarra vírusa í rannsóknarstofu á 10. áratug síðustu aldar, væri ekki náttúrulegur og hefði litla möguleika á að sýkja fólk.8 Sjá nánar á vef Science.9 Ofangreind dæmi sýna vel hvernig vísindin vinna og hvernig niðurstöðum sem ekki standast skoðun er ýtt út af borðinu, jafnvel þótt það taki mörg ár eða áratugi. Viðkomandi vísindamenn munu alltaf eiga erfitt með að viðurkenna mistök og draga niðurstöður sínar til baka. Mistök eða mengun við framkvæmd tilrauna og oftúlkun rannsóknaniðurstaðna geta valdið röngum ályktunum. Fjárhagslegir hagsmunir, möguleikar á styrkjum frá rannsóknarsjóðum, samtökum sjúklinga/áhugamanna til áframhaldandi rannsókna og pólitísk rétthugsun eiga það til að valda þrýstingi á vísindamenn, rannsóknarstofur og fyrirtæki að birta niðurstöður sem ekki eru nógu vandaðar eða fullgerðar. Þess vegna er mikilvægt að vísindamenn, fjölmiðlafólk og leikmenn efist alltaf um niðurstöður, hvort sem það er í ritrýndum vísindatímaritum, á blaðamannafundum eða í fréttatilkynningum. Sérstaklega þegar niðurstöður ganga gegn núverandi þekkingu eða valda straumhvörfum. Einungis ítrekaðar tilraunir óháðra rannsóknarhópa geta komið okkur nær „réttri“ niðurstöðu. Ef niðurstöðurnar eru rangar mun vísindasamfélagið ýta þeim út af borðinu hægt, en örugglega. Eins og einhver orðaði það: „Ef eitthvað er of gott til að vera satt, þá er það oftast of gott til að vera satt“ og það gildir um vísindi líka. Heimildir 1. Wolfe-Simon F, et al. A Bacterium That Can Grow by Using Arsenic Instead of Phosphorus. Science. 2011;332(6034):1163-6. 2. Reaves ML, et al. Absence of Detectable Arsenate in DNA from Arsenate-Grown GFAJ-1 Cells. Science. 2012;337(6093):470-3. 3. Urisman A, et al. Identification of a novel Gammaretrovirus in prostate tumors of patients homozygous for R462Q RNASEL variant. PLoS pathogens. 2006;2(3):e25. 4. Lombardi VC, et al. Detection of an Infectious Retrovirus, XMRV, in Blood Cells of Patients with Chronic Fatigue Syndrome. Science. 2009;326(5952):585-9. 5. Alberts B. Retraction. Science. 2011;334(6063):1636. 6. Alter HJ, et al. A Multicenter Blinded Analysis Indicates No Association between Chronic Fatigue Syndrome/Myalgic Encephalomyelitis and either Xenotropic Murine Leukemia Virus-Related Virus or Polytropic Murine Leukemia Virus. mBio. 2012;3(5). 7. Lee D, et al. In-Depth Investigation of Archival and Prospectively Collected Samples Reveals No Evidence for XMRV Infection in Prostate Cancer. PLoS ONE. 2012;7(9):e44954. 8. Paprotka T, et al. Recombinant Origin of the Retrovirus XMRV. Science. 2011;333(6038):97-101. 9. Cohen J, Enserink M. False Positive. Science. 2011;333(6050):1694-701.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun