Lífið

Svona lítur lúsin út

Ellý Ármanns skrifar
Meðfylgjandi má sjá instagram-mynd sem ónefnd móðir í Reykjavík tók af lús sem fannst í hári barnsins hennar. "Hún var dauð í morgun, var lifandi þegar ég fór að sofa um ellefu leytið en þá voru sirka sjö og hálfur tími síðan hún kom úr hausnum á barninu," svaraði hún spurð um kvikindið.

Vert er að taka fram að það er nauðsynlegt að fólk leiti og kembi börnin sín um leið og tilkynning kemur frá skóla eða leikskóla.

Lýsnar vilja vera þar sem heitast er á höfðinu. Ef börnin eru með stutt hár þá vill hún dvelja ofan á þar sem mesta hárið er. Stúlkur eru frekar með hana í hnakkanum og þar sem taglið er.

Vísindavefurinn - hvað getur maður gert ef það kemur lús?

Smelltu á linkinn til að horfa á frétt Stöðvar 2 - Lúsin er lífseig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.