Handbolti

Svona hafa leikir Katars verið dæmdir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar
Silvio Heinevetter ræðir við makedónískan dómara í leik Þýskalands og Katars í 8-liða úrslitum.
Silvio Heinevetter ræðir við makedónískan dómara í leik Þýskalands og Katars í 8-liða úrslitum. Vísir/Getty
Mikið hefur verið rætt og ritað um frammistöðu dómaranna hér á HM í handbolta, bæði almennt en ekki síst á leikjum heimamanna í Katar.

Vísir hefur tekið saman helstu ákvarðanir dómaranna sem hafa dæmt leikina átta sem Katar hefur spilað á mótinu til þessa. Katar hefur unnið sjö af þessum átta leikjum og spilar til úrslita um heimsmeistaratitilinn gegn Frakklandi á morgun:

Sjá einnig: Búið að ákveða úrslitin fyrir leik

Sláandi munur er á fjölda brottvísana sem leikmann Katars hafa fengið á mótinu og fjölda brottvísana sem leikmenn andstæðinganna hafa fengið. Katar hefur fengið samtals 23 brottvísanir en lið andstæðinganna samtals 43.

Ekki er jafn mikill munur á vítum sem liðin hafa fengið en sá munur er Katar einnig í hag - 30 fengin víti gegn 25 hjá liðum andstæðinganna.

Sjá einnig: Katar er prúðasta liðið á HM

Allir dómarar sem dæmt hafa leiki Katars til þessa koma frá Evrópulöndum. Í fimm af átta leikjum hafa þeir komið frá fyrrum ríkjum Júgóslavíu - þar af í öllum þremur leikjum Katars í útsláttarkeppninni. Hin dómarapörin sem dæmt hafa leiki Katars eru frá Tékklandi (gegn Hvíta-Rússlandi), Danmörku (gegn Slóveníu) og Frakklandi (gegn Chile).

Ekki hefur verið tilkynnt hver muni dæma úrslitaleik Katars og Frakklands á morgun.

Samanlagðar tölur:

Brottvísanir Katar: 46 mínútur

Brottvísanir andstæðinga: 86 mínútur

Katar: 30 víti fengin

Andstæðingar: 25 víti fengin

Eftir einstökum leikjum:

Riðlakeppni:

Katar - Brasilía 28-23

Dómarar: Milosevic og Gubica (Króatíu)

Brottvísanir: Katar 8 mínútur - Brasilía 10 mínútur

Víti fengin: Katar 4 - Brasilía 1

Riðlakeppni:

Chile - Katar 20-27

Dómarar: Reveret og Pichon (Frakklandi)

Brottvísanir: Katar 4 mínútur - Chile 10 mínútur

Víti fengin: Katar: 4 - Chile 6

Riðlakeppni:

Slóvenía - Katar 29-31

Dómarar: Hansen og Gjeding (Danmörku)

Brottvísanir: Katar 10 mínútur - Slóvenía 14 mínútur

Víti fengin: Katar 4 - Slóvenía 4

Riðlakeppni:

Katar - Spánn 25-28

Dómarar: Stoijkovic og Nikolic (Serbíu)

Brottvísanir: Katar 2 mínútur - Spánn 10 mínútur

Víti fengin: Katar 2 - Spánn 6

Riðlakeppni:

Katar - Hvíta-Rússland 26-22

Dómarar: Novotny og Horacek (Tékklandi)

Brottvísanir: Katar 6 mínútur - Hvíta-Rússland 12 mínútur

Víti fengin: Katar 3 - Hvíta-Rússland 0

16-liða úrslit:

Katar - Austurríki 29-27

Dómarar: Milosevic og Gubica (Króatíu)

Brottvísanir: Katar 8 mínútur - Austurríki 14 mínútur

Víti fengin: Katar 5 - Austurríki 3

8-liða úrslit:

Katar - Þýskaland 26-24

Dómarar: Nachevski og Nikolov (Makedóníu)

Brottvísanir: Katar 4 mínútur - Þýskaland 6 mínútur

Víti fengin: Katar 4 - Þýskaland 3

Undanúrslit:

Katar - Pólland 31-29

Dómarar: Stoijkovic - Nikolic (Serbíu)

Brottvísanir: Katar 4 mínútur - Pólland 10 mínútur

Víti fengin: Katar 4 - Pólland 2


Tengdar fréttir

Katar komið í úrslit á HM

Ævintýri fjölþjóðalandsliðs Katar í handbolta hélt áfram í dag er liðið tryggði sér farseðilinn í úrslitaleik HM. Það sá enginn fyrir að gæti gerst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×