Svo margir efnilegir en… Martha Árnadóttir skrifar 5. nóvember 2014 07:00 Tilhugsunin um að ná snilldartökum á einhverju, sem skiptir okkur miklu máli, er hrikalega góð – ekki satt? Daniel Pink segir, að rótina að snilldartökum megi finna í fyrirbæri sem hann kallar „flæði“ en flæði verður til í kjöraðstæðum þar sem áskoranir koma heim og saman við hæfileika okkar. Í flæðinu verða markmiðin kristaltær og skilin milli viðfangsefnis og okkar sjálfra verða óskýr – við rennum saman við það sem við erum að gera. Pink segir jafnframt að þótt snilldartökum verði ekki náð án flæðis, tryggi flæði á engan hátt að snilldartökum verði náð. Flæði getur orðið til í augnablikinu eða deginum en það tekur mánuði eða ár, jafnvel áratugi, að ná snilldartökum á einhverju. Kynda undir ástríðunniMikilvægast er að geta séð hæfni sína í því ljósi að hana megi endalaust þroska og efla. Í þessu samhengi verða framfarir umfram allt eftirsóknarverðar. Markmiðin eru lærdómstengd, mistök ekki alvarlegt mál og fyrirhöfnin sjálfsögð. Að vera tilbúin til að leggja það á sig sem þarf, þrautseigja og úthugsuð framkvæmd. Að þola mótsagnir, óvissu og sveiflur, sem til skiptis valda gremju eða kynda undir ástríðunni. Að skilja að þetta hvort tveggja er tímabundið og að sveiflan er viðvarandi er mikilvægt. Ef allt gengur á afturfótunum þá vitum við að það gengur yfir og það sama gildir um velgengnina, hún gengur líka yfir. Fáir útvaldirÉg held það séu engar ýkjur þegar sagt er að það taki allt að tíu ár að ná snilldartökum á einhverju og þrautseigja sé sá eiginleiki sem ráði úrslitum – en skilgreina má þrautseigju sem ástríðu og úthald til að ná langtímamarkmiðum. Í ljósi þess er það engin tilviljun að margt bendir til að við ráðningar hafi þrautseigja náð forystusætinu af greindarvísitölu (IQ), sem besta forspárgildi um frammistöðu í starfi. Þetta bendir líka til að meðfæddir eiginleikar séu lítils virði ef ástríðu og úthald skortir til að ná þeim snilldartökum sem við sækjumst eftir – útskýrir líka af hverju svo margir eru efnilegir en fáir útvaldir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Martha Árnadóttir Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Tilhugsunin um að ná snilldartökum á einhverju, sem skiptir okkur miklu máli, er hrikalega góð – ekki satt? Daniel Pink segir, að rótina að snilldartökum megi finna í fyrirbæri sem hann kallar „flæði“ en flæði verður til í kjöraðstæðum þar sem áskoranir koma heim og saman við hæfileika okkar. Í flæðinu verða markmiðin kristaltær og skilin milli viðfangsefnis og okkar sjálfra verða óskýr – við rennum saman við það sem við erum að gera. Pink segir jafnframt að þótt snilldartökum verði ekki náð án flæðis, tryggi flæði á engan hátt að snilldartökum verði náð. Flæði getur orðið til í augnablikinu eða deginum en það tekur mánuði eða ár, jafnvel áratugi, að ná snilldartökum á einhverju. Kynda undir ástríðunniMikilvægast er að geta séð hæfni sína í því ljósi að hana megi endalaust þroska og efla. Í þessu samhengi verða framfarir umfram allt eftirsóknarverðar. Markmiðin eru lærdómstengd, mistök ekki alvarlegt mál og fyrirhöfnin sjálfsögð. Að vera tilbúin til að leggja það á sig sem þarf, þrautseigja og úthugsuð framkvæmd. Að þola mótsagnir, óvissu og sveiflur, sem til skiptis valda gremju eða kynda undir ástríðunni. Að skilja að þetta hvort tveggja er tímabundið og að sveiflan er viðvarandi er mikilvægt. Ef allt gengur á afturfótunum þá vitum við að það gengur yfir og það sama gildir um velgengnina, hún gengur líka yfir. Fáir útvaldirÉg held það séu engar ýkjur þegar sagt er að það taki allt að tíu ár að ná snilldartökum á einhverju og þrautseigja sé sá eiginleiki sem ráði úrslitum – en skilgreina má þrautseigju sem ástríðu og úthald til að ná langtímamarkmiðum. Í ljósi þess er það engin tilviljun að margt bendir til að við ráðningar hafi þrautseigja náð forystusætinu af greindarvísitölu (IQ), sem besta forspárgildi um frammistöðu í starfi. Þetta bendir líka til að meðfæddir eiginleikar séu lítils virði ef ástríðu og úthald skortir til að ná þeim snilldartökum sem við sækjumst eftir – útskýrir líka af hverju svo margir eru efnilegir en fáir útvaldir.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar