Erlent

Svíar hættir að leita að kafbátnum í skerjagarðinum

Vísir/AFP
Sænski herinn hefur hætt leitinni í sænska skerjagarðinum en í heila viku hefur her manna leitað torkennilegs hlutar sem sjónarvottar sáu þar á floti. Talið var líklegt að um rússneskan kafbát hefði verið að ræða en leitin bar þó engan árangur.

Leitin var afar umfangsmikil og sennilega hefur verið um stærstu aðgerð hersins að ræða, frá lokum kalda striðsins. Í yfilýsingu frá hernum segir að öll stærri skipin sem notuð hafi verið við leitina verði nú send til hafnar, en nokkrir smærri bátar verið eftir á svæðinu, til eftirlits.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×