MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 23:30

„Messi er Barca og Barca er Messi“

SPORT

Svíar björguđu stigi átta sekúndum fyrir leikslok

 
Handbolti
21:11 22. JANÚAR 2016
Tibur Dibirov var bestur hjá Rússlandi.
Tibur Dibirov var bestur hjá Rússlandi. VÍSIR/EPA

Rússar og Svíar gerðu jafntefli, 28-28, í frábærum handboltaleik á Evrópumótinu í Póllandi í kvöld, en leikurinn fór fram í milliriðli tvö sem spilaður er í Wroclaw.

Eins og flestir aðrir leikir á Evrópumótinu var þessi hin besta skemmtun og skildi vart á milli liðanna. Þau skiptust á að skora í fyrri hálfleik og var jafnt í hálfleik, 15-15.

Í seinni hálfleik náði hvorugt liðið tveggja marka forskoti fyrr en Timur Dibirov, hornamaðurinn magnaði sem spilar með Vardar, kom Rússlandi í 28-26 af vítalínunni.

Vítið skoraði hann í kjölfar brottvísunar Svíans Johans Jakobssonar, en sú brottvísun fór næstum því með leikinn fyrir Svíana.

Matthias Zachrisson skoraði frábært mark með undirhandarskoti í síðustu sókn Svíþjóðar og minnkaði muninn fyrir Svíana einum færri í 28-27.

Rússarnir voru samt með leikinn í hendi sér en töpuðu boltanum í lokasókninni. Svíarnir köstuðu honum fram á Johan Johannsson sem bjargaði stigi fyrir Svía með jöfnunarmarki átta sekúndum fyrir leikslok, 28-28.

Dibirov var markahæstur Rússanna með sjö mörk úr níu skotum en hjá Svíþjóð var Jakobsson lang bestur með níu mörk úr ellefuskotum.

Mattias Andersson varði aðeins sex skot í marki Svíþjóðar og var með 21 prósent hlutfallsmarkvörslu sem þykir saga til næsta bæjar. Í marki Rússa varði Victor Kireev tíu skot og var með 26 prósent hlutfallsmarkvörslu.

Rússar eru með þrjú stig í milliriðli tvö í fjórða sæti en Svíar eru sæti neðar með eitt stig.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Svíar björguđu stigi átta sekúndum fyrir leikslok
Fara efst