Erlent

Sven-Erik Magnusson er látinn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Tónlistarferill Sven-Erik Magnusson spannar áratugi.
Tónlistarferill Sven-Erik Magnusson spannar áratugi.
Sven-Erik Magnusson, forsprakki sænsku hljómsveitarinnar Sven-Ingvars, lést aðfararnótt miðvikudags eftir langvinn veikindi. Hann var 74 ára gamall. Þetta kemur fram á vef SVT.

Skrautlegur ferill Magnussons spannar fjölmörg ár. Hann, ásamt Sven Svärd og Ingvar Karlsson, stofnaði hljómsveitina Sven-Ingvars árið 1956. Hún sló fyrst í gegn fimm árum síðar með smáskífunni Te' dans med Karlstatösera. Sveitin náði í kjölfarið miklum vinsældum, svo miklum raunar að árið 1963 hituðu Bítlarnir upp fyrir Magnusson og félaga á tónleikaferðalagi. Þá hafa Magnusson og félagar verið iðnir við plötuútgáfu frá stofnun sveitarinnar.

Sven-Ingvars hefur einnig látið þó nokkuð að sér kveða á seinni árum. Hún hlaut heiðursverðlaun á sænsku Grammis-verðlaununum árið 2005 og nú síðast í fyrra var hún innvígð inn í Frægðarhöll sænska rokksins.

Magnusson lætur eftir sig eiginkonu og tvö uppkomin börn en hann hafði lengi glímt við krabbamein í blöðruhálskirtli.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×