Sveinn Andri á bakvið nýjan Sjálfstæðisflokk Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. mars 2014 11:02 vísir/gva Stofnaður hefur verið lokaður, leynilegur hópur á Facebook í þeim tilgangi að hefja undirbúning að stofnun nýs hægri flokks. Raddir hafa verið uppi um að hávær minnihluti Sjálfstæðisflokksins hefði hugmyndir um að stofna slíkan flokk eftir að ríkisstjórnin lagði fram þingsályktunartillögu um afturköllun ESB. Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson stofnaði hópinn í gærkvöldi. Hópurinn ber nafnið Nýi Sjálfstæðisflokkurinn. Hann er enn á hugmynda- og undirbúningsstigi en eitt af þeirra meginstefnumálum er aðild að Evrópusambandinu. „Það er mikil gerjun í gangi og augljóslega mikill vilji til staðar,“ segir Sveinn Andri í samtali við Vísi.Skjáskot af síðu hópsins.Mikil óánægja innan Sjálfstæðisflokksins Sveinn Andri segir mikla óánægju krauma innan Sjálfstæðisflokksins og segir því umtalsverða hættu vera á að flokkurinn klofni út frá málefnalegum grunni. „Ef einhvern tímann væri hætta á því að flokkurinn klofnaði þá held ég að það sé núna. Harka og ósveigjanleiki er nú ríkjandi innan ráðandi afla innan flokksins sem gæti leitt til þess að varanlegur klofningur verði.“ Nauðsynlegt er að fá boð frá meðlimi hópsins til þess að fá inngöngu í hann, en á annað hundrað manns eru nú í hópnum. „Þetta er fyrir alla þá sem deila þessum skoðunum, eru ósáttir við stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum og gætu hugsað sér að láta vaða.“Skjáskot af síðu hópsins.Liggur meira í loftinu en annað Vísir bar hugmyndir um nýjan flokk undir Benedikt Jóhannesson, formann Sjálfstæðra Evrópumanna og Þorstein Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins. Þeir gáfu lítið fyrir hugmyndir um nýjan flokk. Þeir segja að fólk hafi rætt þetta, eins og oft áður, en einungis á óformlegum nótum. „Þetta liggur meira í loftinu en annað. Fólk hefur vissulega rætt þetta, en hvort eitthvað verði úr þessu get ég ekki svarað til um,“ sagði Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur, í samtali við Vísi. MMR stendur fyrir spurningakönnun þar sem fólk er beðið að lýsa afstöðu sinni til forystumanna í íslenskum stjórnmálum og forseta Íslands. Nafn Þorsteins Pálssonar kemur þar upp. Hann segir könnunina þó hafa verið gerða án sinnar vitundar. „Það er ekkert sem ég get sagt þér um þennan flokk. Ég hef heyrt af þessu en ekki mikið meira en það,“ sagði Þorsteinn Pálsson. Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Stofnaður hefur verið lokaður, leynilegur hópur á Facebook í þeim tilgangi að hefja undirbúning að stofnun nýs hægri flokks. Raddir hafa verið uppi um að hávær minnihluti Sjálfstæðisflokksins hefði hugmyndir um að stofna slíkan flokk eftir að ríkisstjórnin lagði fram þingsályktunartillögu um afturköllun ESB. Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson stofnaði hópinn í gærkvöldi. Hópurinn ber nafnið Nýi Sjálfstæðisflokkurinn. Hann er enn á hugmynda- og undirbúningsstigi en eitt af þeirra meginstefnumálum er aðild að Evrópusambandinu. „Það er mikil gerjun í gangi og augljóslega mikill vilji til staðar,“ segir Sveinn Andri í samtali við Vísi.Skjáskot af síðu hópsins.Mikil óánægja innan Sjálfstæðisflokksins Sveinn Andri segir mikla óánægju krauma innan Sjálfstæðisflokksins og segir því umtalsverða hættu vera á að flokkurinn klofni út frá málefnalegum grunni. „Ef einhvern tímann væri hætta á því að flokkurinn klofnaði þá held ég að það sé núna. Harka og ósveigjanleiki er nú ríkjandi innan ráðandi afla innan flokksins sem gæti leitt til þess að varanlegur klofningur verði.“ Nauðsynlegt er að fá boð frá meðlimi hópsins til þess að fá inngöngu í hann, en á annað hundrað manns eru nú í hópnum. „Þetta er fyrir alla þá sem deila þessum skoðunum, eru ósáttir við stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum og gætu hugsað sér að láta vaða.“Skjáskot af síðu hópsins.Liggur meira í loftinu en annað Vísir bar hugmyndir um nýjan flokk undir Benedikt Jóhannesson, formann Sjálfstæðra Evrópumanna og Þorstein Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins. Þeir gáfu lítið fyrir hugmyndir um nýjan flokk. Þeir segja að fólk hafi rætt þetta, eins og oft áður, en einungis á óformlegum nótum. „Þetta liggur meira í loftinu en annað. Fólk hefur vissulega rætt þetta, en hvort eitthvað verði úr þessu get ég ekki svarað til um,“ sagði Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur, í samtali við Vísi. MMR stendur fyrir spurningakönnun þar sem fólk er beðið að lýsa afstöðu sinni til forystumanna í íslenskum stjórnmálum og forseta Íslands. Nafn Þorsteins Pálssonar kemur þar upp. Hann segir könnunina þó hafa verið gerða án sinnar vitundar. „Það er ekkert sem ég get sagt þér um þennan flokk. Ég hef heyrt af þessu en ekki mikið meira en það,“ sagði Þorsteinn Pálsson.
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira