Svartur svanur í Mýrdal: Bara einn af hópnum Erla Hlynsdóttir skrifar 30. mars 2011 10:57 Álftirnar voru ekkert að amast við svarta svaninum Mynd: Þórir N. Kjartansson Svartur svanur sást í álftahóp í Mýrdalnum í síðustu viku. „Ég var að fylgjast með álftinni sem var að koma til landsins, og settist á polla og tjarnir. Síðan sá ég þennan svarta svan sem skar sig vel úr," segir Þórir N. Kjartansson, áhugaljósmyndari í Vík í Mýrdal, sem náði meðfylgjandi myndum af fuglinum. Fullorðnir svartsvanir, eins og þeir kallast, eru eilítið smærri en álftin. Fiðurhamur fuglsins er svartur, eins og nafn hans gefur til kynna, en flugfjaðrirnar eru hvítar. Goggurinn er skærrauður með hvítri þverrönd. Þórir hefur sérstakt dálæti á því að mynda fugla og er áhugasamur um lífshætti þeirra. Hann segir það hafa komið sér á óvart hversu gott samkomulag var milli svarta svansins og hvítu álftanna. „Þær virtust ekkert amast við honum. Hann var bara einn af hópnum. Maður hefði kannski átt von á því að þær væru leiðinlegar við hann, en svo var ekki," segir Þórir. Þetta var í fyrsta sinn sem Þórir sér svartsvan. Svartsvanir flækjast nær árlega til Íslands og eru taldir koma úr dýragörðum í Evrópu. Algengastir eru svartsvanirnir í Ástralíu. Myndirnar sem Þórir tók af svartsvaninum má skoða í meðfylgjandi myndasafni. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Sjá meira
Svartur svanur sást í álftahóp í Mýrdalnum í síðustu viku. „Ég var að fylgjast með álftinni sem var að koma til landsins, og settist á polla og tjarnir. Síðan sá ég þennan svarta svan sem skar sig vel úr," segir Þórir N. Kjartansson, áhugaljósmyndari í Vík í Mýrdal, sem náði meðfylgjandi myndum af fuglinum. Fullorðnir svartsvanir, eins og þeir kallast, eru eilítið smærri en álftin. Fiðurhamur fuglsins er svartur, eins og nafn hans gefur til kynna, en flugfjaðrirnar eru hvítar. Goggurinn er skærrauður með hvítri þverrönd. Þórir hefur sérstakt dálæti á því að mynda fugla og er áhugasamur um lífshætti þeirra. Hann segir það hafa komið sér á óvart hversu gott samkomulag var milli svarta svansins og hvítu álftanna. „Þær virtust ekkert amast við honum. Hann var bara einn af hópnum. Maður hefði kannski átt von á því að þær væru leiðinlegar við hann, en svo var ekki," segir Þórir. Þetta var í fyrsta sinn sem Þórir sér svartsvan. Svartsvanir flækjast nær árlega til Íslands og eru taldir koma úr dýragörðum í Evrópu. Algengastir eru svartsvanirnir í Ástralíu. Myndirnar sem Þórir tók af svartsvaninum má skoða í meðfylgjandi myndasafni.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Sjá meira