Svar Íslands: Rök ESB hefðu haft "fáránlegar afleiðingar“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. júní 2012 12:05 Höfðustöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel. Röksemdir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og ESA í Icesave-málinu halda engu vatni og sú leið sem Evrópusambandið vill fara hefði haft fáránlegar afleiðingar. Þetta kemur fram í harðorðu svari Íslands við meðalgöngustefnu framkvæmdastjórnar ESB sem sent verður til Brussel í dag. Fram kemur í svarinu, sem ekki hefur verið birt opinberlega en fréttastofa hefur undir höndum, að sömu grundvallar gallarnir séu í röksemdum og greiningu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og í greinargerð ESA, eftirlitsstofnunar EFTA. Báðum aðilum mistakist að horfast í augu við afleiðingar eigin röksemdarfærslu. Í Icesave-málinu er m.a tekist á um svokallaða árangursskyldu (e. obligation of result) samkvæmt tilskipun um innistæðutryggingar, en framkvæmdasstjórn ESB virðist líta svo á að Ísland hafi brotið gegn tilskipuninni með því að ganga ekki úr skugga um að nægir peningar væru í Tryggingarsjóði innistæðueigenda til að greiða Icesave-skuldbindingarnar. Ísland leggur áherslu á að eina skylda ríkisins í þessum efnum hafi verið að koma innistæðutryggingarkerfinu á laggirnar og hafa eftirlit með því. Ísland fellst ekki á þau rök ESB að tilskipunin leggi þær byrðar á ríkissjóð að tryggja greiðslur tryggingarsjóðsins í þeim tilvikum sem peningar í sjóðnum hrökkva ekki til að greiða kröfur sparifjáreigenda vegna falls banka. Framkvæmdastjórn ESB virðist líta svo á að utanaðkomandi aðstoð sé nauðsynleg til að tryggja peninga fyrir Icesave-innistæðum, en Ísland bendir á að óhjákvæmilega sé ríkissjóður eini aðilinn sem geti veitt slíka aðstoð en engri ríkisábyrgð er til að dreifa samkvæmt tilskipun um innistæðutryggingar. Í svari Íslands segir jafnframt að þessi röksemdafærsla Evrópusambandsins hafi í raun fáránlegar afleiðingar í för með sér, (e. further absurd consequence) því ef sú skylda myndi skapast í þessu tilviki myndi það setja fordæmi í öðrum tilvikum þar sem tilskipanir ESB kveða á um að aðilar á markaði annist greiðslur til einstaklinga, hvort sem það eru neytendur, starfsmenn á vinnumarkaði eða aðrir, en bankarnir báru ábyrgð á fjármögnun tryggingarsjóðsins, skv. efni tilskipunar 94/19. Framkvæmdastjórn ESB virðist líta svo á að það séu skyldur Íslands að tryggja að nægir peningar séu í tryggingarsjóðnum til að greiða Icesave-skuldbindingarnar og heldur því fram í greinargerð að þetta geti hugsanlega falið í sér að hinir nýju bankar á Íslandi, sem stofnaðir voru á grunni þeirra eldri eftir hrun, taki þátt í fjármögnun tryggingarsjóðsins til að endurgreiða sparifjáreigendum. Í svari Íslands segir að þetta feli í óhjákvæmilega (e. inevitably involve) í sér peninga frá ríkissjóði, eða að minnsta kosti ábyrgð þess á langtímalánum nýju bankanna til að standa undir slíkum greiðslum. Þá segir í svarinu að í áliti fjármálaeftirlitsins á Íslandi, FME, um að ef Tryggingarsjóður innistæðueigenda og fjárfesta hafi þurft að greiða innistæðueigendum innan árs, eins og tilskipunin kveður á um, hefði það falið sér þriðjung allra eigna nýju bankanna þriggja í lok árs 2008. Og hefðu nýju bankarnir þrír þurft að taka þátt í slíkri fjármögnun hefðu þeir verið með neikvætt eigið fé upp á 419 milljarða króna í lok árs 2008. Með slíku höggi hefðu þeir enn á ný þurft að leita til FME og aftur hefði komið til kasta neyðarlaga vegna fjármálaáfalls á Íslandi, með tilheyrandi tjóni fyrir íslenskan efnahag. Icesave-málið verður flutt fyrir EFTA-dómstólnum hinn 18. september næstkomandi. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Sjá meira
Röksemdir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og ESA í Icesave-málinu halda engu vatni og sú leið sem Evrópusambandið vill fara hefði haft fáránlegar afleiðingar. Þetta kemur fram í harðorðu svari Íslands við meðalgöngustefnu framkvæmdastjórnar ESB sem sent verður til Brussel í dag. Fram kemur í svarinu, sem ekki hefur verið birt opinberlega en fréttastofa hefur undir höndum, að sömu grundvallar gallarnir séu í röksemdum og greiningu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og í greinargerð ESA, eftirlitsstofnunar EFTA. Báðum aðilum mistakist að horfast í augu við afleiðingar eigin röksemdarfærslu. Í Icesave-málinu er m.a tekist á um svokallaða árangursskyldu (e. obligation of result) samkvæmt tilskipun um innistæðutryggingar, en framkvæmdasstjórn ESB virðist líta svo á að Ísland hafi brotið gegn tilskipuninni með því að ganga ekki úr skugga um að nægir peningar væru í Tryggingarsjóði innistæðueigenda til að greiða Icesave-skuldbindingarnar. Ísland leggur áherslu á að eina skylda ríkisins í þessum efnum hafi verið að koma innistæðutryggingarkerfinu á laggirnar og hafa eftirlit með því. Ísland fellst ekki á þau rök ESB að tilskipunin leggi þær byrðar á ríkissjóð að tryggja greiðslur tryggingarsjóðsins í þeim tilvikum sem peningar í sjóðnum hrökkva ekki til að greiða kröfur sparifjáreigenda vegna falls banka. Framkvæmdastjórn ESB virðist líta svo á að utanaðkomandi aðstoð sé nauðsynleg til að tryggja peninga fyrir Icesave-innistæðum, en Ísland bendir á að óhjákvæmilega sé ríkissjóður eini aðilinn sem geti veitt slíka aðstoð en engri ríkisábyrgð er til að dreifa samkvæmt tilskipun um innistæðutryggingar. Í svari Íslands segir jafnframt að þessi röksemdafærsla Evrópusambandsins hafi í raun fáránlegar afleiðingar í för með sér, (e. further absurd consequence) því ef sú skylda myndi skapast í þessu tilviki myndi það setja fordæmi í öðrum tilvikum þar sem tilskipanir ESB kveða á um að aðilar á markaði annist greiðslur til einstaklinga, hvort sem það eru neytendur, starfsmenn á vinnumarkaði eða aðrir, en bankarnir báru ábyrgð á fjármögnun tryggingarsjóðsins, skv. efni tilskipunar 94/19. Framkvæmdastjórn ESB virðist líta svo á að það séu skyldur Íslands að tryggja að nægir peningar séu í tryggingarsjóðnum til að greiða Icesave-skuldbindingarnar og heldur því fram í greinargerð að þetta geti hugsanlega falið í sér að hinir nýju bankar á Íslandi, sem stofnaðir voru á grunni þeirra eldri eftir hrun, taki þátt í fjármögnun tryggingarsjóðsins til að endurgreiða sparifjáreigendum. Í svari Íslands segir að þetta feli í óhjákvæmilega (e. inevitably involve) í sér peninga frá ríkissjóði, eða að minnsta kosti ábyrgð þess á langtímalánum nýju bankanna til að standa undir slíkum greiðslum. Þá segir í svarinu að í áliti fjármálaeftirlitsins á Íslandi, FME, um að ef Tryggingarsjóður innistæðueigenda og fjárfesta hafi þurft að greiða innistæðueigendum innan árs, eins og tilskipunin kveður á um, hefði það falið sér þriðjung allra eigna nýju bankanna þriggja í lok árs 2008. Og hefðu nýju bankarnir þrír þurft að taka þátt í slíkri fjármögnun hefðu þeir verið með neikvætt eigið fé upp á 419 milljarða króna í lok árs 2008. Með slíku höggi hefðu þeir enn á ný þurft að leita til FME og aftur hefði komið til kasta neyðarlaga vegna fjármálaáfalls á Íslandi, með tilheyrandi tjóni fyrir íslenskan efnahag. Icesave-málið verður flutt fyrir EFTA-dómstólnum hinn 18. september næstkomandi. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Sjá meira