Svæsinn utanvegaakstur: "Engin glóra í þessum akstri“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. september 2014 16:00 Bíllinn hefur skilið eftir sig djúp för í landinu. Mynd/Lögreglan á Hvolsvelli Eins og sést er landið mikið skemmt.Mynd/Lögreglan á Hvolsvelli Erlendir ferðamenn á bílaleigubíl frá Sad Cars-bílaleigunni festu sig í gærdag inni í Rangárbotnum eftir að hafa ekið á stóru mosagrónu svæði utan vegar. Mikil bleyta var á svæðinu og var bíllinn á kafi í drullu þegar björgunarsveitarmenn og lögreglan komu á staðinn. Ökumaðurinn hafði ekið langt út úr leið en sagðist ekki hafa vitað að ekki mætti keyra utanvegar þarna. „Það var auðvitað engin glóra í þessum akstri hjá honum,“ segir Atli Árdal Ólafsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Hvolsvelli. Nokkuð miklar skemmdir hafi orðið á svæðinu vegna akstursins. Atli bendir á að ef ökumaðurinn hefði ekki fest bílinn er alls ekki víst að lögreglan hefði náð að hafa hendur í hári hans.Vill sjá róttækari aðgerðir vegna utanvegaaksturs Ökumaðurinn var sektaður um 200.000 krónur en Atli vill sjá róttækari aðgerðir vegna utanvegaaksturs. „Þessar sektir virðast ekki gera neitt. Fólk borgar bara og svo er engin eftirfylgni,“ segir Atli. Hann segir að lögreglan á Hvolsvelli fái um 2-3 tilkynningar á dag um utanvegaakstur frá landvörðum í lögregluumdæminu. Alltof mörg tilfelli utanvegaaksturs hafi komið upp í sumar með tilheyrandi landeyðileggingu en skemmst er að minnast utanvegaaksturs á Sólheimasandi í síðustu viku. Eins og sést á meðfylgjandi myndum var um mjög ljótt tilfelli að ræða inn í Rangárbotnum. Mjög djúp för eru í landinu og hefur það rifnað mikið upp enda ekki við öðru að búast þegar Land Cruiser-jeppi festist í blautum mosa.Signý Hermannsdóttir, markaðsstjóri Sad Cars, harmar atvikið.Ferðamenn upplýstir um að utanvegaakstur er bannaður Signý Hermannsdóttir, markaðsstjóri Sad Cars, hafði ekki heyrt af utanvegaakstrinum þegar Vísir náði tali af henni en sagði þetta mjög miður. „Í öllum bílum okkar er opinbert stýrispjald þar sem stendur skýrum stöfum að allur utanvegaakstur sé bannaður á Íslandi. Einnig er sérstakur límmiði í bílnum frá okkur og við förum vel yfir þetta með öllum þeim sem leigja hjá okkur bíl áður en lagt er í hann. Viðskiptavinir fá einnig tölvupósta frá okkur með þessum upplýsingum. Við erum að sjálfsögðu að reyna að gera okkar allra besta og ferðamennirnir ættu að vera upplýstir um það hvar má og hvar má ekki keyra,“ segir Signý. Hér að neðan má sjá Facebook-færslu lögreglunnar á Hvolsvelli um málið. Post by Lögreglan á Hvolsvelli. Tengdar fréttir Miklar skemmdir eftir utanvegaakstur við Landmannahelli „Það er mjög súrt að þurfa að eyða heilu vinnudögunum í þetta,“ segir landvörður. 25. ágúst 2014 17:14 Bíræfinn utanvegaakstur á Sólheimasandi: „Þetta er alveg út úr korti“ Myndband náðist af utanvegaakstri bílaleigubíls á sandbreiðunum og segir lögreglan á Hvolsvelli að þeir hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. 4. september 2014 21:03 Stórfelld náttúruspjöll innan Friðlands að fjallabaki Umfangsmikil spjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum og gætu þeir seku átt von á sekt upp á hálfa milljón króna. 25. ágúst 2014 20:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Eins og sést er landið mikið skemmt.Mynd/Lögreglan á Hvolsvelli Erlendir ferðamenn á bílaleigubíl frá Sad Cars-bílaleigunni festu sig í gærdag inni í Rangárbotnum eftir að hafa ekið á stóru mosagrónu svæði utan vegar. Mikil bleyta var á svæðinu og var bíllinn á kafi í drullu þegar björgunarsveitarmenn og lögreglan komu á staðinn. Ökumaðurinn hafði ekið langt út úr leið en sagðist ekki hafa vitað að ekki mætti keyra utanvegar þarna. „Það var auðvitað engin glóra í þessum akstri hjá honum,“ segir Atli Árdal Ólafsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Hvolsvelli. Nokkuð miklar skemmdir hafi orðið á svæðinu vegna akstursins. Atli bendir á að ef ökumaðurinn hefði ekki fest bílinn er alls ekki víst að lögreglan hefði náð að hafa hendur í hári hans.Vill sjá róttækari aðgerðir vegna utanvegaaksturs Ökumaðurinn var sektaður um 200.000 krónur en Atli vill sjá róttækari aðgerðir vegna utanvegaaksturs. „Þessar sektir virðast ekki gera neitt. Fólk borgar bara og svo er engin eftirfylgni,“ segir Atli. Hann segir að lögreglan á Hvolsvelli fái um 2-3 tilkynningar á dag um utanvegaakstur frá landvörðum í lögregluumdæminu. Alltof mörg tilfelli utanvegaaksturs hafi komið upp í sumar með tilheyrandi landeyðileggingu en skemmst er að minnast utanvegaaksturs á Sólheimasandi í síðustu viku. Eins og sést á meðfylgjandi myndum var um mjög ljótt tilfelli að ræða inn í Rangárbotnum. Mjög djúp för eru í landinu og hefur það rifnað mikið upp enda ekki við öðru að búast þegar Land Cruiser-jeppi festist í blautum mosa.Signý Hermannsdóttir, markaðsstjóri Sad Cars, harmar atvikið.Ferðamenn upplýstir um að utanvegaakstur er bannaður Signý Hermannsdóttir, markaðsstjóri Sad Cars, hafði ekki heyrt af utanvegaakstrinum þegar Vísir náði tali af henni en sagði þetta mjög miður. „Í öllum bílum okkar er opinbert stýrispjald þar sem stendur skýrum stöfum að allur utanvegaakstur sé bannaður á Íslandi. Einnig er sérstakur límmiði í bílnum frá okkur og við förum vel yfir þetta með öllum þeim sem leigja hjá okkur bíl áður en lagt er í hann. Viðskiptavinir fá einnig tölvupósta frá okkur með þessum upplýsingum. Við erum að sjálfsögðu að reyna að gera okkar allra besta og ferðamennirnir ættu að vera upplýstir um það hvar má og hvar má ekki keyra,“ segir Signý. Hér að neðan má sjá Facebook-færslu lögreglunnar á Hvolsvelli um málið. Post by Lögreglan á Hvolsvelli.
Tengdar fréttir Miklar skemmdir eftir utanvegaakstur við Landmannahelli „Það er mjög súrt að þurfa að eyða heilu vinnudögunum í þetta,“ segir landvörður. 25. ágúst 2014 17:14 Bíræfinn utanvegaakstur á Sólheimasandi: „Þetta er alveg út úr korti“ Myndband náðist af utanvegaakstri bílaleigubíls á sandbreiðunum og segir lögreglan á Hvolsvelli að þeir hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. 4. september 2014 21:03 Stórfelld náttúruspjöll innan Friðlands að fjallabaki Umfangsmikil spjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum og gætu þeir seku átt von á sekt upp á hálfa milljón króna. 25. ágúst 2014 20:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Miklar skemmdir eftir utanvegaakstur við Landmannahelli „Það er mjög súrt að þurfa að eyða heilu vinnudögunum í þetta,“ segir landvörður. 25. ágúst 2014 17:14
Bíræfinn utanvegaakstur á Sólheimasandi: „Þetta er alveg út úr korti“ Myndband náðist af utanvegaakstri bílaleigubíls á sandbreiðunum og segir lögreglan á Hvolsvelli að þeir hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. 4. september 2014 21:03
Stórfelld náttúruspjöll innan Friðlands að fjallabaki Umfangsmikil spjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum og gætu þeir seku átt von á sekt upp á hálfa milljón króna. 25. ágúst 2014 20:00