Styttist í að Geir Haarde og Obama verði nágrannar í Washington DC Þorgeir Helgason skrifar 10. nóvember 2016 08:00 Stutt er á milli húsa Geirs og Obama. Barack Obama og fjölskylda munu yfirgefa Hvíta húsið í byrjun næsta árs og flytja inn í Kalorama-hverfið í Washington. Í þar næsta húsi frá fyrirhuguðu heimili Obama-fjölskyldunnar býr Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Undirbúningur að flutningi Obama fjölskyldunnar er í fullum gangi og hafa íbúar Kalorama-hverfisins verið boðaðir á fund með bandarísku leyniþjónustunni en hún mun gæta öryggis hans og fjölskyldu hans eftir að hann lætur af embætti.Geir H. Haarde og kona hans Inga Jóna Þórðardóttir hafa, enn sem komið er, ekki verið boðuð á fund leyniþjónustunnar. Erlingur Erlingsson, sendiráðunautur íslenska sendiráðsins í Washington, segist litlar fregnir hafa fengið af flutningi Obama-fjölskyldunnar. „Eina sem liggur fyrir er að allt eftirlit mun aukast í hverfinu sem verður aðeins til þess að auka öryggi íbúanna,“ segir Erlingur. Kalorama-hverfið í Washington er eitt dýrasta hverfi borgarinnar en þar er að finna heimili margra sendiherra. Í næsta húsi við Geir og Ingu Jónu er sendiráðsbústaður Sýrlands. Húsnæðið hefur hins vegar staðið autt í nokkur ár vegna þess að ekki er lengur stjórnmálasamband milli Sýrlands og Bandaríkjanna.Geir Haarde.Framtíðarleigusali forsetafjölskyldunnar er Joe Lockhart, en hann starfaði sem upplýsingafulltrúi Hvíta hússins í forsetatíð Bills Clinton. Húsið sem er um 760 fermetrar var byggt árið 1928 og er útbúið átta baðherbergjum og níu svefnherbergjum. Íslenski sendiráðsbústaðurinn er örlítið minni en framtíðarheimili Obama-fjölskyldunnar en Geir og Inga Jóna hafa það fram yfir Obama og Michelle að sundlaug fylgir sendiráðsbústaðnum. Barack Obama verður sjötti forseti Bandaríkjanna til þess að búa í hverfinu en hann hyggst búa þar ásamt fjölskyldu sinni þar til Sasha, yngri dóttir hans, lýkur gagnfræðaskóla.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Barack Obama og fjölskylda munu yfirgefa Hvíta húsið í byrjun næsta árs og flytja inn í Kalorama-hverfið í Washington. Í þar næsta húsi frá fyrirhuguðu heimili Obama-fjölskyldunnar býr Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Undirbúningur að flutningi Obama fjölskyldunnar er í fullum gangi og hafa íbúar Kalorama-hverfisins verið boðaðir á fund með bandarísku leyniþjónustunni en hún mun gæta öryggis hans og fjölskyldu hans eftir að hann lætur af embætti.Geir H. Haarde og kona hans Inga Jóna Þórðardóttir hafa, enn sem komið er, ekki verið boðuð á fund leyniþjónustunnar. Erlingur Erlingsson, sendiráðunautur íslenska sendiráðsins í Washington, segist litlar fregnir hafa fengið af flutningi Obama-fjölskyldunnar. „Eina sem liggur fyrir er að allt eftirlit mun aukast í hverfinu sem verður aðeins til þess að auka öryggi íbúanna,“ segir Erlingur. Kalorama-hverfið í Washington er eitt dýrasta hverfi borgarinnar en þar er að finna heimili margra sendiherra. Í næsta húsi við Geir og Ingu Jónu er sendiráðsbústaður Sýrlands. Húsnæðið hefur hins vegar staðið autt í nokkur ár vegna þess að ekki er lengur stjórnmálasamband milli Sýrlands og Bandaríkjanna.Geir Haarde.Framtíðarleigusali forsetafjölskyldunnar er Joe Lockhart, en hann starfaði sem upplýsingafulltrúi Hvíta hússins í forsetatíð Bills Clinton. Húsið sem er um 760 fermetrar var byggt árið 1928 og er útbúið átta baðherbergjum og níu svefnherbergjum. Íslenski sendiráðsbústaðurinn er örlítið minni en framtíðarheimili Obama-fjölskyldunnar en Geir og Inga Jóna hafa það fram yfir Obama og Michelle að sundlaug fylgir sendiráðsbústaðnum. Barack Obama verður sjötti forseti Bandaríkjanna til þess að búa í hverfinu en hann hyggst búa þar ásamt fjölskyldu sinni þar til Sasha, yngri dóttir hans, lýkur gagnfræðaskóla.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira