Styttist í að Geir Haarde og Obama verði nágrannar í Washington DC Þorgeir Helgason skrifar 10. nóvember 2016 08:00 Stutt er á milli húsa Geirs og Obama. Barack Obama og fjölskylda munu yfirgefa Hvíta húsið í byrjun næsta árs og flytja inn í Kalorama-hverfið í Washington. Í þar næsta húsi frá fyrirhuguðu heimili Obama-fjölskyldunnar býr Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Undirbúningur að flutningi Obama fjölskyldunnar er í fullum gangi og hafa íbúar Kalorama-hverfisins verið boðaðir á fund með bandarísku leyniþjónustunni en hún mun gæta öryggis hans og fjölskyldu hans eftir að hann lætur af embætti.Geir H. Haarde og kona hans Inga Jóna Þórðardóttir hafa, enn sem komið er, ekki verið boðuð á fund leyniþjónustunnar. Erlingur Erlingsson, sendiráðunautur íslenska sendiráðsins í Washington, segist litlar fregnir hafa fengið af flutningi Obama-fjölskyldunnar. „Eina sem liggur fyrir er að allt eftirlit mun aukast í hverfinu sem verður aðeins til þess að auka öryggi íbúanna,“ segir Erlingur. Kalorama-hverfið í Washington er eitt dýrasta hverfi borgarinnar en þar er að finna heimili margra sendiherra. Í næsta húsi við Geir og Ingu Jónu er sendiráðsbústaður Sýrlands. Húsnæðið hefur hins vegar staðið autt í nokkur ár vegna þess að ekki er lengur stjórnmálasamband milli Sýrlands og Bandaríkjanna.Geir Haarde.Framtíðarleigusali forsetafjölskyldunnar er Joe Lockhart, en hann starfaði sem upplýsingafulltrúi Hvíta hússins í forsetatíð Bills Clinton. Húsið sem er um 760 fermetrar var byggt árið 1928 og er útbúið átta baðherbergjum og níu svefnherbergjum. Íslenski sendiráðsbústaðurinn er örlítið minni en framtíðarheimili Obama-fjölskyldunnar en Geir og Inga Jóna hafa það fram yfir Obama og Michelle að sundlaug fylgir sendiráðsbústaðnum. Barack Obama verður sjötti forseti Bandaríkjanna til þess að búa í hverfinu en hann hyggst búa þar ásamt fjölskyldu sinni þar til Sasha, yngri dóttir hans, lýkur gagnfræðaskóla.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Barack Obama og fjölskylda munu yfirgefa Hvíta húsið í byrjun næsta árs og flytja inn í Kalorama-hverfið í Washington. Í þar næsta húsi frá fyrirhuguðu heimili Obama-fjölskyldunnar býr Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Undirbúningur að flutningi Obama fjölskyldunnar er í fullum gangi og hafa íbúar Kalorama-hverfisins verið boðaðir á fund með bandarísku leyniþjónustunni en hún mun gæta öryggis hans og fjölskyldu hans eftir að hann lætur af embætti.Geir H. Haarde og kona hans Inga Jóna Þórðardóttir hafa, enn sem komið er, ekki verið boðuð á fund leyniþjónustunnar. Erlingur Erlingsson, sendiráðunautur íslenska sendiráðsins í Washington, segist litlar fregnir hafa fengið af flutningi Obama-fjölskyldunnar. „Eina sem liggur fyrir er að allt eftirlit mun aukast í hverfinu sem verður aðeins til þess að auka öryggi íbúanna,“ segir Erlingur. Kalorama-hverfið í Washington er eitt dýrasta hverfi borgarinnar en þar er að finna heimili margra sendiherra. Í næsta húsi við Geir og Ingu Jónu er sendiráðsbústaður Sýrlands. Húsnæðið hefur hins vegar staðið autt í nokkur ár vegna þess að ekki er lengur stjórnmálasamband milli Sýrlands og Bandaríkjanna.Geir Haarde.Framtíðarleigusali forsetafjölskyldunnar er Joe Lockhart, en hann starfaði sem upplýsingafulltrúi Hvíta hússins í forsetatíð Bills Clinton. Húsið sem er um 760 fermetrar var byggt árið 1928 og er útbúið átta baðherbergjum og níu svefnherbergjum. Íslenski sendiráðsbústaðurinn er örlítið minni en framtíðarheimili Obama-fjölskyldunnar en Geir og Inga Jóna hafa það fram yfir Obama og Michelle að sundlaug fylgir sendiráðsbústaðnum. Barack Obama verður sjötti forseti Bandaríkjanna til þess að búa í hverfinu en hann hyggst búa þar ásamt fjölskyldu sinni þar til Sasha, yngri dóttir hans, lýkur gagnfræðaskóla.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira