Styttist í að Geir Haarde og Obama verði nágrannar í Washington DC Þorgeir Helgason skrifar 10. nóvember 2016 08:00 Stutt er á milli húsa Geirs og Obama. Barack Obama og fjölskylda munu yfirgefa Hvíta húsið í byrjun næsta árs og flytja inn í Kalorama-hverfið í Washington. Í þar næsta húsi frá fyrirhuguðu heimili Obama-fjölskyldunnar býr Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Undirbúningur að flutningi Obama fjölskyldunnar er í fullum gangi og hafa íbúar Kalorama-hverfisins verið boðaðir á fund með bandarísku leyniþjónustunni en hún mun gæta öryggis hans og fjölskyldu hans eftir að hann lætur af embætti.Geir H. Haarde og kona hans Inga Jóna Þórðardóttir hafa, enn sem komið er, ekki verið boðuð á fund leyniþjónustunnar. Erlingur Erlingsson, sendiráðunautur íslenska sendiráðsins í Washington, segist litlar fregnir hafa fengið af flutningi Obama-fjölskyldunnar. „Eina sem liggur fyrir er að allt eftirlit mun aukast í hverfinu sem verður aðeins til þess að auka öryggi íbúanna,“ segir Erlingur. Kalorama-hverfið í Washington er eitt dýrasta hverfi borgarinnar en þar er að finna heimili margra sendiherra. Í næsta húsi við Geir og Ingu Jónu er sendiráðsbústaður Sýrlands. Húsnæðið hefur hins vegar staðið autt í nokkur ár vegna þess að ekki er lengur stjórnmálasamband milli Sýrlands og Bandaríkjanna.Geir Haarde.Framtíðarleigusali forsetafjölskyldunnar er Joe Lockhart, en hann starfaði sem upplýsingafulltrúi Hvíta hússins í forsetatíð Bills Clinton. Húsið sem er um 760 fermetrar var byggt árið 1928 og er útbúið átta baðherbergjum og níu svefnherbergjum. Íslenski sendiráðsbústaðurinn er örlítið minni en framtíðarheimili Obama-fjölskyldunnar en Geir og Inga Jóna hafa það fram yfir Obama og Michelle að sundlaug fylgir sendiráðsbústaðnum. Barack Obama verður sjötti forseti Bandaríkjanna til þess að búa í hverfinu en hann hyggst búa þar ásamt fjölskyldu sinni þar til Sasha, yngri dóttir hans, lýkur gagnfræðaskóla.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Barack Obama og fjölskylda munu yfirgefa Hvíta húsið í byrjun næsta árs og flytja inn í Kalorama-hverfið í Washington. Í þar næsta húsi frá fyrirhuguðu heimili Obama-fjölskyldunnar býr Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Undirbúningur að flutningi Obama fjölskyldunnar er í fullum gangi og hafa íbúar Kalorama-hverfisins verið boðaðir á fund með bandarísku leyniþjónustunni en hún mun gæta öryggis hans og fjölskyldu hans eftir að hann lætur af embætti.Geir H. Haarde og kona hans Inga Jóna Þórðardóttir hafa, enn sem komið er, ekki verið boðuð á fund leyniþjónustunnar. Erlingur Erlingsson, sendiráðunautur íslenska sendiráðsins í Washington, segist litlar fregnir hafa fengið af flutningi Obama-fjölskyldunnar. „Eina sem liggur fyrir er að allt eftirlit mun aukast í hverfinu sem verður aðeins til þess að auka öryggi íbúanna,“ segir Erlingur. Kalorama-hverfið í Washington er eitt dýrasta hverfi borgarinnar en þar er að finna heimili margra sendiherra. Í næsta húsi við Geir og Ingu Jónu er sendiráðsbústaður Sýrlands. Húsnæðið hefur hins vegar staðið autt í nokkur ár vegna þess að ekki er lengur stjórnmálasamband milli Sýrlands og Bandaríkjanna.Geir Haarde.Framtíðarleigusali forsetafjölskyldunnar er Joe Lockhart, en hann starfaði sem upplýsingafulltrúi Hvíta hússins í forsetatíð Bills Clinton. Húsið sem er um 760 fermetrar var byggt árið 1928 og er útbúið átta baðherbergjum og níu svefnherbergjum. Íslenski sendiráðsbústaðurinn er örlítið minni en framtíðarheimili Obama-fjölskyldunnar en Geir og Inga Jóna hafa það fram yfir Obama og Michelle að sundlaug fylgir sendiráðsbústaðnum. Barack Obama verður sjötti forseti Bandaríkjanna til þess að búa í hverfinu en hann hyggst búa þar ásamt fjölskyldu sinni þar til Sasha, yngri dóttir hans, lýkur gagnfræðaskóla.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira