Styrking krónu ógnar langtímahagsmunum Hafliði Helgason skrifar 7. desember 2016 11:00 Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, hefur áhyggjur af því að hröð styrking krónunnar skemmi tækifæri til uppbyggingar til lengri tíma í greinum sem skapa hálaunastörf. Vísir/Anton Brink Ástæða er til að hafa verulegar áhyggjur af því að styrking krónunnar valdi því að þekkingarfyrirtæki sem skapa hálaunastörf til lengri tíma flytjist úr landi. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir þessa þróun varasama fyrir hag þjóðarbúsins til lengri tíma. „Þær greinar sem geta síst brugðist við hraðri styrkingu eru fyrstar til að leita annarra leiða. Það er því hætta á því að ef verið er að búa til nýtt starf eða setja upp nýja þróunareiningu verði það gert erlendis.“ Almar segir þetta eiga við um greinar sem byggja á þekkingu og menntun og borga hærri laun. „Þetta geta verið fyrirtæki á sviði lækningatækja, hugbúnaðarfyrirtæki og verkfræðistofur. Þetta er miklu fjölbreyttari flóra fyrirtækja en fólk gerir sér almennt grein fyrir.“ Hann segir þetta greinar sem byggi á mannauði og þekkingu og séu mikilvægar í bland við fyrirtæki sem séu með aðra samsetningu vinnuafls. „Við þurfum hvort tveggja og nú erum við á skeiði þar sem er hætta á að við töpum ávinningi af tæplega áratugar uppbyggingu í slíkum iðnaði úr landinu,“ segir Almar. Almar segir að í ljósi þessarar styrkingar sé áhugvert að sjá að íslenskir langtímafjárfestar haldi að sér höndum með erlendar fjárfestingar. „Það hafa myndast góð skilyrði fyrir þá sem þurfa að dreifa áhættu sinni erlendis, en þau tækifæri hafa ekki verið nægjanlega nýtt. Það finnst okkur miður, því það myndi styðja við það að við höfum hér farsælla umhverfi til langtímauppbyggingar margs konar útflutningsgreina sem við þurfum til lengri tíma horft. Ferðaþjónustan hefur að undanförnu skapað vaxandi gjaldeyristekjur og staða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum hefur aldrei verið sterkari. Almar segir að við þessar aðstæður þurfi að grípa til einhverra aðgerða. „Við fögnum því auðvitað að ferðaþjónusta byggist upp sem sterk atvinnugrein. Ef krónan heldur áfram að styrkjast eins og verið hefur, þá er það alvarlegt mál.“ Hann bendir á að ástæður séu til að hafa áhyggjur af því að of hröð styrking muni á endanum bitna á ferðaþjónustunni sjálfri. Hann leggur áherslu á þrennt sem þurfi að nýta nú til að vinna á móti þróuninni. „Við teljum að Seðlabankinn þurfi að lækka vexti og minnka vaxtamun milli okkar og annarra. Bankinn þarf einnig að vera virkur á markaði og kaupa gjaldeyri til að viðhalda jafnvægi. Í þriðja lagi þurfa lífeyrissjóðir að nýta þessa sterku stöðu til að nýta þær heimildir sem þeir hafa til erlendra fjárfestinga.“ Hann bætir því við að honum finnist vel koma til greina við þessar kringumstæður að sjóðunum sé sett gólf fremur en þak eins og verið hefur. „Það þarf að myndast útflæði á móti innflæðinu.“ Almar segir að afnám hafta við þessar kringumstæður sé skynsamlegt með þeim fyrirvara að varúðar sé gætt varðandi innstreymi vegna vaxtamunar. „Staðan núna er sú að það virðist vera óhætt að stíga stærri skref.“ Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Ástæða er til að hafa verulegar áhyggjur af því að styrking krónunnar valdi því að þekkingarfyrirtæki sem skapa hálaunastörf til lengri tíma flytjist úr landi. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir þessa þróun varasama fyrir hag þjóðarbúsins til lengri tíma. „Þær greinar sem geta síst brugðist við hraðri styrkingu eru fyrstar til að leita annarra leiða. Það er því hætta á því að ef verið er að búa til nýtt starf eða setja upp nýja þróunareiningu verði það gert erlendis.“ Almar segir þetta eiga við um greinar sem byggja á þekkingu og menntun og borga hærri laun. „Þetta geta verið fyrirtæki á sviði lækningatækja, hugbúnaðarfyrirtæki og verkfræðistofur. Þetta er miklu fjölbreyttari flóra fyrirtækja en fólk gerir sér almennt grein fyrir.“ Hann segir þetta greinar sem byggi á mannauði og þekkingu og séu mikilvægar í bland við fyrirtæki sem séu með aðra samsetningu vinnuafls. „Við þurfum hvort tveggja og nú erum við á skeiði þar sem er hætta á að við töpum ávinningi af tæplega áratugar uppbyggingu í slíkum iðnaði úr landinu,“ segir Almar. Almar segir að í ljósi þessarar styrkingar sé áhugvert að sjá að íslenskir langtímafjárfestar haldi að sér höndum með erlendar fjárfestingar. „Það hafa myndast góð skilyrði fyrir þá sem þurfa að dreifa áhættu sinni erlendis, en þau tækifæri hafa ekki verið nægjanlega nýtt. Það finnst okkur miður, því það myndi styðja við það að við höfum hér farsælla umhverfi til langtímauppbyggingar margs konar útflutningsgreina sem við þurfum til lengri tíma horft. Ferðaþjónustan hefur að undanförnu skapað vaxandi gjaldeyristekjur og staða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum hefur aldrei verið sterkari. Almar segir að við þessar aðstæður þurfi að grípa til einhverra aðgerða. „Við fögnum því auðvitað að ferðaþjónusta byggist upp sem sterk atvinnugrein. Ef krónan heldur áfram að styrkjast eins og verið hefur, þá er það alvarlegt mál.“ Hann bendir á að ástæður séu til að hafa áhyggjur af því að of hröð styrking muni á endanum bitna á ferðaþjónustunni sjálfri. Hann leggur áherslu á þrennt sem þurfi að nýta nú til að vinna á móti þróuninni. „Við teljum að Seðlabankinn þurfi að lækka vexti og minnka vaxtamun milli okkar og annarra. Bankinn þarf einnig að vera virkur á markaði og kaupa gjaldeyri til að viðhalda jafnvægi. Í þriðja lagi þurfa lífeyrissjóðir að nýta þessa sterku stöðu til að nýta þær heimildir sem þeir hafa til erlendra fjárfestinga.“ Hann bætir því við að honum finnist vel koma til greina við þessar kringumstæður að sjóðunum sé sett gólf fremur en þak eins og verið hefur. „Það þarf að myndast útflæði á móti innflæðinu.“ Almar segir að afnám hafta við þessar kringumstæður sé skynsamlegt með þeim fyrirvara að varúðar sé gætt varðandi innstreymi vegna vaxtamunar. „Staðan núna er sú að það virðist vera óhætt að stíga stærri skref.“
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira