Styðjum dýrin í kosningunum um stjórnarskrá Linda Pétursdóttir skrifar 21. september 2012 06:00 Frá því að ég var lítið barn hef ég verið hugfangin af dýrum. Mest allt líf mitt hafa fylgt mér hundar, einn eða fleiri. Vernd dýra hefur alltaf skipt mig miklu máli. Undanfarin ár hefur sá áhugi aukist. Ég hef tekið þátt í umræðum um mikilvægi þess að við bætum aðbúnað dýra, sérstaklega í verksmiðjuframleiðslu þar sem álag á þeim er mikið. Mörg okkar, sem höfum lagt eitthvað á vogarskálarnar í þessum efnum, hafa uppskorið lítið, því miður, en munum að dropinn holar steininn. Enn þá þurfa alltof margar dýrategundir að upplifa ævi, sem er langt frá því að geta talist eðlileg. Þar má nefna svín, loðdýr og hænsni. Þá þurfa mörg gæludýr að þola þjáningar vegna þess að opinbert eftirlit með þeim er ófullnægjandi. Dýr í verksmiðjum þurfa að þola þröngar og ómannsæmandi aðstæður á eldistíma sínum, svipt öllu því, sem maðurinn veit að þau þurfa til að vera ánægð og líða vel. Og jafnvel þó að kveðið sé á um það í gildandi dýraverndarlögum að skylt sé að fara vel með öll dýr hefur óviðunandi ástand skapast með aðbúnaði sem ég er viss um að enginn neytandi myndi samþykkja ef hann vissi um raunverulegar aðstæður dýranna. Á því hafa fjölmargir vakið athygli, þ. á m. ég. Ég er sannfærð um að í hjarta sínu vilja allir, þú þ. á m., vita af því að öllum dýrum í umsjá manna líði vel og að þau búi við gott atlæti. Núna getur þú loksins haft áhrif á það. Stjórnlagaráð 2011 hefur sett lagareglu um dýravernd inn í frumvarp að nýrri stjórnarskrá og fagna ég því innilega. Ef það verður samþykkt af Alþingi, sem ég vona, þá verður Ísland eitt af fáum löndum í heiminum til að verja rétt dýra til sómasamlegs lífs í stjórnarskrá. Af því getum við öll verið mjög stolt og við eigum ekki að hika við að senda þau skilaboð til alþingismanna og samtímis út um allan heim að Íslendingar vilji með þessum hætti líka vera í fararbroddi í dýravernd. Á okkur er hlustað og eftir okkur er tekið. Í smæð okkar virkum við stundum sem risi. Það hef ég margoft upplifað. Kæru dýravinir. Leggjum okkar af mörkum 20. október, förum á kjörstað og styðjum nýtt frumvarp að stjórnlögum og þar með dýraverndarregluna. Hún hljóðar svo og er númer 36: „Með lögum skal kveðið á um vernd dýra gegn illri meðferð og dýrategunda í útrýmingarhættu.“ Stjórnarskráin er okkar æðstu lög. Svona tækifæri til að hafa áhrif á velferð dýranna höfum við aldrei fengið áður. Nýtum það! Í mínum huga eru allir virkir dýravinir afreksmenn og ég er viss um að dýrin hugsa það sama. Með því að veita dýraverndarákvæðinu brautargengi ertu í raun að sýna að þú ert virkur dýraverndari. Íslendingar eru löngu búnir að tryggja sér mannréttindi í stjórnarskrá. Það er mín skoðun og margra fleiri að dýrin eigi ekki síður skilið að þeim sé gert hátt undir höfði í stjórnarskrá og þannig reynt að stuðla að betri lífsgæðum þeim til handa. Mætum á kjörstað 20. október – dýranna vegna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Frá því að ég var lítið barn hef ég verið hugfangin af dýrum. Mest allt líf mitt hafa fylgt mér hundar, einn eða fleiri. Vernd dýra hefur alltaf skipt mig miklu máli. Undanfarin ár hefur sá áhugi aukist. Ég hef tekið þátt í umræðum um mikilvægi þess að við bætum aðbúnað dýra, sérstaklega í verksmiðjuframleiðslu þar sem álag á þeim er mikið. Mörg okkar, sem höfum lagt eitthvað á vogarskálarnar í þessum efnum, hafa uppskorið lítið, því miður, en munum að dropinn holar steininn. Enn þá þurfa alltof margar dýrategundir að upplifa ævi, sem er langt frá því að geta talist eðlileg. Þar má nefna svín, loðdýr og hænsni. Þá þurfa mörg gæludýr að þola þjáningar vegna þess að opinbert eftirlit með þeim er ófullnægjandi. Dýr í verksmiðjum þurfa að þola þröngar og ómannsæmandi aðstæður á eldistíma sínum, svipt öllu því, sem maðurinn veit að þau þurfa til að vera ánægð og líða vel. Og jafnvel þó að kveðið sé á um það í gildandi dýraverndarlögum að skylt sé að fara vel með öll dýr hefur óviðunandi ástand skapast með aðbúnaði sem ég er viss um að enginn neytandi myndi samþykkja ef hann vissi um raunverulegar aðstæður dýranna. Á því hafa fjölmargir vakið athygli, þ. á m. ég. Ég er sannfærð um að í hjarta sínu vilja allir, þú þ. á m., vita af því að öllum dýrum í umsjá manna líði vel og að þau búi við gott atlæti. Núna getur þú loksins haft áhrif á það. Stjórnlagaráð 2011 hefur sett lagareglu um dýravernd inn í frumvarp að nýrri stjórnarskrá og fagna ég því innilega. Ef það verður samþykkt af Alþingi, sem ég vona, þá verður Ísland eitt af fáum löndum í heiminum til að verja rétt dýra til sómasamlegs lífs í stjórnarskrá. Af því getum við öll verið mjög stolt og við eigum ekki að hika við að senda þau skilaboð til alþingismanna og samtímis út um allan heim að Íslendingar vilji með þessum hætti líka vera í fararbroddi í dýravernd. Á okkur er hlustað og eftir okkur er tekið. Í smæð okkar virkum við stundum sem risi. Það hef ég margoft upplifað. Kæru dýravinir. Leggjum okkar af mörkum 20. október, förum á kjörstað og styðjum nýtt frumvarp að stjórnlögum og þar með dýraverndarregluna. Hún hljóðar svo og er númer 36: „Með lögum skal kveðið á um vernd dýra gegn illri meðferð og dýrategunda í útrýmingarhættu.“ Stjórnarskráin er okkar æðstu lög. Svona tækifæri til að hafa áhrif á velferð dýranna höfum við aldrei fengið áður. Nýtum það! Í mínum huga eru allir virkir dýravinir afreksmenn og ég er viss um að dýrin hugsa það sama. Með því að veita dýraverndarákvæðinu brautargengi ertu í raun að sýna að þú ert virkur dýraverndari. Íslendingar eru löngu búnir að tryggja sér mannréttindi í stjórnarskrá. Það er mín skoðun og margra fleiri að dýrin eigi ekki síður skilið að þeim sé gert hátt undir höfði í stjórnarskrá og þannig reynt að stuðla að betri lífsgæðum þeim til handa. Mætum á kjörstað 20. október – dýranna vegna.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun