Enski boltinn

Sturridge spilar ekki fyrir jól

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daniel Sturridge.
Daniel Sturridge. Vísir/Getty
Daniel Sturridge, framherji Liverpool og enska landsliðsins, verður frá í sex vikur til viðbótar en hann meiddist aftan í læri á æfingu Liverpool í gær.

Þetta kom í ljós eftir myndastöku í dag en þar kom líka í ljós að þessi meiðsli eru af öðrum toga en þau sem hann varð fyrir aftan í læri á æfingu enska landsliðsins í september. Daniel Sturridge spilar því ekki með Liverpool fyrr en í fyrsta lagi eftir jól.

Sturridge sem er 25 ára skoraði 25 mörk fyrir Liverpool og átti að vera allt í öllu í sóknarleik liðsins eftir að Luis Suarez var seldur.

Hann hefur hinsvegar aðeins náð þremur leikjum á tímabilinu og spilaði síðast með Liverpool í lok ágúst í 3-0 sigri á Tottenham á White Hart Lane.

Framherjarnir Mario Balotelli, Fabio Borini og Rickie Lambert hafa ekki skorað mikið af mörkum og Liverpool hefur aðeins unnið 4 af 14 leikjum án Daniel Sturridge.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×