

Stuðningur við íslenska hönnun
Hönnun hefur um langa hríð átt undir högg að sækja þegar kemur að stuðningi hins opinbera. Helgast það annars vegar af því að hönnun er afskaplega víðfeðmt hugtak, þar sem hönnuðir vinna sjálfstætt að mjög fjölbreyttum verkefnum, hins vegar af því að stjórnvöld hafa tilhneigingu til að styðja það sem þekkt er og hefur verið gert áður. Því hefur stuðningur við skapandi greinar aðallega snúið að bókmenntum, leiklist, kvikmyndagerð og tónlist. Hönnuðir hafa einnig verið svo uppteknir af sköpun sinni að þeir hafa ekki náð að bindast sterkum samtökum til að berjast fyrir hagsmunum sínum.
Hagsmunum hönnuða og hönnunar hafði því ekki verið haldið mjög á lofti þegar Hönnunarmiðstöð Íslands var stofnuð árið 2008. Að Hönnunarmiðstöðinni standa níu fagfélög hönnuða og arkitekta og er hún að hluta til rekin með stuðningi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og mennta- og menningarmálaráðuneytis.
Aukinn áhugi
Frá stofnun Hönnunarmiðstöðvar Íslands hefur vegur hönnunar vaxið mikið og áhugi almennings á hinni fjölbreyttu flóru íslenskrar hönnunar aukist til muna. Sá aukni áhugi sést kannski best á því að samkvæmt könnun Capacent að loknum HönnunarMars 2012 tóku um 30.000 manns þátt í hátíðinni og um 85% landsmanna þekktu til hennar.
Ýmislegt í umhverfi hönnuða hefur breyst til batnaðar frá stofnun miðstöðvarinnar. Má þar t.d. nefna að undir starfslaunum listamanna er nú sérstakur sjóður starfslauna hönnuða. Sá sjóður er langminnsti sjóðurinn, veitir fimmtíu mánaðarlaun á ári, en sá sjóður innan listamannalauna sem veitir næstfæst laun veitir 180 mánaðarlaun. Fimmtíu mánaðarlaun gera kannski ekki mikið fyrir hönnunarsamfélagið, en þetta er viðleitni og þau gefa nokkrum hönnuðum og arkitektum tækifæri til að vinna óskipt að sköpun sinni í nokkra mánuði á ári. Í framtíðinni hlýtur launasjóður hönnuða að stækka enda ætti það að vera keppikefli stjórnvalda að styðja við bakið á þeirri virðisaukandi starfsemi sem frumsköpun á sviði hönnunar er.
Annað gleðiefni fyrir skapandi fólk er stofnun nýs hönnunarsjóðs í fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar. Í þennan nýja sjóð á að setja 45 milljónir króna. Enn á eftir að setja sjóðnum reglur, en hann mun styrkja ákveðin verkefni og verða þannig sá bakhjarl sem oft þarf til að ýta góðum hlutum áfram. Þessi nýi sjóður verður án efa mikil lyftistöng fyrir íslenskt hönnunarsamfélag, þegar fleiri hönnuðir fá tækifæri til að vinna verkum sínum brautargengi. Hann ætti því að efla anda íslenskra hönnuða og hleypa þeim kapp í kinn.
Íhaldssemi
En þrátt fyrir að það sé stórt skref að fá loksins verkefnasjóð á sviði hönnunar þá verður maður samt óneitanlega nokkuð sorgmæddur yfir að sjá íhaldssemina sem lýsir sér í úthlutun þeirra 250 milljóna sem ákveðið hefur verið að veita aukalega til skapandi greina. Helmingur fjárins verður settur í sjóði sem áður var búið að úthluta 205 milljónum. Framlög til eldri sjóða á sviði bókmennta, leiklistar og tónlistar hækka sem sagt úr 205 í 330 milljónir en nýir sjóðir á sviði hönnunar, myndlistar, handverks og tónlistar fá samtals 125 milljónir.
Aukin fjölbreytni á vörum til útflutnings er að mati sérfræðinga Alþjóða gjaldeyrissjóðsins forsenda aukinna útflutningstekna. Auknar útflutningstekjur eru að sama skapi forsenda þess að Ísland losi um skuldastöðu sína. Stuðningur stjórnvalda við hönnun er því ekki fjáraustur í eitthvert svarthol heldur fjárfesting sem skilar sér til baka í beinhörðum peningum, auk þess að bæta umhverfi og menningarlíf okkar allra.
Fjárfestum í hönnun.
Skoðun

Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi?
Björn Ólafsson skrifar

Hægri sósíalismi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki!
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá
Viðar Hreinsson skrifar

Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu
Helen Ólafsdóttir skrifar

Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir
Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þingmenn auðvaldsins
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum
Elliði Vignisson skrifar

Verðugur bandamaður?
Steinar Harðarson skrifar

Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst?
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Rán um hábjartan dag
Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar

Af hverju er verðbólga ennþá svona há?
Ólafur Margeirsson skrifar

Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu
Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Uppbygging hjúkrunarheimila
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Með skynsemina að vopni
Anton Guðmundsson skrifar

Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna?
Grímur Atlason skrifar

Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar
Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar

80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish
Jón Kaldal skrifar

Malað dag eftir dag eftir dag
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Að velja friðinn fram yfir réttlætið
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar?
Guðrún Högnadóttir skrifar

Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna
Jóhanna Jakobsdóttir skrifar

Heilbrigðisþjónusta á krossgötum?
Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út
Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar

Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur
Rúnar Sigurjónsson skrifar

Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland?
Stefán Jón Hafstein skrifar