Ströng skilyrði fyrir leyfi á gosstöðvarnar Svavar Hávarðsson skrifar 11. október 2014 07:00 Vísindamönnum og fjölmiðlum hefur nær eingöngu verið hleypt að gosstöðvunum. Mynd/Magnús Tumi Guðmundsson „Við þekkjum aðeins fá dæmi þess að menn hafi farið inn á gossvæðið án þess að uppfylla skilyrði almannavarna á hverjum tíma, en þau mál sæta nú rannsókn. Um er að ræða 3 til 4 mál,“ svarar Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík, spurningunni um umferð fólks að gosstöðvunum í Holuhrauni. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum lenti þyrluflugmaður fyrirtækisins Reykjavík Helicopters með tískudrottninguna Goga Ashkenazi, og föruneyti hennar, aðeins spölkorn frá nýja hrauninu, og flugmaðurinn virti því ekki lokanir við gosstöðvarnar. Er það mat almannavarna að fólkið hafi sett sig í stórhættu. Í kjölfar atviksins hefur því verið velt upp hverjir fá leyfi almannavarna til að koma á svæðið. Í samantekt, sem sýslumaðurinn á Húsavík vann fyrir Fréttablaðið, kemur fram að Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lét framleiða sérstök aðgangskort að lokuðum svæðum fyrir fjölmiðla á meðan eldgosið í Eyjafjallajökli stóð yfir vorið 2010. Þessi kort hafa ekki enn verið felld úr gildi. Alls hafa verið gefin út 232 aðgangskort fyrir fjölmiðla frá árinu 2010, þar af fékk Ríkisútvarpið rúmlega 100 kort vegna sérstaks hlutverks stofnunarinnar í almannavarnarástandi. Útgáfu þessara korta var hætt 11. september og þess í stað gefin út tímabundin leyfi, stimpluð og undirrituð af fulltrúa ríkislögreglustjóra. Frá þeim degi hafa verið gefin út 40 tímabundin leyfi til fjölmiðla. Þeir einstaklingar sem nefndir eru í þessum leyfum; fjölmiðlamenn, bílstjórar, leiðsögumenn og þyrluflugmenn, eru alls 125. Þau hafa fengið 72 Íslendingar og 53 erlendir ríkisborgarar. Spurður um regluverkið við útgáfu leyfanna segir Svavar að tímabundin leyfi til fjölmiðla séu eingöngu gefin út ef fyrir liggur beiðni frá fjölmiðlafyrirtæki sem lýsir því yfir að það taki ábyrgð á sínu fólki. Eins að þau framleiðslufyrirtæki eða sjálfstætt starfandi einstaklingar sem fengið hafa tímabundin leyfi hafi einnig verið krafin um staðfestingu á því að verið sé að framleiða fjölmiðlaefni fyrir tilgreint fjölmiðlafyrirtæki. Ríkislögreglustjóri vinnur nú að endurskoðun þeirra reglna sem í gildi eru varðandi aðgang að gosstöðvunum. Aðspurður segir Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík, að reglurnar séu í endurskoðun í ljósi þeirrar reynslu sem orðin er til þessa, en jafnframt með tilliti til breyttra aðstæðna við vetrarkomu. Gert er ráð fyrir að hugsanlegar breytingar verði kynntar í næstu viku. Bárðarbunga Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira
„Við þekkjum aðeins fá dæmi þess að menn hafi farið inn á gossvæðið án þess að uppfylla skilyrði almannavarna á hverjum tíma, en þau mál sæta nú rannsókn. Um er að ræða 3 til 4 mál,“ svarar Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík, spurningunni um umferð fólks að gosstöðvunum í Holuhrauni. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum lenti þyrluflugmaður fyrirtækisins Reykjavík Helicopters með tískudrottninguna Goga Ashkenazi, og föruneyti hennar, aðeins spölkorn frá nýja hrauninu, og flugmaðurinn virti því ekki lokanir við gosstöðvarnar. Er það mat almannavarna að fólkið hafi sett sig í stórhættu. Í kjölfar atviksins hefur því verið velt upp hverjir fá leyfi almannavarna til að koma á svæðið. Í samantekt, sem sýslumaðurinn á Húsavík vann fyrir Fréttablaðið, kemur fram að Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lét framleiða sérstök aðgangskort að lokuðum svæðum fyrir fjölmiðla á meðan eldgosið í Eyjafjallajökli stóð yfir vorið 2010. Þessi kort hafa ekki enn verið felld úr gildi. Alls hafa verið gefin út 232 aðgangskort fyrir fjölmiðla frá árinu 2010, þar af fékk Ríkisútvarpið rúmlega 100 kort vegna sérstaks hlutverks stofnunarinnar í almannavarnarástandi. Útgáfu þessara korta var hætt 11. september og þess í stað gefin út tímabundin leyfi, stimpluð og undirrituð af fulltrúa ríkislögreglustjóra. Frá þeim degi hafa verið gefin út 40 tímabundin leyfi til fjölmiðla. Þeir einstaklingar sem nefndir eru í þessum leyfum; fjölmiðlamenn, bílstjórar, leiðsögumenn og þyrluflugmenn, eru alls 125. Þau hafa fengið 72 Íslendingar og 53 erlendir ríkisborgarar. Spurður um regluverkið við útgáfu leyfanna segir Svavar að tímabundin leyfi til fjölmiðla séu eingöngu gefin út ef fyrir liggur beiðni frá fjölmiðlafyrirtæki sem lýsir því yfir að það taki ábyrgð á sínu fólki. Eins að þau framleiðslufyrirtæki eða sjálfstætt starfandi einstaklingar sem fengið hafa tímabundin leyfi hafi einnig verið krafin um staðfestingu á því að verið sé að framleiða fjölmiðlaefni fyrir tilgreint fjölmiðlafyrirtæki. Ríkislögreglustjóri vinnur nú að endurskoðun þeirra reglna sem í gildi eru varðandi aðgang að gosstöðvunum. Aðspurður segir Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík, að reglurnar séu í endurskoðun í ljósi þeirrar reynslu sem orðin er til þessa, en jafnframt með tilliti til breyttra aðstæðna við vetrarkomu. Gert er ráð fyrir að hugsanlegar breytingar verði kynntar í næstu viku.
Bárðarbunga Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira