Strokufangarnir á Kvíabryggju ekki hættulegir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júlí 2015 09:36 Frá Kvíabryggju. Vísir/Pjetur Tveir fangar á Kvíabryggju, hvor sínum megin við tvítugt, struku af Kvíabryggju í gærkvöldi. Lögreglumönnum á landinu hefur verið gert viðvart en fangarnir eru ekki taldir hættulegir að sögn Páls Winkel, fangelsismálastjóra. Upp komst um flótta ungu mannanna í gærkvöldi þegar þeir skiluðu sér ekki í klefa sína á tilsettum tíma. Í kjölfarið hófst leit að mönnunum en Páll Winkel segir málið þess eðlis að ekki verði lýst eftir þeim með nöfnum og myndum að svo stöddu.Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/GVA„Við teljum þá ekki hættulega nema helst sjálfum sér,“ segir Páll í samtali við Vísi. DV greindi fyrst frá flótta mannanna í morgun en Páll segir tilvik sem þessi mjög óalgeng á Kvíabryggju. „Það líða áratugir á milli þess sem svona gerist,“ segir Páll. Leit lögreglu að mönnunum tveimur stendur yfir en fangelsismálastjóri ítrekar að mennirnir séu ekki hættulegir. Þeir sitji inni fyrir neyslu- og auðgunarbrot. „Væru um hættulega fanga að ræða, sem við hefðum áhyggjur af, væri ólíklegt að þeir væru í opnu fangelsi,“ segir Páll. Væri það tilfellið væri lögreglan búin að lýsa eftir þeim með nafni og mynd. Þá segir fangelsismálastjóri að uppátæki mannanna sé engu að síður tekið mjög alvarlega.Svona lítur klefi á Kvíabryggju út.Vísir/PjeturÁ vef fangelsismálastofnunar kemur fram að á Kvíabryggju séu 22 fangaklefar en auk þess viðtalsherbergi, góð setustofa, eldhús og borðstofa, bókasafn, góður æfingasalur og billiardaðstaða í kjallara. Fangelsið er staðsett á jörðinni Kvíabryggju, sem er um 35 hektarar að stærð. „Segja má að fangelsið sé opið að því leyti að þar eru hvorki rimlar fyrir gluggum né heldur er svæðið öðru vísi afgirt en venjuleg sveitabýli. Einkum er því reynt að vista þar menn, sem hafa lítinn sakaferil eða þá að ætla má að þeim sé treystandi til þess að afplána við slikar aðstæður. Skilyrði er að fangar sem vistast á Kvíabryggju séu vel vinnufærir og duglegir til verka.“ Við Fangelsið Kvíabryggju starfa samtals 8 starfsmenn. Það eru auk forstöðumanns 4 fangaverðir, sem ganga vaktir, 1 fangavörður við verkstjórn og 2 matráðar í eldhúsi. Fangi á rétt á útiveru og að iðka tómstundastörf, líkamsrækt og íþróttir í frítíma eftir því sem aðstæður í fangelsi leyfa í að minnsta kosti eina og hálfa klukkustund á dag nema það sé ósamrýmanlegt góðri reglu og öryggi í fangelsi. Föngum er leyfilegt að nýta frítíma sinn til útivistar meðan bjart er sumar sem vetur og fara um svæði jarðarinnar. Þeir hafa m.a. komið sér þar upp litlum golfvelli.Uppfært klukkan 11:07 Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var sagt að fanganna væri leitað. Formleg vettvangsleit er þó ekki hafin en lögreglumönnum á landinu hefur verið gert viðvart. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Tveir fangar á Kvíabryggju, hvor sínum megin við tvítugt, struku af Kvíabryggju í gærkvöldi. Lögreglumönnum á landinu hefur verið gert viðvart en fangarnir eru ekki taldir hættulegir að sögn Páls Winkel, fangelsismálastjóra. Upp komst um flótta ungu mannanna í gærkvöldi þegar þeir skiluðu sér ekki í klefa sína á tilsettum tíma. Í kjölfarið hófst leit að mönnunum en Páll Winkel segir málið þess eðlis að ekki verði lýst eftir þeim með nöfnum og myndum að svo stöddu.Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/GVA„Við teljum þá ekki hættulega nema helst sjálfum sér,“ segir Páll í samtali við Vísi. DV greindi fyrst frá flótta mannanna í morgun en Páll segir tilvik sem þessi mjög óalgeng á Kvíabryggju. „Það líða áratugir á milli þess sem svona gerist,“ segir Páll. Leit lögreglu að mönnunum tveimur stendur yfir en fangelsismálastjóri ítrekar að mennirnir séu ekki hættulegir. Þeir sitji inni fyrir neyslu- og auðgunarbrot. „Væru um hættulega fanga að ræða, sem við hefðum áhyggjur af, væri ólíklegt að þeir væru í opnu fangelsi,“ segir Páll. Væri það tilfellið væri lögreglan búin að lýsa eftir þeim með nafni og mynd. Þá segir fangelsismálastjóri að uppátæki mannanna sé engu að síður tekið mjög alvarlega.Svona lítur klefi á Kvíabryggju út.Vísir/PjeturÁ vef fangelsismálastofnunar kemur fram að á Kvíabryggju séu 22 fangaklefar en auk þess viðtalsherbergi, góð setustofa, eldhús og borðstofa, bókasafn, góður æfingasalur og billiardaðstaða í kjallara. Fangelsið er staðsett á jörðinni Kvíabryggju, sem er um 35 hektarar að stærð. „Segja má að fangelsið sé opið að því leyti að þar eru hvorki rimlar fyrir gluggum né heldur er svæðið öðru vísi afgirt en venjuleg sveitabýli. Einkum er því reynt að vista þar menn, sem hafa lítinn sakaferil eða þá að ætla má að þeim sé treystandi til þess að afplána við slikar aðstæður. Skilyrði er að fangar sem vistast á Kvíabryggju séu vel vinnufærir og duglegir til verka.“ Við Fangelsið Kvíabryggju starfa samtals 8 starfsmenn. Það eru auk forstöðumanns 4 fangaverðir, sem ganga vaktir, 1 fangavörður við verkstjórn og 2 matráðar í eldhúsi. Fangi á rétt á útiveru og að iðka tómstundastörf, líkamsrækt og íþróttir í frítíma eftir því sem aðstæður í fangelsi leyfa í að minnsta kosti eina og hálfa klukkustund á dag nema það sé ósamrýmanlegt góðri reglu og öryggi í fangelsi. Föngum er leyfilegt að nýta frítíma sinn til útivistar meðan bjart er sumar sem vetur og fara um svæði jarðarinnar. Þeir hafa m.a. komið sér þar upp litlum golfvelli.Uppfært klukkan 11:07 Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var sagt að fanganna væri leitað. Formleg vettvangsleit er þó ekki hafin en lögreglumönnum á landinu hefur verið gert viðvart.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira