Golf

Streb komst upp að hlið Walker

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Robert Streb lék einstaklega vel í dag.
Robert Streb lék einstaklega vel í dag. vísir/afp
Jimmy Walker og Richard Streb frá Bandaríkjunum eru efstir og jafnir eftir annan keppnisdaginn á PGA-Meistaramótinu í golfi.

Walker, sem var efstur eftir fyrsta keppnisdaginn, lék hringinn í dag á 66 höggum, eða á fjórum höggum undir pari.

Hann er samtals á níu höggum undir pari líkt og Streb sem kláraði hringinn í dag á 63 höggum, eða sjö höggum undir pari.

Argentínumaðurinn Emiliano Grillo og Ástralinn Jason Day, efsti maður heimslistans og sigurvegarinn á PGA-meistaramótinu í fyrra, koma næstir á sjö höggum undir pari.

Svíinn Henrik Stenson, sem vann Opna bandaríska meistaramótið á dögunum, er svo í 5. sæti á sex höggum undir pari.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×