Strandaglópar í myrkrinu - nær ekki í Icelandair 23. maí 2011 09:11 Askan hefur lokað fyrir lofthelgi Íslands. Hún opnar hinsvegar eftir hádegi. „Þetta er alveg ferlegt," segir Finnur Kristinsson, sem er strandaglópur í Bergen í Noregi en hann átti að fljúga heim til Íslands eftir hádegi í gær. Búið er að loka lofthelgi Íslands vegna eldgossins í Grímsvötnum. Finnur er hinsvegar afar óánægður með Icelandair sem virðist ekki sinna strandaglópunum í Noregi. „Við fengum númer hjá þjónustuveri sem hefur aldrei ansað," segir Finnur sem þurfti að eyða nóttina á flugvellinum í Bergen ásamt fjölmörgum öðrum strandaglópum. Það er ljóst að lofthelgin opnar í það minnsta ekki fyrir hádegi. Finnur gagnrýnir Icelandair harðlega og segist enga upplýsingar fá frá flugfélaginu um stöðu mála eða hvað skal gera. Hann, ásamt nokkrum öðrum strandaglópum, leita nú að hóteli til þess að gista á þar til það verður mögulegt að fljúga á ný. Finnur segir það strandaglóparnir hafi þurft að punga út 20 þúsund krónum bara fyrir það eitt að fara með flugrútunni til baka. Þá þarf að finna hótel. Finnur segist ekki vita hver muni bera kostnaðinn af því, en vonast til að flugfélagið muni gera það. „Það er ljóst að það bætist gríðarlegur kostnaður við ferðalagið út af þessu," segir Finnur sem er afar ósáttur við samskiptaleysi Icelandair við strandaglópana. Í tilkynningu frá Icelandair sem barst fyrir stundu, kemur fram að flug hefjast á ný síðdegis. Flug til Íslands frá Stokkhólmi, Osló, París, Frankfurt, Amsterdam, Helsinki, London, Kaupmannahöfn og Bergen/Stavanger seinkar og lendir hér á landi um klukkan 19.00 í kvöld. Eldgos og jarðhræringar Helstu fréttir Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Þetta er alveg ferlegt," segir Finnur Kristinsson, sem er strandaglópur í Bergen í Noregi en hann átti að fljúga heim til Íslands eftir hádegi í gær. Búið er að loka lofthelgi Íslands vegna eldgossins í Grímsvötnum. Finnur er hinsvegar afar óánægður með Icelandair sem virðist ekki sinna strandaglópunum í Noregi. „Við fengum númer hjá þjónustuveri sem hefur aldrei ansað," segir Finnur sem þurfti að eyða nóttina á flugvellinum í Bergen ásamt fjölmörgum öðrum strandaglópum. Það er ljóst að lofthelgin opnar í það minnsta ekki fyrir hádegi. Finnur gagnrýnir Icelandair harðlega og segist enga upplýsingar fá frá flugfélaginu um stöðu mála eða hvað skal gera. Hann, ásamt nokkrum öðrum strandaglópum, leita nú að hóteli til þess að gista á þar til það verður mögulegt að fljúga á ný. Finnur segir það strandaglóparnir hafi þurft að punga út 20 þúsund krónum bara fyrir það eitt að fara með flugrútunni til baka. Þá þarf að finna hótel. Finnur segist ekki vita hver muni bera kostnaðinn af því, en vonast til að flugfélagið muni gera það. „Það er ljóst að það bætist gríðarlegur kostnaður við ferðalagið út af þessu," segir Finnur sem er afar ósáttur við samskiptaleysi Icelandair við strandaglópana. Í tilkynningu frá Icelandair sem barst fyrir stundu, kemur fram að flug hefjast á ný síðdegis. Flug til Íslands frá Stokkhólmi, Osló, París, Frankfurt, Amsterdam, Helsinki, London, Kaupmannahöfn og Bergen/Stavanger seinkar og lendir hér á landi um klukkan 19.00 í kvöld.
Eldgos og jarðhræringar Helstu fréttir Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira