Innlent

Stormur á nánast öllum miðum við landið

Stormur er nánast á öllum miðum umhverfis landið og sára fá skip á sjó. Þau fáu, sem eru úti, eru stórir togarar og eru sumir þeirra í vari.

Um tíma var ótattast að lítill fiskibátur næði ekki landi í tæka tíð áður en óveður skylli á honum, en allt fór á besta veg. Áfram er spáð hvössu veðri bæði til sjós og lands.

Herjólfur fer ekki fyrri ferð sína frá Eyjum vegna óveðurs, en aðstæður verða kannaðar í hádeginu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×