ŢRIĐJUDAGUR 28. FEBRÚAR NÝJAST 12:00

Koeman: Rooney er velkominn til Everton

SPORT

Stórkostlegt hjólhestaspyrnumark hjá Höskuldi

 
Íslenski boltinn
21:45 11. MARS 2016
Henry Birgir Gunnarson skrifar

Nú stendur yfir leikur Breiðabliks og Víkings frá Ólafsvík í Lengjubikarnum.

Blikinn Höskuldur Gunnlaugsson skoraði gjörsamlega geggjað mark snemma í leiknum og kom Blikum yfir. Hjólhestaspyrna í slána og inn. Sturlað mark.

Leik liðanna lyktaði síðan með 2-2 jafntefli. Blikar leiddu 2-0 í hálfleik þökk sé markinu frá Höskuldi og svo marki frá Atla Sigurjónssyni.

Víkingarnir frá Ólafsvík gáfust ekki upp. Bitu í skjaldarrendur og mættu helgrimmir í seinni hálfleikinn.

Kenan Turudija minnkaði muninn strax í upphafi seinni hálfleiks og Hrvoje Tokiv jafnaði svo metin nokkrum mínútum síðar. Ekki meira var skorað og því skiptu liðin með sér stigunum.

Blikarnir komust upp að hlið Fylkis á toppi riðils 2 en Fylkir á leik inni. Víkingur er stigi þar á eftir.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Íslenski boltinn / Stórkostlegt hjólhestaspyrnumark hjá Höskuldi
Fara efst