Stórkostlegt hjólhestaspyrnumark hjá Höskuldi

 
Íslenski boltinn
21:45 11. MARS 2016
Henry Birgir Gunnarson skrifar

Nú stendur yfir leikur Breiðabliks og Víkings frá Ólafsvík í Lengjubikarnum.

Blikinn Höskuldur Gunnlaugsson skoraði gjörsamlega geggjað mark snemma í leiknum og kom Blikum yfir. Hjólhestaspyrna í slána og inn. Sturlað mark.

Leik liðanna lyktaði síðan með 2-2 jafntefli. Blikar leiddu 2-0 í hálfleik þökk sé markinu frá Höskuldi og svo marki frá Atla Sigurjónssyni.

Víkingarnir frá Ólafsvík gáfust ekki upp. Bitu í skjaldarrendur og mættu helgrimmir í seinni hálfleikinn.

Kenan Turudija minnkaði muninn strax í upphafi seinni hálfleiks og Hrvoje Tokiv jafnaði svo metin nokkrum mínútum síðar. Ekki meira var skorað og því skiptu liðin með sér stigunum.

Blikarnir komust upp að hlið Fylkis á toppi riðils 2 en Fylkir á leik inni. Víkingur er stigi þar á eftir.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Íslenski boltinn / Stórkostlegt hjólhestaspyrnumark hjá Höskuldi
Fara efst