Stóriðja kemur ekki í veg fyrir flótta ungs fólks af landsbyggðinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. nóvember 2015 11:34 Stóriðjustörf heilla ekki ungmenni á Norðurlandi sem þátt tóku í rannsókn Nordregio um framtíðarsýn ungmenna á norðurslóðum. Lengi hefur veri til umræðu að stóriðja geti skapað störf á landsbyggðinni en virðist samkvæmt þessum niðurstöðum, sem Anna Karlsdóttir rannsóknarstjóri Nordregio kynnti á Sprengisandi í morgun, ekki samrýmast sýn ungmenna sem þar búa. Þau sjá heldur ekki fyrir sér að starfa í þeim atvinnugreinum sem fyrir eru í þeirra heimabyggð. Framtíðarsýn og óskir ungs fólks á norðurslóðum eru í brennidepli í þessari nýju rannsókn Nordregio en ein helsta áskorun dreifbýlisins er að finna leiðir til að halda í og laða að ungt fólk. Aðeins minnihluti ungmenna sem þátt tóku í könnuninni búast við að búa þar sem þau ólust upp þegar þau eru orðnir fullorðnir einstaklingar. Á Íslandi var rannsóknin gerð í Norðurþingi og Austur-húnavatnssýslu sem og í Þorshöfn þar sem menntunarstig er með því lægsta á landinu. Hinar hefðbundnu atvinnugreinar á svæðinu, sjávarútvegur og landbúnaður, hafa þar einnig átt undir högg að sækja og því hefur verið svarað með umfangsmikilli iðnaðaruppbyggingu á Bakka, nærri Húsavík. Svo stiklað sé á stóru í niðurstöðum könnunarinnar þá gefa þær að sögn Önnu til kynna að mikið ósamræmi sé á milli áherslu stjórnvalda í atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni og þankagangs ungs fólks. Þegar það er spurt hvað muni koma því á þann stað sem það vill vera á það sé það menntun sem skeri sig úr. Þessa menntun vilja þau sækja annars staðar, þrátt fyrir miklar framfari í hvers kyns fjarnámi á landinu. Ungt fólk sæki sér einna helst innblásturs til fjölmiða og samfélagsmiðla, þar sem það verður fyrir beinum áhrifum af hnattvæðingunni, fremur en til heimahaganna. Aukin umsvif á norðurslóðum, svo sem olíuvinnsla á Drekasvæðinu sem hefur heillað margan ráðamanninn á síðustu árum, hefur að sama skapi engin áhrif á framtíðaráform ungs fólks. Það sem meira er, í langfæstum tilvikum höfðu þátttakendur gefið þessum verkefnum gaum. Það væri einna helsta ferðaþjónustan í nærumhverfinu sem gæti sannfært það um að verða eftir. Anna Karlsdóttir segir að niðurstöðurnar gefi til kynna að eflaust sé ráðlegast fyrir íslensk stjórnvöld að leggja áherslu á fjölbreytileika í atvinnuuppbyggingu í stað þess að setja öll eggin í sömu körfuna. Körfu sem jafnvel gæti ekki verið til staðar að tveimur áratugum liðnum. Spjallið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Stóriðjustörf heilla ekki ungmenni á Norðurlandi sem þátt tóku í rannsókn Nordregio um framtíðarsýn ungmenna á norðurslóðum. Lengi hefur veri til umræðu að stóriðja geti skapað störf á landsbyggðinni en virðist samkvæmt þessum niðurstöðum, sem Anna Karlsdóttir rannsóknarstjóri Nordregio kynnti á Sprengisandi í morgun, ekki samrýmast sýn ungmenna sem þar búa. Þau sjá heldur ekki fyrir sér að starfa í þeim atvinnugreinum sem fyrir eru í þeirra heimabyggð. Framtíðarsýn og óskir ungs fólks á norðurslóðum eru í brennidepli í þessari nýju rannsókn Nordregio en ein helsta áskorun dreifbýlisins er að finna leiðir til að halda í og laða að ungt fólk. Aðeins minnihluti ungmenna sem þátt tóku í könnuninni búast við að búa þar sem þau ólust upp þegar þau eru orðnir fullorðnir einstaklingar. Á Íslandi var rannsóknin gerð í Norðurþingi og Austur-húnavatnssýslu sem og í Þorshöfn þar sem menntunarstig er með því lægsta á landinu. Hinar hefðbundnu atvinnugreinar á svæðinu, sjávarútvegur og landbúnaður, hafa þar einnig átt undir högg að sækja og því hefur verið svarað með umfangsmikilli iðnaðaruppbyggingu á Bakka, nærri Húsavík. Svo stiklað sé á stóru í niðurstöðum könnunarinnar þá gefa þær að sögn Önnu til kynna að mikið ósamræmi sé á milli áherslu stjórnvalda í atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni og þankagangs ungs fólks. Þegar það er spurt hvað muni koma því á þann stað sem það vill vera á það sé það menntun sem skeri sig úr. Þessa menntun vilja þau sækja annars staðar, þrátt fyrir miklar framfari í hvers kyns fjarnámi á landinu. Ungt fólk sæki sér einna helst innblásturs til fjölmiða og samfélagsmiðla, þar sem það verður fyrir beinum áhrifum af hnattvæðingunni, fremur en til heimahaganna. Aukin umsvif á norðurslóðum, svo sem olíuvinnsla á Drekasvæðinu sem hefur heillað margan ráðamanninn á síðustu árum, hefur að sama skapi engin áhrif á framtíðaráform ungs fólks. Það sem meira er, í langfæstum tilvikum höfðu þátttakendur gefið þessum verkefnum gaum. Það væri einna helsta ferðaþjónustan í nærumhverfinu sem gæti sannfært það um að verða eftir. Anna Karlsdóttir segir að niðurstöðurnar gefi til kynna að eflaust sé ráðlegast fyrir íslensk stjórnvöld að leggja áherslu á fjölbreytileika í atvinnuuppbyggingu í stað þess að setja öll eggin í sömu körfuna. Körfu sem jafnvel gæti ekki verið til staðar að tveimur áratugum liðnum. Spjallið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira