Enski boltinn

Stóri Sam tekinn við enska landsliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sam Allardyce skrifaði undir tveggja ára samning við enska knattspyrnusambandið.
Sam Allardyce skrifaði undir tveggja ára samning við enska knattspyrnusambandið. vísir/getty
Enska knattspyrnusambandið hefur að Sam Allardyce verði næsti landsliðsþjálfari Englands.

Allardyce skrifaði undir tveggja ára samning sem gildir fram yfir HM 2018 í Rússlandi.

Allardyce tekur við starfinu af Roy Hodgson sem sagði upp eftir tapið fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi.

Allardyce lætur því af störfum hjá Sunderland en líklegt þykir að David Moyes verði eftirmaður hans á Ljósvangi.

Hinn 61 árs gamli Allardyce, eða Stóri Sam eins og hann er oft kallaður, býr yfir mikilli reynslu en hann hefur stýrt Bolton, Newcastle, Blackburn, West Ham og Sunderland í ensku úrvalsdeildinni.

Fyrsta verkefni Allardyce verður að koma enska landsliðinu á HM í Rússlandi.

England er með Slóvakíu, Skotlandi, Slóveníu, Litháen og Möltu í riðli í undankeppninni. Fyrsti leikur enska liðsins er gegn Slóvakíu á útivelli 4. september næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×