Stórhýsi fundið sem talið er rústir Þykkvabæjarklausturs Kristján Már Unnarsson skrifar 6. maí 2015 20:00 Fornleifafræðingarnir með jarðsjána í gær á svokölluðum Fornufjósum, sem þeir telja núna að sé hið forna Þykkvabæjarklaustur. Mynd/Steinunn Kristjánsdóttir. Rústir Þykkvabæjarklausturs eru taldar fundnar. Íslenskir og breskir fornleifafræðingar sáu með jarðsjá í gær leifar mjög stórrar byggingar í Álftaveri, sem bera merki þess að hafa verið klaustrið. Fundurinn kemur mjög á óvart á þessum stað, enda hafa menn til þessa talið að klaustrið hafi verið á öðrum stað. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld í viðtali við Steinunni Kristjánsdóttur, prófessor í fornleifafræði. „Ég held að við höfum bara dottið í lukkupottinn því ég held að við höfum fundið rústir Þykkvabæjarklausturs. Það kom verulega á óvart, má segja. Rústirnar eru ekki á þeim stað þar sem var talið að klaustrið hafi staðið," segir Steinunn. Þykkvabæjarklaustur í Álftaveri austan Mýrdalssands starfaði sem munkaklaustur Ágústínusarreglunnar en tíu manna hópur íslenskra og breskra fornleifafræðinga hefur frá því á mánudag leitað að rústum þess með jarðsjám. Í gær fannst óvenju stór rúst. Tækin sýndu rústir ferhyrndrar byggingar, um 40 sinnum 45 metrar á kant. „Hún er mjög stór miðað við byggingar frá þessum tíma, - þetta er náttúrlega á miðöldum, - og grunnflöturinn er um 1.500 fermetrar."Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafnið.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Klaustrið starfaði frá árinu 1168 og til siðaskipta árið 1550 eða um nærri 400 ára skeið. Steinunn hafði áður fundið Skriðuklaustur í Fljótsdal með jarðsjá en í framhaldinu var ákveðið að leita að öllum klaustrunum níu sem voru á Íslandi í kaþólskum sið á miðöldum. Rústir flestra hinna klaustranna eru týndar, að sögn Steinunnar. Rústirnar á Þykkvabæjarklaustri fundust í túni um 200 metra frá kirkjunni á stað sem kallast Fornufjós og hafa menn því talið að þar hafi verið fjós klaustursins. Steinunn telur það ólíklegt enda sjáist engin merki um að básar eða annað tengt fjósi hafi verið í byggingunni. Þvert á móti svipi henni mjög til klaustursins sem fannst á Skriðuklaustri.Rúst stórbyggingarinnar mæld í gær. Hún er um 200 metra frá kirkjunni en til þessa hefur verið talið að klaustrið hafi staðið við kirkjuna. Fyrir aftan kirkjuna sést í stuðlabergssúlu sem reist var á þeim stað til minningar um klaustrið.Mynd/Steinunn Kristjánsdóttir.Til þessa hefur verið álitið að klaustrið hafi staðið þar sem Þykkvabæjarklausturskirkja er nú. Þar í kring fundust hins vegar engin merki um klaustrið, aðeins garðlög. Steinunn telur því mjög líklegt að klaustrið sé fundið á þessum nýja stað. Úr þvi fáist hins vegar vart skorið nema með könnunarskurði hvort þetta sé klaustrið eða fjósið. Hópurinn heldur norður í land á morgun að leita fleiri klaustra. Beita á sömu tækni við rannsóknir á Munkaþverá og Möðruvöllum í Eyjafirði. Þorlákur helgi, sem tekinn var í dýrlingatölu og Þorláksmessa er kennd við, tók þátt í að stofna Þykkvabæjarklaustur og var ábóti þess áður en hann varð biskup. Meðal munka í Þykkvabæjarklaustri var Eysteinn Ásgrímsson, sem orti helgikvæðið Lilju, en haft var á orði að „allir vildu Lilju kveðið hafa". Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Rústir Þykkvabæjarklausturs eru taldar fundnar. Íslenskir og breskir fornleifafræðingar sáu með jarðsjá í gær leifar mjög stórrar byggingar í Álftaveri, sem bera merki þess að hafa verið klaustrið. Fundurinn kemur mjög á óvart á þessum stað, enda hafa menn til þessa talið að klaustrið hafi verið á öðrum stað. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld í viðtali við Steinunni Kristjánsdóttur, prófessor í fornleifafræði. „Ég held að við höfum bara dottið í lukkupottinn því ég held að við höfum fundið rústir Þykkvabæjarklausturs. Það kom verulega á óvart, má segja. Rústirnar eru ekki á þeim stað þar sem var talið að klaustrið hafi staðið," segir Steinunn. Þykkvabæjarklaustur í Álftaveri austan Mýrdalssands starfaði sem munkaklaustur Ágústínusarreglunnar en tíu manna hópur íslenskra og breskra fornleifafræðinga hefur frá því á mánudag leitað að rústum þess með jarðsjám. Í gær fannst óvenju stór rúst. Tækin sýndu rústir ferhyrndrar byggingar, um 40 sinnum 45 metrar á kant. „Hún er mjög stór miðað við byggingar frá þessum tíma, - þetta er náttúrlega á miðöldum, - og grunnflöturinn er um 1.500 fermetrar."Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafnið.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Klaustrið starfaði frá árinu 1168 og til siðaskipta árið 1550 eða um nærri 400 ára skeið. Steinunn hafði áður fundið Skriðuklaustur í Fljótsdal með jarðsjá en í framhaldinu var ákveðið að leita að öllum klaustrunum níu sem voru á Íslandi í kaþólskum sið á miðöldum. Rústir flestra hinna klaustranna eru týndar, að sögn Steinunnar. Rústirnar á Þykkvabæjarklaustri fundust í túni um 200 metra frá kirkjunni á stað sem kallast Fornufjós og hafa menn því talið að þar hafi verið fjós klaustursins. Steinunn telur það ólíklegt enda sjáist engin merki um að básar eða annað tengt fjósi hafi verið í byggingunni. Þvert á móti svipi henni mjög til klaustursins sem fannst á Skriðuklaustri.Rúst stórbyggingarinnar mæld í gær. Hún er um 200 metra frá kirkjunni en til þessa hefur verið talið að klaustrið hafi staðið við kirkjuna. Fyrir aftan kirkjuna sést í stuðlabergssúlu sem reist var á þeim stað til minningar um klaustrið.Mynd/Steinunn Kristjánsdóttir.Til þessa hefur verið álitið að klaustrið hafi staðið þar sem Þykkvabæjarklausturskirkja er nú. Þar í kring fundust hins vegar engin merki um klaustrið, aðeins garðlög. Steinunn telur því mjög líklegt að klaustrið sé fundið á þessum nýja stað. Úr þvi fáist hins vegar vart skorið nema með könnunarskurði hvort þetta sé klaustrið eða fjósið. Hópurinn heldur norður í land á morgun að leita fleiri klaustra. Beita á sömu tækni við rannsóknir á Munkaþverá og Möðruvöllum í Eyjafirði. Þorlákur helgi, sem tekinn var í dýrlingatölu og Þorláksmessa er kennd við, tók þátt í að stofna Þykkvabæjarklaustur og var ábóti þess áður en hann varð biskup. Meðal munka í Þykkvabæjarklaustri var Eysteinn Ásgrímsson, sem orti helgikvæðið Lilju, en haft var á orði að „allir vildu Lilju kveðið hafa".
Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira