Stórfelld skerðing á ferðafrelsi landsmanna Stefán Þórsson skrifar 4. desember 2015 07:00 Því hefur verið haldið fram af nefndarmönnum í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, að nýsamþykkt náttúruverndarlög séu fagnaðarefni fyrir Íslendinga, þar sem almannaréttur sé betur tryggður frá fyrri lögum og ferðafrelsi landsmanna sé tryggt. Hvort tveggja er ósatt og eru þessi nýju lög mikil afturför hvað þetta varðar. Nefndarmenn virtu m.a. að vettugi breytingatillögur umhverfisráðuneytisins sem sneru að styrkingu almannaréttarins, bæði hvað varðar umferðarrétt fólks, en einnig hvað varðar tilraunir landeiganda til að rukka ólöglega fyrir aðgang að sínu landi. Ráðuneytið lagði til blátt bann við því, en nefndarmenn Alþingis féllust ekki á það og tóku þar með stöðu með einka-eignarréttinum. Breytingartillögur þessar má finna á heimasíðu umhverfisráðuneytisins. Samtök útivistarfélaga (SAMÚT) hafa einnig mótmælt nýjum náttúruverndarlögum og sagt þau vera mikla afturför fyrir ferðafrelsi almennings. Sú mikla sátt sem alþingismenn tala um, er greinilega við alla aðra en hinn almenna Íslending.Takmarkanir og bönn Þar sem náttúruverndarlög kveða á um rétt almennings til farar um eigið land, þá skipta þau höfuðmáli fyrir hinn almenna mann og útivistarfólk. Eitt af því mikilvægasta er réttur fólks til að tjalda eða eiga næturstað, á ferð sinni um landið. Sá réttur hefur ávallt verið tryggður, en með breytingum sem laumað var í gegn rétt fyrir atkvæðagreiðslu á Alþingi af nefndarmönnum umhverfis- og samgöngunefndar, þá hefur þessi forni réttur landsmanna verið stórkostlega skertur. Því er að þakka sveitarstjórnum landeigenda, sem þrýstu á að þessi réttur verði að miklu leyti afnuminn, vegna túrista sem stoppa húsbíla við fáfarna vegi í sveitum landsins. Engin rök eru fyrir þessu banni, nema hagsmunagæsla landeiganda. Það er greinilegt að alþingismenn og stjórnvöld sjá aldrei aðra lausn en að skerða almannarétt, þegar vandamál tengd erlendum ferðamönnum dúkka upp. Nú hefur Íslendingum svo gott sem verið bannað að fara í útilegu. Þó það sé enn heimilt að reisa hefðbundin viðlegutjöld utan tjaldsvæða, þá sofa flestir í tjaldvagni eða fellihýsi nú til dags. Með því að skikka landsmenn á tjaldsvæði á ferð sinni um landið, þá hefur verið tekið risastórt skref afturábak, hvað varðar ferðafrelsi fólks. Fyrir flesta á útilega lítið skylt við það, að vera pakkað inn á troðfullt tjaldsvæði í sínu sumarfríi, eins og rollum í réttum. Þessi ólög sem troðið hefur verið upp á landsmenn, gera það að minningu einni, að geta stoppað á fallegum stað á ferð sinni um landið og átt góða stund með fjölskyldunni í náttúrulegu umhverfi. Íslendingar eru greinilega farnir að vera til trafala í eigin landi og fá nú að gjalda fyrir túrista, sem stundum stoppa á óheppilegum stöðum eða stunda utanvegaakstur í óvitagangi. Það er líka kaldhæðnislegt að utanvegaakstur sé viðtekin venja fyrir bændur og aðra landeigendur, undir því yfirskyni að það séu landbúnaðarstörf. Eins og t.d. að sækja rollur á fjöll árlega á fjórhjólum, eftir að þær hafa nagað síðustu stráin á uppblásnum heiðum og friðlýstum svæðum. Þar má setja náttúruvernd til hliðar. Í upphaflegu lögunum frá 2013 var almannarétturinn styrktur að því leyti, að landeigandi gat ekki lengur bannað umferð fólks um óræktað land í byggð, án þess að færa nokkur rök fyrir því. Fyrir því varð að vera gild ástæða, t.d. verndun eða nýting. Þessu var kippt úr lögunum af nefndarmönnum Alþingis, í fyrrnefndu breytingarferli og má óska landeigendum til hamingju með þennan áfangasigur gegn almannaréttinum.Óhæfir nefndarmenn Nýju náttúruverndarlögin virðast einnig bjóða upp á þann möguleika að stærstur hluti hálendis Íslands verði skilgreindur sem óbyggt víðerni, þar sem allir eiga helst að vera fótgangandi, ef farið yrði eftir lögunum til hins ýtrasta. Það er því erfitt að sjá hvernig allar þessar takmarkanir og bönn samrýmast yfirlýstum markmiðum náttúruverndarlaga, sem eru m.a. að: „auðvelda umgengni og kynni almennings af náttúru landsins og menningarminjum sem henni tengjast og efla þekkingu og fræðslu um náttúruna. Einnig skal tryggja rétt almennings til að fara um landið og njóta náttúrunnar og stuðla þannig að almennri útivist í sátt við náttúruna, landsmönnum til heilsubótar og velsældar.“ Réttast væri að fara eftir lögunum eins og þau voru samþykkt upphaflega 2013, áður en óhæfir nefndarmenn Alþingis breyttu því til hins verra eftir þrýsting frá vælandi landeigendum og sveitarstjórnum. Í öllu tali um endalausa aukningu á túristum, þá vill það gleymast að það býr líka þjóð á þessu landi sem einnig nýtur fegurðar landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Því hefur verið haldið fram af nefndarmönnum í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, að nýsamþykkt náttúruverndarlög séu fagnaðarefni fyrir Íslendinga, þar sem almannaréttur sé betur tryggður frá fyrri lögum og ferðafrelsi landsmanna sé tryggt. Hvort tveggja er ósatt og eru þessi nýju lög mikil afturför hvað þetta varðar. Nefndarmenn virtu m.a. að vettugi breytingatillögur umhverfisráðuneytisins sem sneru að styrkingu almannaréttarins, bæði hvað varðar umferðarrétt fólks, en einnig hvað varðar tilraunir landeiganda til að rukka ólöglega fyrir aðgang að sínu landi. Ráðuneytið lagði til blátt bann við því, en nefndarmenn Alþingis féllust ekki á það og tóku þar með stöðu með einka-eignarréttinum. Breytingartillögur þessar má finna á heimasíðu umhverfisráðuneytisins. Samtök útivistarfélaga (SAMÚT) hafa einnig mótmælt nýjum náttúruverndarlögum og sagt þau vera mikla afturför fyrir ferðafrelsi almennings. Sú mikla sátt sem alþingismenn tala um, er greinilega við alla aðra en hinn almenna Íslending.Takmarkanir og bönn Þar sem náttúruverndarlög kveða á um rétt almennings til farar um eigið land, þá skipta þau höfuðmáli fyrir hinn almenna mann og útivistarfólk. Eitt af því mikilvægasta er réttur fólks til að tjalda eða eiga næturstað, á ferð sinni um landið. Sá réttur hefur ávallt verið tryggður, en með breytingum sem laumað var í gegn rétt fyrir atkvæðagreiðslu á Alþingi af nefndarmönnum umhverfis- og samgöngunefndar, þá hefur þessi forni réttur landsmanna verið stórkostlega skertur. Því er að þakka sveitarstjórnum landeigenda, sem þrýstu á að þessi réttur verði að miklu leyti afnuminn, vegna túrista sem stoppa húsbíla við fáfarna vegi í sveitum landsins. Engin rök eru fyrir þessu banni, nema hagsmunagæsla landeiganda. Það er greinilegt að alþingismenn og stjórnvöld sjá aldrei aðra lausn en að skerða almannarétt, þegar vandamál tengd erlendum ferðamönnum dúkka upp. Nú hefur Íslendingum svo gott sem verið bannað að fara í útilegu. Þó það sé enn heimilt að reisa hefðbundin viðlegutjöld utan tjaldsvæða, þá sofa flestir í tjaldvagni eða fellihýsi nú til dags. Með því að skikka landsmenn á tjaldsvæði á ferð sinni um landið, þá hefur verið tekið risastórt skref afturábak, hvað varðar ferðafrelsi fólks. Fyrir flesta á útilega lítið skylt við það, að vera pakkað inn á troðfullt tjaldsvæði í sínu sumarfríi, eins og rollum í réttum. Þessi ólög sem troðið hefur verið upp á landsmenn, gera það að minningu einni, að geta stoppað á fallegum stað á ferð sinni um landið og átt góða stund með fjölskyldunni í náttúrulegu umhverfi. Íslendingar eru greinilega farnir að vera til trafala í eigin landi og fá nú að gjalda fyrir túrista, sem stundum stoppa á óheppilegum stöðum eða stunda utanvegaakstur í óvitagangi. Það er líka kaldhæðnislegt að utanvegaakstur sé viðtekin venja fyrir bændur og aðra landeigendur, undir því yfirskyni að það séu landbúnaðarstörf. Eins og t.d. að sækja rollur á fjöll árlega á fjórhjólum, eftir að þær hafa nagað síðustu stráin á uppblásnum heiðum og friðlýstum svæðum. Þar má setja náttúruvernd til hliðar. Í upphaflegu lögunum frá 2013 var almannarétturinn styrktur að því leyti, að landeigandi gat ekki lengur bannað umferð fólks um óræktað land í byggð, án þess að færa nokkur rök fyrir því. Fyrir því varð að vera gild ástæða, t.d. verndun eða nýting. Þessu var kippt úr lögunum af nefndarmönnum Alþingis, í fyrrnefndu breytingarferli og má óska landeigendum til hamingju með þennan áfangasigur gegn almannaréttinum.Óhæfir nefndarmenn Nýju náttúruverndarlögin virðast einnig bjóða upp á þann möguleika að stærstur hluti hálendis Íslands verði skilgreindur sem óbyggt víðerni, þar sem allir eiga helst að vera fótgangandi, ef farið yrði eftir lögunum til hins ýtrasta. Það er því erfitt að sjá hvernig allar þessar takmarkanir og bönn samrýmast yfirlýstum markmiðum náttúruverndarlaga, sem eru m.a. að: „auðvelda umgengni og kynni almennings af náttúru landsins og menningarminjum sem henni tengjast og efla þekkingu og fræðslu um náttúruna. Einnig skal tryggja rétt almennings til að fara um landið og njóta náttúrunnar og stuðla þannig að almennri útivist í sátt við náttúruna, landsmönnum til heilsubótar og velsældar.“ Réttast væri að fara eftir lögunum eins og þau voru samþykkt upphaflega 2013, áður en óhæfir nefndarmenn Alþingis breyttu því til hins verra eftir þrýsting frá vælandi landeigendum og sveitarstjórnum. Í öllu tali um endalausa aukningu á túristum, þá vill það gleymast að það býr líka þjóð á þessu landi sem einnig nýtur fegurðar landsins.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar