Stórfelld skerðing á ferðafrelsi landsmanna Stefán Þórsson skrifar 4. desember 2015 07:00 Því hefur verið haldið fram af nefndarmönnum í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, að nýsamþykkt náttúruverndarlög séu fagnaðarefni fyrir Íslendinga, þar sem almannaréttur sé betur tryggður frá fyrri lögum og ferðafrelsi landsmanna sé tryggt. Hvort tveggja er ósatt og eru þessi nýju lög mikil afturför hvað þetta varðar. Nefndarmenn virtu m.a. að vettugi breytingatillögur umhverfisráðuneytisins sem sneru að styrkingu almannaréttarins, bæði hvað varðar umferðarrétt fólks, en einnig hvað varðar tilraunir landeiganda til að rukka ólöglega fyrir aðgang að sínu landi. Ráðuneytið lagði til blátt bann við því, en nefndarmenn Alþingis féllust ekki á það og tóku þar með stöðu með einka-eignarréttinum. Breytingartillögur þessar má finna á heimasíðu umhverfisráðuneytisins. Samtök útivistarfélaga (SAMÚT) hafa einnig mótmælt nýjum náttúruverndarlögum og sagt þau vera mikla afturför fyrir ferðafrelsi almennings. Sú mikla sátt sem alþingismenn tala um, er greinilega við alla aðra en hinn almenna Íslending.Takmarkanir og bönn Þar sem náttúruverndarlög kveða á um rétt almennings til farar um eigið land, þá skipta þau höfuðmáli fyrir hinn almenna mann og útivistarfólk. Eitt af því mikilvægasta er réttur fólks til að tjalda eða eiga næturstað, á ferð sinni um landið. Sá réttur hefur ávallt verið tryggður, en með breytingum sem laumað var í gegn rétt fyrir atkvæðagreiðslu á Alþingi af nefndarmönnum umhverfis- og samgöngunefndar, þá hefur þessi forni réttur landsmanna verið stórkostlega skertur. Því er að þakka sveitarstjórnum landeigenda, sem þrýstu á að þessi réttur verði að miklu leyti afnuminn, vegna túrista sem stoppa húsbíla við fáfarna vegi í sveitum landsins. Engin rök eru fyrir þessu banni, nema hagsmunagæsla landeiganda. Það er greinilegt að alþingismenn og stjórnvöld sjá aldrei aðra lausn en að skerða almannarétt, þegar vandamál tengd erlendum ferðamönnum dúkka upp. Nú hefur Íslendingum svo gott sem verið bannað að fara í útilegu. Þó það sé enn heimilt að reisa hefðbundin viðlegutjöld utan tjaldsvæða, þá sofa flestir í tjaldvagni eða fellihýsi nú til dags. Með því að skikka landsmenn á tjaldsvæði á ferð sinni um landið, þá hefur verið tekið risastórt skref afturábak, hvað varðar ferðafrelsi fólks. Fyrir flesta á útilega lítið skylt við það, að vera pakkað inn á troðfullt tjaldsvæði í sínu sumarfríi, eins og rollum í réttum. Þessi ólög sem troðið hefur verið upp á landsmenn, gera það að minningu einni, að geta stoppað á fallegum stað á ferð sinni um landið og átt góða stund með fjölskyldunni í náttúrulegu umhverfi. Íslendingar eru greinilega farnir að vera til trafala í eigin landi og fá nú að gjalda fyrir túrista, sem stundum stoppa á óheppilegum stöðum eða stunda utanvegaakstur í óvitagangi. Það er líka kaldhæðnislegt að utanvegaakstur sé viðtekin venja fyrir bændur og aðra landeigendur, undir því yfirskyni að það séu landbúnaðarstörf. Eins og t.d. að sækja rollur á fjöll árlega á fjórhjólum, eftir að þær hafa nagað síðustu stráin á uppblásnum heiðum og friðlýstum svæðum. Þar má setja náttúruvernd til hliðar. Í upphaflegu lögunum frá 2013 var almannarétturinn styrktur að því leyti, að landeigandi gat ekki lengur bannað umferð fólks um óræktað land í byggð, án þess að færa nokkur rök fyrir því. Fyrir því varð að vera gild ástæða, t.d. verndun eða nýting. Þessu var kippt úr lögunum af nefndarmönnum Alþingis, í fyrrnefndu breytingarferli og má óska landeigendum til hamingju með þennan áfangasigur gegn almannaréttinum.Óhæfir nefndarmenn Nýju náttúruverndarlögin virðast einnig bjóða upp á þann möguleika að stærstur hluti hálendis Íslands verði skilgreindur sem óbyggt víðerni, þar sem allir eiga helst að vera fótgangandi, ef farið yrði eftir lögunum til hins ýtrasta. Það er því erfitt að sjá hvernig allar þessar takmarkanir og bönn samrýmast yfirlýstum markmiðum náttúruverndarlaga, sem eru m.a. að: „auðvelda umgengni og kynni almennings af náttúru landsins og menningarminjum sem henni tengjast og efla þekkingu og fræðslu um náttúruna. Einnig skal tryggja rétt almennings til að fara um landið og njóta náttúrunnar og stuðla þannig að almennri útivist í sátt við náttúruna, landsmönnum til heilsubótar og velsældar.“ Réttast væri að fara eftir lögunum eins og þau voru samþykkt upphaflega 2013, áður en óhæfir nefndarmenn Alþingis breyttu því til hins verra eftir þrýsting frá vælandi landeigendum og sveitarstjórnum. Í öllu tali um endalausa aukningu á túristum, þá vill það gleymast að það býr líka þjóð á þessu landi sem einnig nýtur fegurðar landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Því hefur verið haldið fram af nefndarmönnum í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, að nýsamþykkt náttúruverndarlög séu fagnaðarefni fyrir Íslendinga, þar sem almannaréttur sé betur tryggður frá fyrri lögum og ferðafrelsi landsmanna sé tryggt. Hvort tveggja er ósatt og eru þessi nýju lög mikil afturför hvað þetta varðar. Nefndarmenn virtu m.a. að vettugi breytingatillögur umhverfisráðuneytisins sem sneru að styrkingu almannaréttarins, bæði hvað varðar umferðarrétt fólks, en einnig hvað varðar tilraunir landeiganda til að rukka ólöglega fyrir aðgang að sínu landi. Ráðuneytið lagði til blátt bann við því, en nefndarmenn Alþingis féllust ekki á það og tóku þar með stöðu með einka-eignarréttinum. Breytingartillögur þessar má finna á heimasíðu umhverfisráðuneytisins. Samtök útivistarfélaga (SAMÚT) hafa einnig mótmælt nýjum náttúruverndarlögum og sagt þau vera mikla afturför fyrir ferðafrelsi almennings. Sú mikla sátt sem alþingismenn tala um, er greinilega við alla aðra en hinn almenna Íslending.Takmarkanir og bönn Þar sem náttúruverndarlög kveða á um rétt almennings til farar um eigið land, þá skipta þau höfuðmáli fyrir hinn almenna mann og útivistarfólk. Eitt af því mikilvægasta er réttur fólks til að tjalda eða eiga næturstað, á ferð sinni um landið. Sá réttur hefur ávallt verið tryggður, en með breytingum sem laumað var í gegn rétt fyrir atkvæðagreiðslu á Alþingi af nefndarmönnum umhverfis- og samgöngunefndar, þá hefur þessi forni réttur landsmanna verið stórkostlega skertur. Því er að þakka sveitarstjórnum landeigenda, sem þrýstu á að þessi réttur verði að miklu leyti afnuminn, vegna túrista sem stoppa húsbíla við fáfarna vegi í sveitum landsins. Engin rök eru fyrir þessu banni, nema hagsmunagæsla landeiganda. Það er greinilegt að alþingismenn og stjórnvöld sjá aldrei aðra lausn en að skerða almannarétt, þegar vandamál tengd erlendum ferðamönnum dúkka upp. Nú hefur Íslendingum svo gott sem verið bannað að fara í útilegu. Þó það sé enn heimilt að reisa hefðbundin viðlegutjöld utan tjaldsvæða, þá sofa flestir í tjaldvagni eða fellihýsi nú til dags. Með því að skikka landsmenn á tjaldsvæði á ferð sinni um landið, þá hefur verið tekið risastórt skref afturábak, hvað varðar ferðafrelsi fólks. Fyrir flesta á útilega lítið skylt við það, að vera pakkað inn á troðfullt tjaldsvæði í sínu sumarfríi, eins og rollum í réttum. Þessi ólög sem troðið hefur verið upp á landsmenn, gera það að minningu einni, að geta stoppað á fallegum stað á ferð sinni um landið og átt góða stund með fjölskyldunni í náttúrulegu umhverfi. Íslendingar eru greinilega farnir að vera til trafala í eigin landi og fá nú að gjalda fyrir túrista, sem stundum stoppa á óheppilegum stöðum eða stunda utanvegaakstur í óvitagangi. Það er líka kaldhæðnislegt að utanvegaakstur sé viðtekin venja fyrir bændur og aðra landeigendur, undir því yfirskyni að það séu landbúnaðarstörf. Eins og t.d. að sækja rollur á fjöll árlega á fjórhjólum, eftir að þær hafa nagað síðustu stráin á uppblásnum heiðum og friðlýstum svæðum. Þar má setja náttúruvernd til hliðar. Í upphaflegu lögunum frá 2013 var almannarétturinn styrktur að því leyti, að landeigandi gat ekki lengur bannað umferð fólks um óræktað land í byggð, án þess að færa nokkur rök fyrir því. Fyrir því varð að vera gild ástæða, t.d. verndun eða nýting. Þessu var kippt úr lögunum af nefndarmönnum Alþingis, í fyrrnefndu breytingarferli og má óska landeigendum til hamingju með þennan áfangasigur gegn almannaréttinum.Óhæfir nefndarmenn Nýju náttúruverndarlögin virðast einnig bjóða upp á þann möguleika að stærstur hluti hálendis Íslands verði skilgreindur sem óbyggt víðerni, þar sem allir eiga helst að vera fótgangandi, ef farið yrði eftir lögunum til hins ýtrasta. Það er því erfitt að sjá hvernig allar þessar takmarkanir og bönn samrýmast yfirlýstum markmiðum náttúruverndarlaga, sem eru m.a. að: „auðvelda umgengni og kynni almennings af náttúru landsins og menningarminjum sem henni tengjast og efla þekkingu og fræðslu um náttúruna. Einnig skal tryggja rétt almennings til að fara um landið og njóta náttúrunnar og stuðla þannig að almennri útivist í sátt við náttúruna, landsmönnum til heilsubótar og velsældar.“ Réttast væri að fara eftir lögunum eins og þau voru samþykkt upphaflega 2013, áður en óhæfir nefndarmenn Alþingis breyttu því til hins verra eftir þrýsting frá vælandi landeigendum og sveitarstjórnum. Í öllu tali um endalausa aukningu á túristum, þá vill það gleymast að það býr líka þjóð á þessu landi sem einnig nýtur fegurðar landsins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun