Stóra pelsamálið: „Þetta er fyrst og fremst niðurlægjandi fyrir þann sem ætlar að gefa þetta“ Birgir Olgeirsson skrifar 24. janúar 2017 13:52 Sitt sýnist hverjum um pelsana sem Fjölskylduhjálp Íslands ætlar að gefa fátækum og heimilislausum. Samsett mynd „Við hjá Hjálparstarfi kirkjunnar myndum aldrei gefa svona merkta pelsa,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi og umsjónarmaður innanlandsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar, um pelsana sem Fjölskylduhjálp Íslands ætlar að gefa fátækum og heimilislausum hér á landi. Það voru alþjóðlegu dýraverndarsamtökin PETA sem gáfu Fjölskylduhjálp þessa pelsa sem hafa verið merkti með spreyi til að koma í veg fyrir að þeir verði seldir aftur. Þessi gjörningur hefur verið talsvert umdeildur og mikið til umræðu á samfélagsmiðlum það sem af er degi. Vilborg Oddsdóttir segir í samtali við Vísi að Hjálparstarf kirkjunnar hefði ekki tekið við þessum pelsum frá PETA og hvað þá gefið fátækum þá.Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi og umsjónarmaður innanlandsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar.Vísir/GVA„Þetta er fyrst og fremst niðurlægjandi fyrir þann sem ætlar að gefa þetta. Að ætla að merkja fólk sem er fátækt. Þú kannski tekur pels af því þér er kalt og hefur ekkert annað. Þessi hugsunarháttur að spreyja á pelsana áður en maður gefur þá fátækum, mér hugnast hann ekki. Ég get skilið fólk sem er heimilislaust, þá er fínt að fá pels ef þú ert að drepast úr kulda.“ Pelsarnir verða afhentir í Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjavík á morgun en í Reykjanesbæ á fimmtudag. Þá verða einnig pelsar sendir út á land og til þeirra sem eru taldir þurfa á þeim að halda. Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður, sagði í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í dag að það væri siðferðislega rangt að merkja fólk fátækt. Hún sagði þörfina fyrir pelsana meiri víða annars staðar í heiminu og það væri til dæmis frekar hægt að nota þá sem ábreiður eða gólfmottur í flóttamannabúðum. PETA berst gegn því að fólk klæðist pelsum af dýraverndarsjónarmiðum en handritshöfundurinn Nína Richter segir PETA með reyna að koma pelsum úr tísku með því að láta þurfandi fá þá. Þá þurfi hinir ríku nýtt stöðutákn.Varðandi pelsamálið: PETA eru augljóslega að reyna að koma pelsum úr tísku með því að láta þurfandi fá þá. Hinir ríku þurfa nýtt stöðutákn.— Nína Richter (@Kisumamma) January 24, 2017 Íþróttafréttamaður Ríkisútvarpsins, Hans Steinar Bjarnason, segir þetta uppátæki meika akkúrat engan sens en bendir á að það gerðu þó topplausu möffin-kökurnar í Seinfeld-gamanþáttunum sem oft gátu verið ansi súrrealískir.Spreyjaðir pelsar fyrir fátækt fólk meikar akkúrat engan sens. Það gerðu þó topplausu muffin kökurnar í Seinfeld https://t.co/9dTBAyOhQ9— Hans Steinar (@hanssteinar) January 24, 2017 Björk Vilhelmsdóttir, félagsfræðingur og stjórnmálakona, er hugsi yfir tíðindunum. Sömu sögu er að segja um sagnfræðinginn Stefán Pálsson. Tengdar fréttir Pelsar merktir með rauðu spreyi á leið til fátækra á Íslandi „Til dæmis konan sem er búin að sofa í bílakjallara í Ráðhúsi Reykjavíkur,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir. 24. janúar 2017 10:51 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
„Við hjá Hjálparstarfi kirkjunnar myndum aldrei gefa svona merkta pelsa,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi og umsjónarmaður innanlandsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar, um pelsana sem Fjölskylduhjálp Íslands ætlar að gefa fátækum og heimilislausum hér á landi. Það voru alþjóðlegu dýraverndarsamtökin PETA sem gáfu Fjölskylduhjálp þessa pelsa sem hafa verið merkti með spreyi til að koma í veg fyrir að þeir verði seldir aftur. Þessi gjörningur hefur verið talsvert umdeildur og mikið til umræðu á samfélagsmiðlum það sem af er degi. Vilborg Oddsdóttir segir í samtali við Vísi að Hjálparstarf kirkjunnar hefði ekki tekið við þessum pelsum frá PETA og hvað þá gefið fátækum þá.Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi og umsjónarmaður innanlandsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar.Vísir/GVA„Þetta er fyrst og fremst niðurlægjandi fyrir þann sem ætlar að gefa þetta. Að ætla að merkja fólk sem er fátækt. Þú kannski tekur pels af því þér er kalt og hefur ekkert annað. Þessi hugsunarháttur að spreyja á pelsana áður en maður gefur þá fátækum, mér hugnast hann ekki. Ég get skilið fólk sem er heimilislaust, þá er fínt að fá pels ef þú ert að drepast úr kulda.“ Pelsarnir verða afhentir í Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjavík á morgun en í Reykjanesbæ á fimmtudag. Þá verða einnig pelsar sendir út á land og til þeirra sem eru taldir þurfa á þeim að halda. Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður, sagði í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í dag að það væri siðferðislega rangt að merkja fólk fátækt. Hún sagði þörfina fyrir pelsana meiri víða annars staðar í heiminu og það væri til dæmis frekar hægt að nota þá sem ábreiður eða gólfmottur í flóttamannabúðum. PETA berst gegn því að fólk klæðist pelsum af dýraverndarsjónarmiðum en handritshöfundurinn Nína Richter segir PETA með reyna að koma pelsum úr tísku með því að láta þurfandi fá þá. Þá þurfi hinir ríku nýtt stöðutákn.Varðandi pelsamálið: PETA eru augljóslega að reyna að koma pelsum úr tísku með því að láta þurfandi fá þá. Hinir ríku þurfa nýtt stöðutákn.— Nína Richter (@Kisumamma) January 24, 2017 Íþróttafréttamaður Ríkisútvarpsins, Hans Steinar Bjarnason, segir þetta uppátæki meika akkúrat engan sens en bendir á að það gerðu þó topplausu möffin-kökurnar í Seinfeld-gamanþáttunum sem oft gátu verið ansi súrrealískir.Spreyjaðir pelsar fyrir fátækt fólk meikar akkúrat engan sens. Það gerðu þó topplausu muffin kökurnar í Seinfeld https://t.co/9dTBAyOhQ9— Hans Steinar (@hanssteinar) January 24, 2017 Björk Vilhelmsdóttir, félagsfræðingur og stjórnmálakona, er hugsi yfir tíðindunum. Sömu sögu er að segja um sagnfræðinginn Stefán Pálsson.
Tengdar fréttir Pelsar merktir með rauðu spreyi á leið til fátækra á Íslandi „Til dæmis konan sem er búin að sofa í bílakjallara í Ráðhúsi Reykjavíkur,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir. 24. janúar 2017 10:51 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Pelsar merktir með rauðu spreyi á leið til fátækra á Íslandi „Til dæmis konan sem er búin að sofa í bílakjallara í Ráðhúsi Reykjavíkur,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir. 24. janúar 2017 10:51