Stór dagur fyrir heimilin Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 19. maí 2014 07:00 Í gær var opnað fyrir umsóknir um leiðréttingu á höfuðstólslækkun verðtryggðra lána vegna óvænts verðbólguskots áranna í kringum efnahagshrunið. Það er í samræmi við þau loforð sem Framsóknarflokkurinn gaf kjósendum sínum fyrir síðustu kosningar og í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar. Þetta er stór dagur fyrir landsmenn en um 100 þúsund heimili geta nýtt sér þau skuldalækkunarúrræði sem nú standa til boða. Þar með er ljóst að ríkisstjórnin hefur staðið við það loforð sitt að setja fólkið í landinu í forgang með því að leiðrétta forsendubrestinn sem yfir heimilin dundi við fall bankakerfisins, þegar hagvöxtur, kaupmáttur, atvinnuleysi og verðbólga fóru öll úr böndunum á sama tíma. Slíkt hefur ekki gerst áður í sama mæli í fyrri efnahagsþrengingum þjóðarinnar. Skuldaleiðréttingin er réttlætisaðgerð en líka efnahagsleg aðgerð sem hefur, síðan hún kom fram í nóvember, hlotið jákvæðar umsagnir hjá erlendum aðilum sem horft er til í alþjóðlegu viðskiptalífi, eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og lánshæfismatsfyrirtækjum, sem hafa hækkað lánshæfismat Íslands í kjölfarið. Mikilvægast er þó að aðgerðirnar munu hafa mikil og jákvæð áhrif á skuldastöðu heimila í landinu og veita þannig heimilunum og þar með samfélaginu öllu öfluga viðspyrnu. Samhliða þessum aðgerðum er unnið að mikilvægum breytingum á húsnæðislánakerfi landsmanna eins og félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti fyrir skömmu. Breytingarnar eru m.a. til þess ætlaðar að bæta stöðu og kjör leigjenda og húsnæðissamvinnufélaga. Ríkisstjórnin hefur einnig samþykkt áætlun um framhald vinnu við afnám verðtryggingar á nýjum neytendalánum. Á undanförnu ári hefur efnahagur landsins batnað til mikilla muna. 4.000 ný störf hafa orðið til, hagvöxtur er meiri en hann hefur verið í fjölmörg ár, verðbólga er með allra minnsta móti og kaupmáttur eykst hraðar en í nokkru öðru Evrópulandi. Á aðeins einu ári hafa þar náðst gríðarlega mikilvægir áfangar í því þríþætta markmiði ríkisstjórnarinnar að vinna bug á tjóni fortíðar, koma í veg fyrir að slík áföll endurtaki sig og bæta kjör á Íslandi. Við getum því horft bjartsýn fram á veginn í aðdraganda 70 ára afmælis lýðveldisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Í gær var opnað fyrir umsóknir um leiðréttingu á höfuðstólslækkun verðtryggðra lána vegna óvænts verðbólguskots áranna í kringum efnahagshrunið. Það er í samræmi við þau loforð sem Framsóknarflokkurinn gaf kjósendum sínum fyrir síðustu kosningar og í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar. Þetta er stór dagur fyrir landsmenn en um 100 þúsund heimili geta nýtt sér þau skuldalækkunarúrræði sem nú standa til boða. Þar með er ljóst að ríkisstjórnin hefur staðið við það loforð sitt að setja fólkið í landinu í forgang með því að leiðrétta forsendubrestinn sem yfir heimilin dundi við fall bankakerfisins, þegar hagvöxtur, kaupmáttur, atvinnuleysi og verðbólga fóru öll úr böndunum á sama tíma. Slíkt hefur ekki gerst áður í sama mæli í fyrri efnahagsþrengingum þjóðarinnar. Skuldaleiðréttingin er réttlætisaðgerð en líka efnahagsleg aðgerð sem hefur, síðan hún kom fram í nóvember, hlotið jákvæðar umsagnir hjá erlendum aðilum sem horft er til í alþjóðlegu viðskiptalífi, eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og lánshæfismatsfyrirtækjum, sem hafa hækkað lánshæfismat Íslands í kjölfarið. Mikilvægast er þó að aðgerðirnar munu hafa mikil og jákvæð áhrif á skuldastöðu heimila í landinu og veita þannig heimilunum og þar með samfélaginu öllu öfluga viðspyrnu. Samhliða þessum aðgerðum er unnið að mikilvægum breytingum á húsnæðislánakerfi landsmanna eins og félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti fyrir skömmu. Breytingarnar eru m.a. til þess ætlaðar að bæta stöðu og kjör leigjenda og húsnæðissamvinnufélaga. Ríkisstjórnin hefur einnig samþykkt áætlun um framhald vinnu við afnám verðtryggingar á nýjum neytendalánum. Á undanförnu ári hefur efnahagur landsins batnað til mikilla muna. 4.000 ný störf hafa orðið til, hagvöxtur er meiri en hann hefur verið í fjölmörg ár, verðbólga er með allra minnsta móti og kaupmáttur eykst hraðar en í nokkru öðru Evrópulandi. Á aðeins einu ári hafa þar náðst gríðarlega mikilvægir áfangar í því þríþætta markmiði ríkisstjórnarinnar að vinna bug á tjóni fortíðar, koma í veg fyrir að slík áföll endurtaki sig og bæta kjör á Íslandi. Við getum því horft bjartsýn fram á veginn í aðdraganda 70 ára afmælis lýðveldisins.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar