Stjórnvöld auki ekki enn frekar á þensluna með ríkisútgjöldum Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. mars 2017 07:00 „Svona mikill hagvöxtur er langt yfir hagvaxtargetu þjóðarbúsins. Þetta leiðir augljóslega til þenslu. Við getum ekki viðhaldið svona hagvexti út í hið endalausa. Það er alveg gefið mál,“ segir Daníel Svavarsson, hagfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans. Hagvöxtur á Íslandi mældist 7,2 prósent á síðasta ári sem er mesti hagvöxtur frá árinu 2007 þegar hann nam 9,3 prósentum. Þetta er töluvert meiri hagvöxtur en mælst hefur á síðustu árum.Daníel Svavarsson hagfræðingurHagfræðideild Landsbankans segir að hagvöxtur hafi verið mun meiri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum. Horft yfir heiminn í heild hafi hagvöxtur aðeins mælst meiri í einu ríki á síðasta ári, Indlandi. Þar er áætlað að hagvöxturinn hafi numið 7,5 prósentum. Allt útlit er fyrir að hagvöxtur verði einnig mikill í ár með sífelldri fjölgun ferðamanna og góðri loðnuvertíð. Daníel bendir á að einkaneysla sé vaxandi og hafi ekki náð hámarki ennþá. „Þannig að það er alls ekki ólíklegt að hagvöxturinn í ár verði svipaður ef ekki meiri en í fyrra. En svo kemur að því að við getum ekki keyrt áfram á yfirgír og þá á sér stað einhver aðlögun. Og vonandi verður það niðurtröppun í hagvexti frekar en samdráttur,“ segir Daníel. Hann kveðst bjartsýnn á að það náist mjúk lending í þetta skipti. „Það er ekkert öruggt að þetta klikki hjá okkur núna. Vegna þess að þessi aukning í einkaneyslunni og fjárfestingu virðist enn sem komið er ekki tekin að láni. Einkaneyslan er til dæmis ekki að aukast meira en kaupmáttur launa. Það er ein vísbendingin. Og svo erum við ekki að sjá mikla útlánaaukningu í bankakerfinu. Fyrirtæki og heimili virðast því vera mikið að nota eigin fé til þess að fjárfesta,“ segir Daníel.Lars ChristensenLars Christensen, fyrrverandi aðalhagfræðingur Danske Bank, segir nýjustu hagvaxtartölur ekki gefa tilefni til að grípa til einhverra viðbragða í óðagoti. Hann tekur undir með Daníel, að staðan sé frábrugðin því sem var árið 2007-2008 þegar mikið lánsfé hafði streymt inn í hagkerfið. Hins vegar hafi Íslendingar núna gott færi á að hefja undirbúning að kerfisbreytingum í efnahagslífinu til að draga úr bólumyndun í hagkerfinu. Lars Christensen segir tekjur ríkisins aukast í þessu árferði. Ríkisstjórnin megi hins vegar ekki auka á þenslu með auknum ríkisútgjöldum. „Forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann verða að standa í lappirnar,“ segir Lars og fagnar hugmyndum um auðlindasjóð þar sem hægt er að leggja fyrir tekjur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira
„Svona mikill hagvöxtur er langt yfir hagvaxtargetu þjóðarbúsins. Þetta leiðir augljóslega til þenslu. Við getum ekki viðhaldið svona hagvexti út í hið endalausa. Það er alveg gefið mál,“ segir Daníel Svavarsson, hagfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans. Hagvöxtur á Íslandi mældist 7,2 prósent á síðasta ári sem er mesti hagvöxtur frá árinu 2007 þegar hann nam 9,3 prósentum. Þetta er töluvert meiri hagvöxtur en mælst hefur á síðustu árum.Daníel Svavarsson hagfræðingurHagfræðideild Landsbankans segir að hagvöxtur hafi verið mun meiri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum. Horft yfir heiminn í heild hafi hagvöxtur aðeins mælst meiri í einu ríki á síðasta ári, Indlandi. Þar er áætlað að hagvöxturinn hafi numið 7,5 prósentum. Allt útlit er fyrir að hagvöxtur verði einnig mikill í ár með sífelldri fjölgun ferðamanna og góðri loðnuvertíð. Daníel bendir á að einkaneysla sé vaxandi og hafi ekki náð hámarki ennþá. „Þannig að það er alls ekki ólíklegt að hagvöxturinn í ár verði svipaður ef ekki meiri en í fyrra. En svo kemur að því að við getum ekki keyrt áfram á yfirgír og þá á sér stað einhver aðlögun. Og vonandi verður það niðurtröppun í hagvexti frekar en samdráttur,“ segir Daníel. Hann kveðst bjartsýnn á að það náist mjúk lending í þetta skipti. „Það er ekkert öruggt að þetta klikki hjá okkur núna. Vegna þess að þessi aukning í einkaneyslunni og fjárfestingu virðist enn sem komið er ekki tekin að láni. Einkaneyslan er til dæmis ekki að aukast meira en kaupmáttur launa. Það er ein vísbendingin. Og svo erum við ekki að sjá mikla útlánaaukningu í bankakerfinu. Fyrirtæki og heimili virðast því vera mikið að nota eigin fé til þess að fjárfesta,“ segir Daníel.Lars ChristensenLars Christensen, fyrrverandi aðalhagfræðingur Danske Bank, segir nýjustu hagvaxtartölur ekki gefa tilefni til að grípa til einhverra viðbragða í óðagoti. Hann tekur undir með Daníel, að staðan sé frábrugðin því sem var árið 2007-2008 þegar mikið lánsfé hafði streymt inn í hagkerfið. Hins vegar hafi Íslendingar núna gott færi á að hefja undirbúning að kerfisbreytingum í efnahagslífinu til að draga úr bólumyndun í hagkerfinu. Lars Christensen segir tekjur ríkisins aukast í þessu árferði. Ríkisstjórnin megi hins vegar ekki auka á þenslu með auknum ríkisútgjöldum. „Forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann verða að standa í lappirnar,“ segir Lars og fagnar hugmyndum um auðlindasjóð þar sem hægt er að leggja fyrir tekjur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira