Stjórnvöld auki ekki enn frekar á þensluna með ríkisútgjöldum Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. mars 2017 07:00 „Svona mikill hagvöxtur er langt yfir hagvaxtargetu þjóðarbúsins. Þetta leiðir augljóslega til þenslu. Við getum ekki viðhaldið svona hagvexti út í hið endalausa. Það er alveg gefið mál,“ segir Daníel Svavarsson, hagfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans. Hagvöxtur á Íslandi mældist 7,2 prósent á síðasta ári sem er mesti hagvöxtur frá árinu 2007 þegar hann nam 9,3 prósentum. Þetta er töluvert meiri hagvöxtur en mælst hefur á síðustu árum.Daníel Svavarsson hagfræðingurHagfræðideild Landsbankans segir að hagvöxtur hafi verið mun meiri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum. Horft yfir heiminn í heild hafi hagvöxtur aðeins mælst meiri í einu ríki á síðasta ári, Indlandi. Þar er áætlað að hagvöxturinn hafi numið 7,5 prósentum. Allt útlit er fyrir að hagvöxtur verði einnig mikill í ár með sífelldri fjölgun ferðamanna og góðri loðnuvertíð. Daníel bendir á að einkaneysla sé vaxandi og hafi ekki náð hámarki ennþá. „Þannig að það er alls ekki ólíklegt að hagvöxturinn í ár verði svipaður ef ekki meiri en í fyrra. En svo kemur að því að við getum ekki keyrt áfram á yfirgír og þá á sér stað einhver aðlögun. Og vonandi verður það niðurtröppun í hagvexti frekar en samdráttur,“ segir Daníel. Hann kveðst bjartsýnn á að það náist mjúk lending í þetta skipti. „Það er ekkert öruggt að þetta klikki hjá okkur núna. Vegna þess að þessi aukning í einkaneyslunni og fjárfestingu virðist enn sem komið er ekki tekin að láni. Einkaneyslan er til dæmis ekki að aukast meira en kaupmáttur launa. Það er ein vísbendingin. Og svo erum við ekki að sjá mikla útlánaaukningu í bankakerfinu. Fyrirtæki og heimili virðast því vera mikið að nota eigin fé til þess að fjárfesta,“ segir Daníel.Lars ChristensenLars Christensen, fyrrverandi aðalhagfræðingur Danske Bank, segir nýjustu hagvaxtartölur ekki gefa tilefni til að grípa til einhverra viðbragða í óðagoti. Hann tekur undir með Daníel, að staðan sé frábrugðin því sem var árið 2007-2008 þegar mikið lánsfé hafði streymt inn í hagkerfið. Hins vegar hafi Íslendingar núna gott færi á að hefja undirbúning að kerfisbreytingum í efnahagslífinu til að draga úr bólumyndun í hagkerfinu. Lars Christensen segir tekjur ríkisins aukast í þessu árferði. Ríkisstjórnin megi hins vegar ekki auka á þenslu með auknum ríkisútgjöldum. „Forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann verða að standa í lappirnar,“ segir Lars og fagnar hugmyndum um auðlindasjóð þar sem hægt er að leggja fyrir tekjur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sjá meira
„Svona mikill hagvöxtur er langt yfir hagvaxtargetu þjóðarbúsins. Þetta leiðir augljóslega til þenslu. Við getum ekki viðhaldið svona hagvexti út í hið endalausa. Það er alveg gefið mál,“ segir Daníel Svavarsson, hagfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans. Hagvöxtur á Íslandi mældist 7,2 prósent á síðasta ári sem er mesti hagvöxtur frá árinu 2007 þegar hann nam 9,3 prósentum. Þetta er töluvert meiri hagvöxtur en mælst hefur á síðustu árum.Daníel Svavarsson hagfræðingurHagfræðideild Landsbankans segir að hagvöxtur hafi verið mun meiri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum. Horft yfir heiminn í heild hafi hagvöxtur aðeins mælst meiri í einu ríki á síðasta ári, Indlandi. Þar er áætlað að hagvöxturinn hafi numið 7,5 prósentum. Allt útlit er fyrir að hagvöxtur verði einnig mikill í ár með sífelldri fjölgun ferðamanna og góðri loðnuvertíð. Daníel bendir á að einkaneysla sé vaxandi og hafi ekki náð hámarki ennþá. „Þannig að það er alls ekki ólíklegt að hagvöxturinn í ár verði svipaður ef ekki meiri en í fyrra. En svo kemur að því að við getum ekki keyrt áfram á yfirgír og þá á sér stað einhver aðlögun. Og vonandi verður það niðurtröppun í hagvexti frekar en samdráttur,“ segir Daníel. Hann kveðst bjartsýnn á að það náist mjúk lending í þetta skipti. „Það er ekkert öruggt að þetta klikki hjá okkur núna. Vegna þess að þessi aukning í einkaneyslunni og fjárfestingu virðist enn sem komið er ekki tekin að láni. Einkaneyslan er til dæmis ekki að aukast meira en kaupmáttur launa. Það er ein vísbendingin. Og svo erum við ekki að sjá mikla útlánaaukningu í bankakerfinu. Fyrirtæki og heimili virðast því vera mikið að nota eigin fé til þess að fjárfesta,“ segir Daníel.Lars ChristensenLars Christensen, fyrrverandi aðalhagfræðingur Danske Bank, segir nýjustu hagvaxtartölur ekki gefa tilefni til að grípa til einhverra viðbragða í óðagoti. Hann tekur undir með Daníel, að staðan sé frábrugðin því sem var árið 2007-2008 þegar mikið lánsfé hafði streymt inn í hagkerfið. Hins vegar hafi Íslendingar núna gott færi á að hefja undirbúning að kerfisbreytingum í efnahagslífinu til að draga úr bólumyndun í hagkerfinu. Lars Christensen segir tekjur ríkisins aukast í þessu árferði. Ríkisstjórnin megi hins vegar ekki auka á þenslu með auknum ríkisútgjöldum. „Forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann verða að standa í lappirnar,“ segir Lars og fagnar hugmyndum um auðlindasjóð þar sem hægt er að leggja fyrir tekjur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sjá meira