Stjórnarmyndun, stéttabarátta og málamiðlanir Torfi H. Tulinius skrifar 21. desember 2016 07:00 Þau sem fara fyrir flokkunum fimm sem hafa reynt að mynda starfhæfa ríkisstjórn frá miðju til vinstri eru geðþekkar manneskjur. Enginn efast um einlægan vilja þeirra til að finna samstarfsflöt án þess að fórna of miklu af stefnumálum sínum. Samt hefur ekki gengið saman með þeim. Gæti skýringin verið að menn hafi misst sjónar á því hvar hagsmunir fjöldans liggja? Á það til dæmis við um Pírata og Bjarta framtíð sem hafna skiptingu milli vinstri og hægri og kalla eftir nýjum vinnubrögðum í stjórnmálum? Auðvelt er að samsinna því að gott sé að festast ekki í skotgröfum og að starfshætti megi ávallt bæta. Það breytir ekki því að mikill meirihluti verðmæta landsmanna er í höndum fámenns hóps eignamanna og að bilið milli þeirra og hinna er að aukast. Ekki bætir úr skák að þau kerfi samfélagsins sem hafa gert misskiptinguna bærilega hafa veikst. Það er hagur meginþorra landsmanna að snúa þessari þróun við. Miðjustjórn í þágu almennings hlýtur að taka mið af því. Annars halda helstu stoðir samfélagsins áfram að drabbast niður: heilbrigðiskerfið, velferðin, samgöngurnar, skólarnir, rannsóknir og nýsköpun, m.ö.o. allt sem gerir samfélag okkar manneskjulegt og býr það undir framtíðina. Það verður að sækja fjármunina þangað sem þeir eru. Á Norðurlöndum og víða í Vestur-Evrópu eru hærri skattþrep fyrir þá tekjumeiri og skattar á stóreignafólk. Þetta er viðurkenning á því að það er samfélagið sem gerir þessu fólki kleift að auðgast og því sé eðlilegt að það taki þátt í að halda því við. Þetta á íslensk efnastétt erfitt með að viðurkenna.Óbilgjörn auðmannastétt Fréttir herma að stjórnarmyndun hafi siglt í strand vegna þess að ekki var samkomulag um tekjuhlið ríkisfjármála, m.ö.o. um að skattleggja þá efnameiri. Einn af flokkunum sem komu að umræddum viðræðum, Viðreisn, á rætur hjá stóreignafólki og þeim sem starfa fyrir það. Það er því ekki von að hann vilji efla tekjuöflun ríkisins með þessum hætti. Þótt geðþekkir séu, virðast forystumenn flokksins ekki hafa verið tilbúnir að gefa neitt eftir að þessu leyti. Þeir hafa staðið með hagsmunum fámennrar stéttar gegn fjöldanum. Í viðleitni sinni til að ná saman virðast hinir flokkarnir fjórir hafa verið misjafnlega meðvitaðir um að í gangi væri stéttabarátta. Nú er eins og línur hafi skýrst. Framsóknarflokkurinn er að uppruna og upplagi félagslega sinnaður og hefur nú skákað auðmanninum sem var formaður um skeið út í horn. Í ljósi þess að nauðsynlegt er að styrkja tekjuhlið ríkisfjármála og Viðreisn virðist ekki vilja málamiðlanir er rétt að Píratar, Samfylking, Björt framtíð og Vinstri græn kanni samstarf við Framsókn. Þá þarf aðrar málamiðlanir en þær eru líklega skárri en að óbilgjörn og skammsýn auðmannastétt setji öðrum skilyrði sem eru óásættanleg ef endurreisa á velferð, menntun og nýsköpun á Íslandi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þau sem fara fyrir flokkunum fimm sem hafa reynt að mynda starfhæfa ríkisstjórn frá miðju til vinstri eru geðþekkar manneskjur. Enginn efast um einlægan vilja þeirra til að finna samstarfsflöt án þess að fórna of miklu af stefnumálum sínum. Samt hefur ekki gengið saman með þeim. Gæti skýringin verið að menn hafi misst sjónar á því hvar hagsmunir fjöldans liggja? Á það til dæmis við um Pírata og Bjarta framtíð sem hafna skiptingu milli vinstri og hægri og kalla eftir nýjum vinnubrögðum í stjórnmálum? Auðvelt er að samsinna því að gott sé að festast ekki í skotgröfum og að starfshætti megi ávallt bæta. Það breytir ekki því að mikill meirihluti verðmæta landsmanna er í höndum fámenns hóps eignamanna og að bilið milli þeirra og hinna er að aukast. Ekki bætir úr skák að þau kerfi samfélagsins sem hafa gert misskiptinguna bærilega hafa veikst. Það er hagur meginþorra landsmanna að snúa þessari þróun við. Miðjustjórn í þágu almennings hlýtur að taka mið af því. Annars halda helstu stoðir samfélagsins áfram að drabbast niður: heilbrigðiskerfið, velferðin, samgöngurnar, skólarnir, rannsóknir og nýsköpun, m.ö.o. allt sem gerir samfélag okkar manneskjulegt og býr það undir framtíðina. Það verður að sækja fjármunina þangað sem þeir eru. Á Norðurlöndum og víða í Vestur-Evrópu eru hærri skattþrep fyrir þá tekjumeiri og skattar á stóreignafólk. Þetta er viðurkenning á því að það er samfélagið sem gerir þessu fólki kleift að auðgast og því sé eðlilegt að það taki þátt í að halda því við. Þetta á íslensk efnastétt erfitt með að viðurkenna.Óbilgjörn auðmannastétt Fréttir herma að stjórnarmyndun hafi siglt í strand vegna þess að ekki var samkomulag um tekjuhlið ríkisfjármála, m.ö.o. um að skattleggja þá efnameiri. Einn af flokkunum sem komu að umræddum viðræðum, Viðreisn, á rætur hjá stóreignafólki og þeim sem starfa fyrir það. Það er því ekki von að hann vilji efla tekjuöflun ríkisins með þessum hætti. Þótt geðþekkir séu, virðast forystumenn flokksins ekki hafa verið tilbúnir að gefa neitt eftir að þessu leyti. Þeir hafa staðið með hagsmunum fámennrar stéttar gegn fjöldanum. Í viðleitni sinni til að ná saman virðast hinir flokkarnir fjórir hafa verið misjafnlega meðvitaðir um að í gangi væri stéttabarátta. Nú er eins og línur hafi skýrst. Framsóknarflokkurinn er að uppruna og upplagi félagslega sinnaður og hefur nú skákað auðmanninum sem var formaður um skeið út í horn. Í ljósi þess að nauðsynlegt er að styrkja tekjuhlið ríkisfjármála og Viðreisn virðist ekki vilja málamiðlanir er rétt að Píratar, Samfylking, Björt framtíð og Vinstri græn kanni samstarf við Framsókn. Þá þarf aðrar málamiðlanir en þær eru líklega skárri en að óbilgjörn og skammsýn auðmannastétt setji öðrum skilyrði sem eru óásættanleg ef endurreisa á velferð, menntun og nýsköpun á Íslandi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar