Stjórnarmyndun, stéttabarátta og málamiðlanir Torfi H. Tulinius skrifar 21. desember 2016 07:00 Þau sem fara fyrir flokkunum fimm sem hafa reynt að mynda starfhæfa ríkisstjórn frá miðju til vinstri eru geðþekkar manneskjur. Enginn efast um einlægan vilja þeirra til að finna samstarfsflöt án þess að fórna of miklu af stefnumálum sínum. Samt hefur ekki gengið saman með þeim. Gæti skýringin verið að menn hafi misst sjónar á því hvar hagsmunir fjöldans liggja? Á það til dæmis við um Pírata og Bjarta framtíð sem hafna skiptingu milli vinstri og hægri og kalla eftir nýjum vinnubrögðum í stjórnmálum? Auðvelt er að samsinna því að gott sé að festast ekki í skotgröfum og að starfshætti megi ávallt bæta. Það breytir ekki því að mikill meirihluti verðmæta landsmanna er í höndum fámenns hóps eignamanna og að bilið milli þeirra og hinna er að aukast. Ekki bætir úr skák að þau kerfi samfélagsins sem hafa gert misskiptinguna bærilega hafa veikst. Það er hagur meginþorra landsmanna að snúa þessari þróun við. Miðjustjórn í þágu almennings hlýtur að taka mið af því. Annars halda helstu stoðir samfélagsins áfram að drabbast niður: heilbrigðiskerfið, velferðin, samgöngurnar, skólarnir, rannsóknir og nýsköpun, m.ö.o. allt sem gerir samfélag okkar manneskjulegt og býr það undir framtíðina. Það verður að sækja fjármunina þangað sem þeir eru. Á Norðurlöndum og víða í Vestur-Evrópu eru hærri skattþrep fyrir þá tekjumeiri og skattar á stóreignafólk. Þetta er viðurkenning á því að það er samfélagið sem gerir þessu fólki kleift að auðgast og því sé eðlilegt að það taki þátt í að halda því við. Þetta á íslensk efnastétt erfitt með að viðurkenna.Óbilgjörn auðmannastétt Fréttir herma að stjórnarmyndun hafi siglt í strand vegna þess að ekki var samkomulag um tekjuhlið ríkisfjármála, m.ö.o. um að skattleggja þá efnameiri. Einn af flokkunum sem komu að umræddum viðræðum, Viðreisn, á rætur hjá stóreignafólki og þeim sem starfa fyrir það. Það er því ekki von að hann vilji efla tekjuöflun ríkisins með þessum hætti. Þótt geðþekkir séu, virðast forystumenn flokksins ekki hafa verið tilbúnir að gefa neitt eftir að þessu leyti. Þeir hafa staðið með hagsmunum fámennrar stéttar gegn fjöldanum. Í viðleitni sinni til að ná saman virðast hinir flokkarnir fjórir hafa verið misjafnlega meðvitaðir um að í gangi væri stéttabarátta. Nú er eins og línur hafi skýrst. Framsóknarflokkurinn er að uppruna og upplagi félagslega sinnaður og hefur nú skákað auðmanninum sem var formaður um skeið út í horn. Í ljósi þess að nauðsynlegt er að styrkja tekjuhlið ríkisfjármála og Viðreisn virðist ekki vilja málamiðlanir er rétt að Píratar, Samfylking, Björt framtíð og Vinstri græn kanni samstarf við Framsókn. Þá þarf aðrar málamiðlanir en þær eru líklega skárri en að óbilgjörn og skammsýn auðmannastétt setji öðrum skilyrði sem eru óásættanleg ef endurreisa á velferð, menntun og nýsköpun á Íslandi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þau sem fara fyrir flokkunum fimm sem hafa reynt að mynda starfhæfa ríkisstjórn frá miðju til vinstri eru geðþekkar manneskjur. Enginn efast um einlægan vilja þeirra til að finna samstarfsflöt án þess að fórna of miklu af stefnumálum sínum. Samt hefur ekki gengið saman með þeim. Gæti skýringin verið að menn hafi misst sjónar á því hvar hagsmunir fjöldans liggja? Á það til dæmis við um Pírata og Bjarta framtíð sem hafna skiptingu milli vinstri og hægri og kalla eftir nýjum vinnubrögðum í stjórnmálum? Auðvelt er að samsinna því að gott sé að festast ekki í skotgröfum og að starfshætti megi ávallt bæta. Það breytir ekki því að mikill meirihluti verðmæta landsmanna er í höndum fámenns hóps eignamanna og að bilið milli þeirra og hinna er að aukast. Ekki bætir úr skák að þau kerfi samfélagsins sem hafa gert misskiptinguna bærilega hafa veikst. Það er hagur meginþorra landsmanna að snúa þessari þróun við. Miðjustjórn í þágu almennings hlýtur að taka mið af því. Annars halda helstu stoðir samfélagsins áfram að drabbast niður: heilbrigðiskerfið, velferðin, samgöngurnar, skólarnir, rannsóknir og nýsköpun, m.ö.o. allt sem gerir samfélag okkar manneskjulegt og býr það undir framtíðina. Það verður að sækja fjármunina þangað sem þeir eru. Á Norðurlöndum og víða í Vestur-Evrópu eru hærri skattþrep fyrir þá tekjumeiri og skattar á stóreignafólk. Þetta er viðurkenning á því að það er samfélagið sem gerir þessu fólki kleift að auðgast og því sé eðlilegt að það taki þátt í að halda því við. Þetta á íslensk efnastétt erfitt með að viðurkenna.Óbilgjörn auðmannastétt Fréttir herma að stjórnarmyndun hafi siglt í strand vegna þess að ekki var samkomulag um tekjuhlið ríkisfjármála, m.ö.o. um að skattleggja þá efnameiri. Einn af flokkunum sem komu að umræddum viðræðum, Viðreisn, á rætur hjá stóreignafólki og þeim sem starfa fyrir það. Það er því ekki von að hann vilji efla tekjuöflun ríkisins með þessum hætti. Þótt geðþekkir séu, virðast forystumenn flokksins ekki hafa verið tilbúnir að gefa neitt eftir að þessu leyti. Þeir hafa staðið með hagsmunum fámennrar stéttar gegn fjöldanum. Í viðleitni sinni til að ná saman virðast hinir flokkarnir fjórir hafa verið misjafnlega meðvitaðir um að í gangi væri stéttabarátta. Nú er eins og línur hafi skýrst. Framsóknarflokkurinn er að uppruna og upplagi félagslega sinnaður og hefur nú skákað auðmanninum sem var formaður um skeið út í horn. Í ljósi þess að nauðsynlegt er að styrkja tekjuhlið ríkisfjármála og Viðreisn virðist ekki vilja málamiðlanir er rétt að Píratar, Samfylking, Björt framtíð og Vinstri græn kanni samstarf við Framsókn. Þá þarf aðrar málamiðlanir en þær eru líklega skárri en að óbilgjörn og skammsýn auðmannastétt setji öðrum skilyrði sem eru óásættanleg ef endurreisa á velferð, menntun og nýsköpun á Íslandi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar