Viðskipti innlent

Stjórnarmaður selur í Icelandair: Hlutabréfin taka dýfu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Gengi hlutabréfa í Icelandair Group er nú 23,4 krónur en hefur lækkað um fjörutíu prósent frá því að ná hæstu hæðum í apríl,
Gengi hlutabréfa í Icelandair Group er nú 23,4 krónur en hefur lækkað um fjörutíu prósent frá því að ná hæstu hæðum í apríl, Vísir/Vilhelm
Katrín Olga Jóhannesdóttir, athafnakona og stjórnarmaður Icelandair Group, seldi 400 þúsund hluti í Icelandair Group í morgun á genginu 24. Hún seldi því bréf fyrir 9,6 milljónir króna. Eftir viðskiptin á hún 13.046 hluti í félaginu.





Katrín Olga Jóhannesdóttir seldi stóran hluta bréfa sinna í Icelandair Group í dag.Vísir/Ernir
Í dag er síðasti dagur þriðja ársfjórðungs. Gengi hlutabréfa í Icelandair Group hafa lækkað allverulega í dag, eða um 4,68 prósent í 908 milljón króna viðskiptum.

Gengi hlutabréfa í Icelandair Group er nú 23,4 krónur en hefur lækkað um fjörutíu prósent frá því að ná hæstu hæðum í apríl, þegar gengið var 38,9 krónur.

Gengi allra hlutabréfa í Kauphöll Íslands í dag hafa lækkað, og hefur úrvalsvísitalan lækkað um 2,86 prósent. Fréttir af hækkandi olíuverði og hærri verðbólga sökum villu Hagstofunnar hafa dregið úr væntingum fjárfesta til þess að Seðlabankinn lækki stýrivexti í næstu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×