Viðskipti erlent

Stjórnarformaðurinn yfirgefur Barclays

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Barclays bankinn staðfesti í morgun fréttir breska ríkisútvarpsins, BBC, um að stjórnarformaðurinn, Marcus Aguis, myndi láta af störfum. Ástæðan er sú að bankinn var á dögunum sektaður um það sem samsvarar 57 milljörðum íslenskra króna fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á stýrivexti með ólöglegum aðgerðum. Bob Diamond, framkvæmdastjóri Barclays, mun gefa skýrslu fyrir fjármálanefnd breska þingsins á miðvikudag vegna hneykslisins. Aguis mætir svo fyrir nefndina á fimmtudaginn.



Það var BBC sem greindi frá.






Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×