Handbolti

Stjarnan og Afturelding áfram í bikarnum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Andri Hjartar Grétarsson skoraði ellefu mörk í kvöld.
Andri Hjartar Grétarsson skoraði ellefu mörk í kvöld. vísir/eyþór
Stjarnan og Afturelding, sem bæði leika í Olís-deildinni, komust áfram í átta liða úrslit Coca Cola-bikarsins í handbolta í kvöld.

Stjarnan tók á móti Val 2 á heimavelli sínum í Mýrinni og vann átta marka sigur, 33-25. Sami munurinn var á liðunum í hálfleik, 18-10.

Andri Hjartar Grétarsson raðaði inn mörkum í kvöld en hann skoraði ellefu mörk fyrir Stjörnuna. Ingvar Árnason, sem áður spilaði með aðalliði Vals í efstu deild, skoraði níu mörk fyrir gestina.

Afturelding marði 1. deildar lið Þróttar með tveimur mörkum, 29-27, í Laugardalshöllinni en staðan var 12-11 fyrir Þróttara í hálfleik.

Óttar Filip Pétursson og Aron Valur Jóhannsson skoruðu báðir sex mörk fyrir Þróttara en Elvar Ásgeirsson var markahæstur gestanna úr Mosfellsbænum með átta mörk.

Stjarnan og Afturelding verða því í hattinum þegar dregið verður til átta liða úrslitanna en þar verða einnig HK, Fram og Selfoss.

Valur 2 - Stjarnan 25-33

Mörk Vals 2: Ingvar Árnason 9, Guðmundur Jónsson 4, Ásbjörn Stefánsson 3, Björn Óli Guðmundsson 3, Davíð Höskuldsson 2, Fannar Örn Þorbjörnsson 1, Atli Rúnar Steinþórsson 1, Birgir Örn Birgisson 1, Jóhann Þór Friðgeirsson 1.

Mörk Stjörnunnar: Andri Hjartar Grétarsson 11, Starri Friðriskson 4, Stefán Darri Þórsson 4, Hjálmtýr Alfreðsson 4, Sverrir Eyjólfsson 2, Garðar B. Sigurjónsson 2, Gunnar valdimar Johnsen 2, Ari Pétursson 1, Brynjar Jökull Guðmundsson 1, Ari Magnús Þorgeirsson 1, Finnur Jónsson 1.

Þróttur - Afturelding 27-29

Mörk Þróttar: Óttar Filip Pétursson 6, Aron Valur Jóhannsson 6, Guðni Síemsen Guðmundsson 4, Styrmir Sigurðarson 3, Ólafur Guðni Eiríksson 3, Aron Heiðar Guðmundsson 2, Halldór Rúnarsson 1, Axel Sveinsson 1, Jón Hjálmarsson 1.

Mörk Aftureldingar: Elvar Ásgeirsson 8, Árni Bragi Eyjólfsson5, Gunnar Malmquist Þórsson 5, Gestur Ólafur Ingvarsson 3, Kristinn Hrannar Elísberg 3, Guðni Kristinsson 2, Jón Heiðar Gunnarsson 2, Bjarki Benediktsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×