Stimpilgjöld óverjanleg skattlagning 12. mars 2007 06:45 Jóhanna segir ástæðu þess að stimpilgjaldið sé ekki afnumið vera þá að þau séu orðin mikilvæg tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Tekjur hans vegna gjaldsins eru áætlaðar 6,2 milljarðar á þessu ári. „Þetta er mjög ósanngjarn skattur, bæði gagnvart fyrirtækjum og einstaklingum,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um 1,5 prósenta stimpilgjald sem samkvæmt lögum er skylt að greiða til ríkissjóðs af höfuðstóli allra lána. Samkvæmt ríkisreikningi námu tekjur ríkissjóðs árið 2005 af gjaldinu rúmum níu milljörðum króna. Þær eru áætlaðar 6,2 milljarðar á þessu ári samkvæmt fjárlögum. Jóhanna segir gjaldið sérstaklega ósanngjarnt gagnvart íbúðareigendum. „Unga fólkið er að spenna bogann alveg á fullu þegar það er að kaupa sér íbúð. Þá kemur ríkisvaldið með krumluna og hirðir hundruð þúsunda í stimpilgjöld. Hámarkslán Íbúðalánasjóðs eru 18 milljónir þannig að stimpilgjöld af þannig láni er um 270 þúsund krónur.“ Ríkið ber ekki neinn kostnað vegna gjaldsins og því segir Jóhanna það ekki vera neitt annað en viðbótarskattheimtu. Auk þess lána bankarnir fólki fyrir gjaldinu og af því lánsfé þarf að greiða vexti og verðbætur út lánstímann. Þeir græða því líka á þessu fyrirkomulagi. „Það er mikill meirihluti fyrir því á Alþingi að afnema þessi gjöld. En þetta er orðin svo mikil tekjuöflun fyrir ríkissjóð að það er ekkert gert. Það getur hins vegar enginn varið þennan skatt. Hann er það óréttlátur.“ Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, tekur í sama streng og segir stimpilgjaldið hindra hreyfanleika neytenda á lánamarkaði. „Þetta gjald kemur í veg fyrir að þú farir með lánin þín á milli banka því ef það er gert þá leggst stimpilgjaldið aftur ofan á lánið. Við lögðum fram þingsályktunartillögu í haust um að þetta yrði aflagt í áföngum til að sýna ábyrgð. En í sjálfu sér gæti ég alveg fallist á að þetta yrði strax tekið af að fullu.“ Báðir stjórnarflokkarnir hafa ályktað um það á landsfundum sínum að stimpilgjaldið skyldi afnumið. Samt hefur slíkt ekki verið gert. Árni Mathiesen fjármálaráðherra segist þó gjarnan vilja losna við stimpilgjaldið. „það er einfaldlega ekki skynsamlegt að gera það nú vegna þess að það er svo mikil þensla á fasteignamarkaðinum. Afnám stimpilgjaldsins myndi leiða til enn meiri þenslu. En undir réttum kringumstæðum gæti þetta orðið beinlínis jákvæð efnahagsleg aðgerð.“ Ekki náðist í Jón Sigurðsson, formann Framsóknarflokksins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira
„Þetta er mjög ósanngjarn skattur, bæði gagnvart fyrirtækjum og einstaklingum,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um 1,5 prósenta stimpilgjald sem samkvæmt lögum er skylt að greiða til ríkissjóðs af höfuðstóli allra lána. Samkvæmt ríkisreikningi námu tekjur ríkissjóðs árið 2005 af gjaldinu rúmum níu milljörðum króna. Þær eru áætlaðar 6,2 milljarðar á þessu ári samkvæmt fjárlögum. Jóhanna segir gjaldið sérstaklega ósanngjarnt gagnvart íbúðareigendum. „Unga fólkið er að spenna bogann alveg á fullu þegar það er að kaupa sér íbúð. Þá kemur ríkisvaldið með krumluna og hirðir hundruð þúsunda í stimpilgjöld. Hámarkslán Íbúðalánasjóðs eru 18 milljónir þannig að stimpilgjöld af þannig láni er um 270 þúsund krónur.“ Ríkið ber ekki neinn kostnað vegna gjaldsins og því segir Jóhanna það ekki vera neitt annað en viðbótarskattheimtu. Auk þess lána bankarnir fólki fyrir gjaldinu og af því lánsfé þarf að greiða vexti og verðbætur út lánstímann. Þeir græða því líka á þessu fyrirkomulagi. „Það er mikill meirihluti fyrir því á Alþingi að afnema þessi gjöld. En þetta er orðin svo mikil tekjuöflun fyrir ríkissjóð að það er ekkert gert. Það getur hins vegar enginn varið þennan skatt. Hann er það óréttlátur.“ Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, tekur í sama streng og segir stimpilgjaldið hindra hreyfanleika neytenda á lánamarkaði. „Þetta gjald kemur í veg fyrir að þú farir með lánin þín á milli banka því ef það er gert þá leggst stimpilgjaldið aftur ofan á lánið. Við lögðum fram þingsályktunartillögu í haust um að þetta yrði aflagt í áföngum til að sýna ábyrgð. En í sjálfu sér gæti ég alveg fallist á að þetta yrði strax tekið af að fullu.“ Báðir stjórnarflokkarnir hafa ályktað um það á landsfundum sínum að stimpilgjaldið skyldi afnumið. Samt hefur slíkt ekki verið gert. Árni Mathiesen fjármálaráðherra segist þó gjarnan vilja losna við stimpilgjaldið. „það er einfaldlega ekki skynsamlegt að gera það nú vegna þess að það er svo mikil þensla á fasteignamarkaðinum. Afnám stimpilgjaldsins myndi leiða til enn meiri þenslu. En undir réttum kringumstæðum gæti þetta orðið beinlínis jákvæð efnahagsleg aðgerð.“ Ekki náðist í Jón Sigurðsson, formann Framsóknarflokksins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira