Stígamót veitir viðurkenningar vegna framlags í baráttunni gegn kynferðisofbeldi Stefán Árni Pálsson skrifar 6. desember 2013 18:58 Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Í dag afhentu Stígamót viðurkenningar til sjö aðila vegna framlags þeirra í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Þessir aðilar eru Erna Agnarsdóttir og María Haraldsdóttir sem afhjúpuðu eitthvert umfangsmesta kynferðisbrotamál sem þekkt er hér á landi og leiddi til mikillar vitundarvakningar. Fréttaþátturinn Kastljós fékk fjölmiðlaviðurkenningu Stígamóta fyrir að djarfan og góðan fréttaflutning af sama máli sem er til fyrirmyndar fyrir aðra fjölmiðla. Þær Hildur Fjóla Antonsdóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir voru heiðraðar fyrir vandaða rannsókn á meðferð réttarkerfisins á nauðgunum. Stefán Ingi Stefánsson hjá Unicef fékk viðurkenningu fyrir vaska framgöngu gegn kynferðisofbeldi gegn börnum. Hinn róttæki og femíníski vefmiðill Knúzið fékk viðurkenningu fyrir þá vitundarvakningu um jafnrétti og ofbeldismál sem miðillinn hefur unnið að. Theodóra Þórarinsdóttir var heiðruð fyrir óeigingjörn störf sín fyrir Stígamót lengst allra kvenna. Síðast en ekki síst heiðruðu Stígamót forvarnarátakið Fáðu já og handritshöfunda þess þau Brynhildi Björnsdóttur, Páll Óskar Hjálmtýsson og Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur. Að lokum skal þess getið að í dag var formlega stofnaður Sannleiksjóður Stígamóta. Aðdragandi þess var að sá að nýlega barst bréf til Stígamóta og með því fylgdu 100.000 krónur frá konu sem kýs að láta ekki nafns síns getið. Hún sagði: „Ég er fulltrúi fjöldans, fjölda sem ekki sættir sig við að dómstólum sé beitt í hvítþvotti karla sem hata konur. Ég er fulltrúi þeirra sem er bæði ljúft og skylt að láta fé af hendi rakna til þess að standa vörð um kynfrelsi kvenna, frelsinu til að greina frá reynslu sinni og afleiðingum ofbeldis." Til viðbótar má geta þess að tvær aðrar konur hafa óskað eftir að afhenda okkur fjármuni sem þær vilji að renni í Sannleikssjóðinn. Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Sjá meira
Í dag afhentu Stígamót viðurkenningar til sjö aðila vegna framlags þeirra í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Þessir aðilar eru Erna Agnarsdóttir og María Haraldsdóttir sem afhjúpuðu eitthvert umfangsmesta kynferðisbrotamál sem þekkt er hér á landi og leiddi til mikillar vitundarvakningar. Fréttaþátturinn Kastljós fékk fjölmiðlaviðurkenningu Stígamóta fyrir að djarfan og góðan fréttaflutning af sama máli sem er til fyrirmyndar fyrir aðra fjölmiðla. Þær Hildur Fjóla Antonsdóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir voru heiðraðar fyrir vandaða rannsókn á meðferð réttarkerfisins á nauðgunum. Stefán Ingi Stefánsson hjá Unicef fékk viðurkenningu fyrir vaska framgöngu gegn kynferðisofbeldi gegn börnum. Hinn róttæki og femíníski vefmiðill Knúzið fékk viðurkenningu fyrir þá vitundarvakningu um jafnrétti og ofbeldismál sem miðillinn hefur unnið að. Theodóra Þórarinsdóttir var heiðruð fyrir óeigingjörn störf sín fyrir Stígamót lengst allra kvenna. Síðast en ekki síst heiðruðu Stígamót forvarnarátakið Fáðu já og handritshöfunda þess þau Brynhildi Björnsdóttur, Páll Óskar Hjálmtýsson og Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur. Að lokum skal þess getið að í dag var formlega stofnaður Sannleiksjóður Stígamóta. Aðdragandi þess var að sá að nýlega barst bréf til Stígamóta og með því fylgdu 100.000 krónur frá konu sem kýs að láta ekki nafns síns getið. Hún sagði: „Ég er fulltrúi fjöldans, fjölda sem ekki sættir sig við að dómstólum sé beitt í hvítþvotti karla sem hata konur. Ég er fulltrúi þeirra sem er bæði ljúft og skylt að láta fé af hendi rakna til þess að standa vörð um kynfrelsi kvenna, frelsinu til að greina frá reynslu sinni og afleiðingum ofbeldis." Til viðbótar má geta þess að tvær aðrar konur hafa óskað eftir að afhenda okkur fjármuni sem þær vilji að renni í Sannleikssjóðinn.
Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Sjá meira