Stígamót veitir viðurkenningar vegna framlags í baráttunni gegn kynferðisofbeldi Stefán Árni Pálsson skrifar 6. desember 2013 18:58 Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Í dag afhentu Stígamót viðurkenningar til sjö aðila vegna framlags þeirra í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Þessir aðilar eru Erna Agnarsdóttir og María Haraldsdóttir sem afhjúpuðu eitthvert umfangsmesta kynferðisbrotamál sem þekkt er hér á landi og leiddi til mikillar vitundarvakningar. Fréttaþátturinn Kastljós fékk fjölmiðlaviðurkenningu Stígamóta fyrir að djarfan og góðan fréttaflutning af sama máli sem er til fyrirmyndar fyrir aðra fjölmiðla. Þær Hildur Fjóla Antonsdóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir voru heiðraðar fyrir vandaða rannsókn á meðferð réttarkerfisins á nauðgunum. Stefán Ingi Stefánsson hjá Unicef fékk viðurkenningu fyrir vaska framgöngu gegn kynferðisofbeldi gegn börnum. Hinn róttæki og femíníski vefmiðill Knúzið fékk viðurkenningu fyrir þá vitundarvakningu um jafnrétti og ofbeldismál sem miðillinn hefur unnið að. Theodóra Þórarinsdóttir var heiðruð fyrir óeigingjörn störf sín fyrir Stígamót lengst allra kvenna. Síðast en ekki síst heiðruðu Stígamót forvarnarátakið Fáðu já og handritshöfunda þess þau Brynhildi Björnsdóttur, Páll Óskar Hjálmtýsson og Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur. Að lokum skal þess getið að í dag var formlega stofnaður Sannleiksjóður Stígamóta. Aðdragandi þess var að sá að nýlega barst bréf til Stígamóta og með því fylgdu 100.000 krónur frá konu sem kýs að láta ekki nafns síns getið. Hún sagði: „Ég er fulltrúi fjöldans, fjölda sem ekki sættir sig við að dómstólum sé beitt í hvítþvotti karla sem hata konur. Ég er fulltrúi þeirra sem er bæði ljúft og skylt að láta fé af hendi rakna til þess að standa vörð um kynfrelsi kvenna, frelsinu til að greina frá reynslu sinni og afleiðingum ofbeldis." Til viðbótar má geta þess að tvær aðrar konur hafa óskað eftir að afhenda okkur fjármuni sem þær vilji að renni í Sannleikssjóðinn. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Í dag afhentu Stígamót viðurkenningar til sjö aðila vegna framlags þeirra í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Þessir aðilar eru Erna Agnarsdóttir og María Haraldsdóttir sem afhjúpuðu eitthvert umfangsmesta kynferðisbrotamál sem þekkt er hér á landi og leiddi til mikillar vitundarvakningar. Fréttaþátturinn Kastljós fékk fjölmiðlaviðurkenningu Stígamóta fyrir að djarfan og góðan fréttaflutning af sama máli sem er til fyrirmyndar fyrir aðra fjölmiðla. Þær Hildur Fjóla Antonsdóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir voru heiðraðar fyrir vandaða rannsókn á meðferð réttarkerfisins á nauðgunum. Stefán Ingi Stefánsson hjá Unicef fékk viðurkenningu fyrir vaska framgöngu gegn kynferðisofbeldi gegn börnum. Hinn róttæki og femíníski vefmiðill Knúzið fékk viðurkenningu fyrir þá vitundarvakningu um jafnrétti og ofbeldismál sem miðillinn hefur unnið að. Theodóra Þórarinsdóttir var heiðruð fyrir óeigingjörn störf sín fyrir Stígamót lengst allra kvenna. Síðast en ekki síst heiðruðu Stígamót forvarnarátakið Fáðu já og handritshöfunda þess þau Brynhildi Björnsdóttur, Páll Óskar Hjálmtýsson og Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur. Að lokum skal þess getið að í dag var formlega stofnaður Sannleiksjóður Stígamóta. Aðdragandi þess var að sá að nýlega barst bréf til Stígamóta og með því fylgdu 100.000 krónur frá konu sem kýs að láta ekki nafns síns getið. Hún sagði: „Ég er fulltrúi fjöldans, fjölda sem ekki sættir sig við að dómstólum sé beitt í hvítþvotti karla sem hata konur. Ég er fulltrúi þeirra sem er bæði ljúft og skylt að láta fé af hendi rakna til þess að standa vörð um kynfrelsi kvenna, frelsinu til að greina frá reynslu sinni og afleiðingum ofbeldis." Til viðbótar má geta þess að tvær aðrar konur hafa óskað eftir að afhenda okkur fjármuni sem þær vilji að renni í Sannleikssjóðinn.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira