Innlent

Stífluðu fossinn í leit að konunni

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Frá leitinni í gær en gljúfrið má sjá á hægri hluta myndarinnar.
Frá leitinni í gær en gljúfrið má sjá á hægri hluta myndarinnar. vísir/magnús hlynur/kolbrún magnúsdóttir
Hluti fossins í Bleiksárgljúfri var í kvöld stíflaður og seig þar kafari niður í þeirri von að finna konuna sem leitað hefur verið síðan á sunnudag.  Aðgerðin tók tæpa fimm klukkutíma en fannst konan ekki þar. 

Ekkert hefur spurst til konunnar síðan á laugardagskvöld, en spænsk vinkona hennar, sem var nýflutt til landsins, fannst látin í Bleiksárgljúfri á þriðjudag.

Að sögn Sveins K. Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Hvolsvelli, eru á annað hundrað manns við leitina og þyrla Landhelgisgæslunnar.  Hann segir að búið sé að kemba allt gljúfrið þrívegis en leitinni verður haldið áfram í nótt. Hann segir leitarskilyrði góð, en þó sé mikið af hyljum og gljúfrum. Gljúfrið sé þröngt og erfitt yfirferðar.

Í morgun fundust fótspor eftir berfætta manneskju, um þremur kílómetrum austan við Bleiksárgljúfur, en ekki var hægt að staðfesta hvort þau væru eftir konuna sem saknað er.


Tengdar fréttir

Leita á víðara svæði

„Það hefur verið leitað nánast samfleitt. Sumir leitarhópar hvíldu sig einungis í um tvo tíma,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli.

Fundu fótspor eftir berfætta manneskju

Leit stendur enn yfir að konu sem saknað er eftir sumarbústaðaferð í Fljótshlíð. Fótspor eftir berfætta manneskju fannst í morgun um þremur kílómetrum austan við Bleiksárgljúfur.

Fannst látin í Bleiksárgljúfri

Erlend kona fannst látin í Bleiksárgljúfri um 25 kílómetra frá Hvolsvelli í gærkvöldi og leit stendur yfir að íslenskri konu.

Leitarsvæðið stækkað

Um 80 manns taka nú þátt í leit að íslenskri konu sem hefur verið týnd frá því á laugardagskvöldið.

Erfið leitarskilyrði í Bleiksárgljúfri

Víðtæk leit stendur nú yfir að íslenskri konu í innanverðri Fljótshlíð í Rangárvallarsýslu, þar sem erlend vinkona hennar fannst látin í gær.

Leit heldur áfram í nótt

Um 170 manns taka þátt í leitinni en björgunarsveitir frá Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu byrjuðu smátt og smátt að tínast upp Fljótshlíðina upp úr hádegi í dag til að taka þátt í henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×