Steve Clarke um byrjun Liverpool: Við fáum sjö af tíu mögulegum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2011 11:30 Steve Clarke og Kenny Dalglish. Mynd/Nordic Photos/Getty Steve Clarke, þjálfari aðalliðs Liverpool og aðstoðarmaður Kenny Dalglish, hefur tjáð sig um byrjun Liverpool-liðsins sem hefur fengið 10 stig af 18 mögulegum og er búið að tapa fyrir bæði Stoke og Tottenham. Liverpool er nú með aðeins fjórum stigum meira en í fyrra þegar mikil óánægja var þegar farin að gerjast með þáverandi stjóra Roy Hodgson sem var síðan rekinn í janúar. „Það er engin þörf á því að missa sig yfir þessu eða vera eitthvað of vonsvikinn með þessa meðalbyrjun. Við erum líklega að horfa upp á einkunn upp á sjö af tíu mögulegum. Við höfum spilað stundum vel en stundum líka illa en það er skiljanlegt hjá liði sem er að taka svona marga nýja leikmenn inn," sagði Steve Clarke. Steve Clarke tjáði sig líka um Luis Suarez og fyrirliðann Steven Gerrard. Sá fyrrnefndi var ekkert alltof sáttur með að vera skipt útaf um helgina og Gerrard spilaði þá sínar fyrstu mínútur í ensku úrvalsdeildinni eftir meiðslin. „Það eru margir góðir leikmenn í þessari deild en þeir allra bestu hafa rétta hugarfarið fram yfir hina. Luis er einn af þeim og hann elskar að spila fótbolta og er alveg eins og á æfingum og í leikjum," sagði Clarke og er greinilega yfir sig hrifinn af kappsemi Suarez sem hann segir skína í gegn. Gerrard kom inn á fyrir Suarez undir lok leiksins um helgina. „Steven mun ráða því sjálfur hversu fljótt hann kemur inn í þetta að fullu með því hvernig hann stendur sig á æfingunum. Við erum ánægðir með það hvar hann er staddur núna. Við hefðum kannski getað komið með hann aðeins fyrr inn á móti Wolves en það þróaðist ekki þannig. Núna fær hann heila viku í viðbót og við getum látið hann taka á því á æfingunum," sagði Clarke. Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Feðgarnir slógust eftir leik Sport „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Í beinni: Vestri - KR | Ennþá partý á Ísafirði? Íslenski boltinn Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Arsenal | Risaleikur á Anfield City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Sjá meira
Steve Clarke, þjálfari aðalliðs Liverpool og aðstoðarmaður Kenny Dalglish, hefur tjáð sig um byrjun Liverpool-liðsins sem hefur fengið 10 stig af 18 mögulegum og er búið að tapa fyrir bæði Stoke og Tottenham. Liverpool er nú með aðeins fjórum stigum meira en í fyrra þegar mikil óánægja var þegar farin að gerjast með þáverandi stjóra Roy Hodgson sem var síðan rekinn í janúar. „Það er engin þörf á því að missa sig yfir þessu eða vera eitthvað of vonsvikinn með þessa meðalbyrjun. Við erum líklega að horfa upp á einkunn upp á sjö af tíu mögulegum. Við höfum spilað stundum vel en stundum líka illa en það er skiljanlegt hjá liði sem er að taka svona marga nýja leikmenn inn," sagði Steve Clarke. Steve Clarke tjáði sig líka um Luis Suarez og fyrirliðann Steven Gerrard. Sá fyrrnefndi var ekkert alltof sáttur með að vera skipt útaf um helgina og Gerrard spilaði þá sínar fyrstu mínútur í ensku úrvalsdeildinni eftir meiðslin. „Það eru margir góðir leikmenn í þessari deild en þeir allra bestu hafa rétta hugarfarið fram yfir hina. Luis er einn af þeim og hann elskar að spila fótbolta og er alveg eins og á æfingum og í leikjum," sagði Clarke og er greinilega yfir sig hrifinn af kappsemi Suarez sem hann segir skína í gegn. Gerrard kom inn á fyrir Suarez undir lok leiksins um helgina. „Steven mun ráða því sjálfur hversu fljótt hann kemur inn í þetta að fullu með því hvernig hann stendur sig á æfingunum. Við erum ánægðir með það hvar hann er staddur núna. Við hefðum kannski getað komið með hann aðeins fyrr inn á móti Wolves en það þróaðist ekki þannig. Núna fær hann heila viku í viðbót og við getum látið hann taka á því á æfingunum," sagði Clarke.
Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Feðgarnir slógust eftir leik Sport „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Í beinni: Vestri - KR | Ennþá partý á Ísafirði? Íslenski boltinn Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Arsenal | Risaleikur á Anfield City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Sjá meira