Steve Clarke um byrjun Liverpool: Við fáum sjö af tíu mögulegum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2011 11:30 Steve Clarke og Kenny Dalglish. Mynd/Nordic Photos/Getty Steve Clarke, þjálfari aðalliðs Liverpool og aðstoðarmaður Kenny Dalglish, hefur tjáð sig um byrjun Liverpool-liðsins sem hefur fengið 10 stig af 18 mögulegum og er búið að tapa fyrir bæði Stoke og Tottenham. Liverpool er nú með aðeins fjórum stigum meira en í fyrra þegar mikil óánægja var þegar farin að gerjast með þáverandi stjóra Roy Hodgson sem var síðan rekinn í janúar. „Það er engin þörf á því að missa sig yfir þessu eða vera eitthvað of vonsvikinn með þessa meðalbyrjun. Við erum líklega að horfa upp á einkunn upp á sjö af tíu mögulegum. Við höfum spilað stundum vel en stundum líka illa en það er skiljanlegt hjá liði sem er að taka svona marga nýja leikmenn inn," sagði Steve Clarke. Steve Clarke tjáði sig líka um Luis Suarez og fyrirliðann Steven Gerrard. Sá fyrrnefndi var ekkert alltof sáttur með að vera skipt útaf um helgina og Gerrard spilaði þá sínar fyrstu mínútur í ensku úrvalsdeildinni eftir meiðslin. „Það eru margir góðir leikmenn í þessari deild en þeir allra bestu hafa rétta hugarfarið fram yfir hina. Luis er einn af þeim og hann elskar að spila fótbolta og er alveg eins og á æfingum og í leikjum," sagði Clarke og er greinilega yfir sig hrifinn af kappsemi Suarez sem hann segir skína í gegn. Gerrard kom inn á fyrir Suarez undir lok leiksins um helgina. „Steven mun ráða því sjálfur hversu fljótt hann kemur inn í þetta að fullu með því hvernig hann stendur sig á æfingunum. Við erum ánægðir með það hvar hann er staddur núna. Við hefðum kannski getað komið með hann aðeins fyrr inn á móti Wolves en það þróaðist ekki þannig. Núna fær hann heila viku í viðbót og við getum látið hann taka á því á æfingunum," sagði Clarke. Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Sjá meira
Steve Clarke, þjálfari aðalliðs Liverpool og aðstoðarmaður Kenny Dalglish, hefur tjáð sig um byrjun Liverpool-liðsins sem hefur fengið 10 stig af 18 mögulegum og er búið að tapa fyrir bæði Stoke og Tottenham. Liverpool er nú með aðeins fjórum stigum meira en í fyrra þegar mikil óánægja var þegar farin að gerjast með þáverandi stjóra Roy Hodgson sem var síðan rekinn í janúar. „Það er engin þörf á því að missa sig yfir þessu eða vera eitthvað of vonsvikinn með þessa meðalbyrjun. Við erum líklega að horfa upp á einkunn upp á sjö af tíu mögulegum. Við höfum spilað stundum vel en stundum líka illa en það er skiljanlegt hjá liði sem er að taka svona marga nýja leikmenn inn," sagði Steve Clarke. Steve Clarke tjáði sig líka um Luis Suarez og fyrirliðann Steven Gerrard. Sá fyrrnefndi var ekkert alltof sáttur með að vera skipt útaf um helgina og Gerrard spilaði þá sínar fyrstu mínútur í ensku úrvalsdeildinni eftir meiðslin. „Það eru margir góðir leikmenn í þessari deild en þeir allra bestu hafa rétta hugarfarið fram yfir hina. Luis er einn af þeim og hann elskar að spila fótbolta og er alveg eins og á æfingum og í leikjum," sagði Clarke og er greinilega yfir sig hrifinn af kappsemi Suarez sem hann segir skína í gegn. Gerrard kom inn á fyrir Suarez undir lok leiksins um helgina. „Steven mun ráða því sjálfur hversu fljótt hann kemur inn í þetta að fullu með því hvernig hann stendur sig á æfingunum. Við erum ánægðir með það hvar hann er staddur núna. Við hefðum kannski getað komið með hann aðeins fyrr inn á móti Wolves en það þróaðist ekki þannig. Núna fær hann heila viku í viðbót og við getum látið hann taka á því á æfingunum," sagði Clarke.
Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Sjá meira