Sterkari en nokkru sinni fyrr Anna Bentína Hermansen skrifar 10. september 2011 06:00 Ég er ein af þeim rúmlega 5.200 konum sem hafa leitað til Stígamóta eftir að hafa verið beitt kynferðisofbeldi. Á bak við hverja einustu tölu er manneskja sem hefur nafn og á sitt líf. Stundum held ég að tölur geri fólk ónæmt fyrir þessum málum, þess vegna finnst mér mikilvægt að koma fram undir nafni. Í dag get ég það því mér finnst ég ekkert hafa að fela enda hef ég ekkert að skammast mín fyrir. Ég get staðið fyrir framan þjóðina stolt yfir því að hafa komist í gegnum þessa reynslu og tekist á við hana þannig að ég er sterkari fyrir vikið. Hins vegar eru ekki allir það lánsamir og þá á ég við fólkið sem aldrei leitar sér hjálpar og býr með skömm sína og reynslu í þögn sem verður stundum óbærileg. Ég þekki það sjálf því það tók mig tíma að leita mér hjálpar. Ég reyndi að ýta reynslu minni í burtu, vann eins og berserkur, kaffærði mig í verkefnum og var á sífelldum flótta undan líðan minni. Ég var full af skömm, sektarkennd og sjálfsásökunum vegna þess ofbeldis sem var framið á mér en ekki af mér. Mér leið eins og ég hefði verið svipt stórum hluta af sjálfri mér og þessi hluti myndaði tómarúm sem fylltist af kvíða, þunglyndi og félagsfælni. Skömmin að hafa orðið fyrir þessu var helsti þátturinn sem kom í veg fyrir að ég leitaði mér hjálpar. Ég var í nokkur ár í einstaklingsviðtölum áður en ég treysti mér til að fara í sjálfshjálparhóp á Stígamótum. Í þessum hópum eru 5-6 einstaklingar og leiðbeinandi. Við hittumst tvisvar í viku í tvo mánuði og fórum í gegnum reynslu okkar, líðan og tilfinningar. Í þessum hópi gerðist kraftaverk. Ég hitti aðrar konur sem höfðu sömu reynslu. Ég heyrði þær segja frá sömu skömminni og sjálfsásökunum sem ég upplifði og þá fyrst skildi ég hversu fáránlegt það er að þau sem beitt eru ofbeldi beri þá skömm sem ofbeldismaðurinn ætti að bera. Ég sá líka að kvíðinn og þunglyndið voru ekki karaktereinkenni sem ég hafði þróað með mér, heldur afleiðingar af ofbeldinu. Ég sá að ég hafði svipt sjálfa mig helmingnum af lífinu í viðleitni minni að kæfa niður reynsluna sem ég varð fyrir. Ég uppgötvaði að mestu fordómarnir sem ég þurfti að yfirstíga voru eigin fordómar gagnvart sjálfri mér og því sem ég hafði upplifað. Mikilvægasta verkfærið í bataferlinu er að rjúfa þögnina og fá viðurkenningu á þessari erfiðu lífsreynslu. Gefa sjálfri sér leyfi til að upplifa sársaukann og þjáninguna. Þetta leyfi fékk ég á Stígamótum, þar var ég umvafin skilningi og líðan mín var viðurkennd. Fyrir mér snérist vinna mín á Stígamótun um að gefa sjálfri mér þá gjöf að fara í gegnum þessa reynslu og gera hana upp að því marki sem mér var framast unnt. Eina leiðin út úr sársaukanum er að fara í gegnum hann og þessi vinna hefur gert mig sterkari. Að rjúfa þögnina er töfrum líkast, þú heyrir ekki bara í sjálfri þér og setur í orð það ósegjanlega. Það er eins og orðin moki út skömminni, þú færir hana út úr sjálfri þér, sleppir henni lausri og sérð hversu mikil fásinna það er að þú berir hana. Þú skilar henni á réttan stað, til ofbeldismannsins. Þú stendur uppi sem sigurvegari vegna þess að þú komst í gegnum eina erfiðustu lífsreynslu sem hægt er að hugsa sér og þar af leiðandi býrðu yfir miklum styrk. Það óeigingjarna starf sem unnið er á Stígamótum bjargaði lífi mínu. Ég hefði ekki getað haldið áfram mikið lengur í þeirri vanlíðan sem ég var í. Ef ég hefði þurft að borga fyrir viðtölin og hópavinnuna hefði ég líklega ekki getað leitað mér hjálpar. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að fólk geti sótt sér aðstoð án þess að þurfa að hafa áhyggjur af fjárhagslegum þætti þess. Að auki tekur samfélagið ábyrgð með því að veita þessa þjónustu ókeypis. Það sýnir hluttekningu og viðurkennir þörfina fyrir svona úrræði. Vegna vinnu minnar á Stígamótum hef ég fundið þann styrk aftur sem bjó alltaf í mér. Grundvöllurinn molnaði eftir reynslu mína en á Stígamótum byggði ég hann upp á ný. Ég reis upp úr öskustónni, vængjuð nýjum krafti, endurheimti sjálfa mig og það sterkari en nokkru sinni fyrr. Hver einasta manneskja sem upplifað hefur kynferðisofbeldi getur endurheimt sjálfa sig eins og ég gerði. Hún þarf bara að byrja og hvert ferðalag hefst á einu skrefi. Þjónusta Stígamóta er besti ferðafélaginn á þessu ferðalagi og algjörlega ómissandi fyrir okkar samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Ég er ein af þeim rúmlega 5.200 konum sem hafa leitað til Stígamóta eftir að hafa verið beitt kynferðisofbeldi. Á bak við hverja einustu tölu er manneskja sem hefur nafn og á sitt líf. Stundum held ég að tölur geri fólk ónæmt fyrir þessum málum, þess vegna finnst mér mikilvægt að koma fram undir nafni. Í dag get ég það því mér finnst ég ekkert hafa að fela enda hef ég ekkert að skammast mín fyrir. Ég get staðið fyrir framan þjóðina stolt yfir því að hafa komist í gegnum þessa reynslu og tekist á við hana þannig að ég er sterkari fyrir vikið. Hins vegar eru ekki allir það lánsamir og þá á ég við fólkið sem aldrei leitar sér hjálpar og býr með skömm sína og reynslu í þögn sem verður stundum óbærileg. Ég þekki það sjálf því það tók mig tíma að leita mér hjálpar. Ég reyndi að ýta reynslu minni í burtu, vann eins og berserkur, kaffærði mig í verkefnum og var á sífelldum flótta undan líðan minni. Ég var full af skömm, sektarkennd og sjálfsásökunum vegna þess ofbeldis sem var framið á mér en ekki af mér. Mér leið eins og ég hefði verið svipt stórum hluta af sjálfri mér og þessi hluti myndaði tómarúm sem fylltist af kvíða, þunglyndi og félagsfælni. Skömmin að hafa orðið fyrir þessu var helsti þátturinn sem kom í veg fyrir að ég leitaði mér hjálpar. Ég var í nokkur ár í einstaklingsviðtölum áður en ég treysti mér til að fara í sjálfshjálparhóp á Stígamótum. Í þessum hópum eru 5-6 einstaklingar og leiðbeinandi. Við hittumst tvisvar í viku í tvo mánuði og fórum í gegnum reynslu okkar, líðan og tilfinningar. Í þessum hópi gerðist kraftaverk. Ég hitti aðrar konur sem höfðu sömu reynslu. Ég heyrði þær segja frá sömu skömminni og sjálfsásökunum sem ég upplifði og þá fyrst skildi ég hversu fáránlegt það er að þau sem beitt eru ofbeldi beri þá skömm sem ofbeldismaðurinn ætti að bera. Ég sá líka að kvíðinn og þunglyndið voru ekki karaktereinkenni sem ég hafði þróað með mér, heldur afleiðingar af ofbeldinu. Ég sá að ég hafði svipt sjálfa mig helmingnum af lífinu í viðleitni minni að kæfa niður reynsluna sem ég varð fyrir. Ég uppgötvaði að mestu fordómarnir sem ég þurfti að yfirstíga voru eigin fordómar gagnvart sjálfri mér og því sem ég hafði upplifað. Mikilvægasta verkfærið í bataferlinu er að rjúfa þögnina og fá viðurkenningu á þessari erfiðu lífsreynslu. Gefa sjálfri sér leyfi til að upplifa sársaukann og þjáninguna. Þetta leyfi fékk ég á Stígamótum, þar var ég umvafin skilningi og líðan mín var viðurkennd. Fyrir mér snérist vinna mín á Stígamótun um að gefa sjálfri mér þá gjöf að fara í gegnum þessa reynslu og gera hana upp að því marki sem mér var framast unnt. Eina leiðin út úr sársaukanum er að fara í gegnum hann og þessi vinna hefur gert mig sterkari. Að rjúfa þögnina er töfrum líkast, þú heyrir ekki bara í sjálfri þér og setur í orð það ósegjanlega. Það er eins og orðin moki út skömminni, þú færir hana út úr sjálfri þér, sleppir henni lausri og sérð hversu mikil fásinna það er að þú berir hana. Þú skilar henni á réttan stað, til ofbeldismannsins. Þú stendur uppi sem sigurvegari vegna þess að þú komst í gegnum eina erfiðustu lífsreynslu sem hægt er að hugsa sér og þar af leiðandi býrðu yfir miklum styrk. Það óeigingjarna starf sem unnið er á Stígamótum bjargaði lífi mínu. Ég hefði ekki getað haldið áfram mikið lengur í þeirri vanlíðan sem ég var í. Ef ég hefði þurft að borga fyrir viðtölin og hópavinnuna hefði ég líklega ekki getað leitað mér hjálpar. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að fólk geti sótt sér aðstoð án þess að þurfa að hafa áhyggjur af fjárhagslegum þætti þess. Að auki tekur samfélagið ábyrgð með því að veita þessa þjónustu ókeypis. Það sýnir hluttekningu og viðurkennir þörfina fyrir svona úrræði. Vegna vinnu minnar á Stígamótum hef ég fundið þann styrk aftur sem bjó alltaf í mér. Grundvöllurinn molnaði eftir reynslu mína en á Stígamótum byggði ég hann upp á ný. Ég reis upp úr öskustónni, vængjuð nýjum krafti, endurheimti sjálfa mig og það sterkari en nokkru sinni fyrr. Hver einasta manneskja sem upplifað hefur kynferðisofbeldi getur endurheimt sjálfa sig eins og ég gerði. Hún þarf bara að byrja og hvert ferðalag hefst á einu skrefi. Þjónusta Stígamóta er besti ferðafélaginn á þessu ferðalagi og algjörlega ómissandi fyrir okkar samfélag.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun