Erlent

Stendur við ummæli sín um að Hitler hafi stutt síonisma

Samúel Karl Ólason skrifar
Ken Livingstone.
Ken Livingstone. Vísir/EPA
Ken Livingstone, fyrrverandi borgarstjóri London, stendur við ummæli sín um að Adolf Hitler hafi stutt síonisma. Hann var rekinn úr Verkamannaflokknum eftir ummæli sín, sem Livingstone segir að séu rétt og hann ætli ekki að biðjast afsökunar.

„Hvernig get ég sært og móðgað gyðinga með því að segja eitthvað sem forsætisráðherra Ísrael hefur einnig sagt?“ er haft eftir Livingstone á vef BBC.

Ummæli borgarstjórans fyrrverandi féllu á fimmtudaginn þegar hann sagði að þegar Hitler hafi unnið kosningarnar í Þýskalandi árið 1932 hafi hann viljað senda gyðinga til Ísrael. Hann hafi stutt síonisma áður en hann hafi orðið geðveikur og myrt sex milljónir gyðinga.

Hér að neðan má sjá viðtal við Ken Livingstone skömmu eftir upprunalegu ummæli hans á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×