Stendur fyrir blysför að heimili Jóhönnu 11. mars 2009 10:19 Þórhallur Vilhjálmsson Þórhallur Vilhjálmsson markaðsfræðingur stendur fyrir blysför að heimili Jóhönnu Sigurðardóttur í kvöld. Tilgangurinn er að þrýsta á forsætisráðherra að bjóða sig fram til formanns Samfylkingarinnar. Jóhanna íhugar nú áskoranir samfylkingarfólks og minnir Þórhallur á að hún hafi aldrei sagt nei við fólkið. Þórhallur hefur sett saman keðjubréf sem ætlað er samfylkingarfólki, félagshyggjufólki, vinstrimönnum og öðrum íslendingum. „Þegar þetta keðjubréf fer af stað að morgni miðvikudagsins 11. mars þá er Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra enn að íhuga þá áskoranir sem henni hafa borist frá flokksmönnum Samfylkingarinnar um að hún gefi kost á sér sem næsti formaður Samfylkingarinnar," segir í bréfinu. Því næst segir að íslenska þjóðin hafi á undanförnum mánuðum orðið fyrir meira áfalli en nokkur núlifandi íslendingur hafi upplifað og nú þurfi þjóðin að taka höndum saman um að ná sér upp úr öldudalnum og berjast fyrir tilvist sinni og velferð. Þórhallur segir að til þess að þetta geti gerst þurfi þjóðin afdráttarlausa forystu félagshyggju- og vinstri afla og eins og staðan er í dag þá sé aðeins ein manneskja sem getur leitt þessi öfl. Það sé Jóhanna Sigurðardóttir. „Undirrituðum finnst að Jóhanna megi ekki hafna áskorunum og beiðnum sem til hennar hafa borist nema að hún finni einnig fyrir stuðningi og áskorunum hins almenna flokksmanns og almennings og upplifi þær á annan hátt en með tölvupóstum, bréfum og í fjölmiðlum. Jóhanna er stefnuföst kona og sumir mundu ganga svo langt að segja að hún geti verið þver á stundum en hún hefur alltaf hlustað á fólkið. Þess vegna skorar undirritaður á félaga sína og lesendur þessa bréfs að efna til blysfarar til Jóhönnu í dag, miðvikudaginn 11. mars." Aðgerðaráætlun: 19:30 Göngumenn safnast saman á bílaplaninu sem er á milli Þjóðarbókhlöðunnar og Hótel Sögu við Birkimel. Blys verða seld á vægu verði til þeirra sem hafa áhuga. 20:00 Gengið til Jóhönnu annað hvort að Stjórnarráðinu við Lækjatorg eða heim til hennar í Högunum eftir því á hvorum staðnum hún heldur til og henni afhent beiðni og áskorun göngumanna um að hún gefi kost á sér sem næsti formaður Samfylkingarinnar. ATH. Ef á einhverjum tímapúnkti í dag komi yfirlýsing frá Jóhönnu um að hún taki áskorunum flokksmanna þá fellur þessi blysför niður. Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Þórhallur Vilhjálmsson markaðsfræðingur stendur fyrir blysför að heimili Jóhönnu Sigurðardóttur í kvöld. Tilgangurinn er að þrýsta á forsætisráðherra að bjóða sig fram til formanns Samfylkingarinnar. Jóhanna íhugar nú áskoranir samfylkingarfólks og minnir Þórhallur á að hún hafi aldrei sagt nei við fólkið. Þórhallur hefur sett saman keðjubréf sem ætlað er samfylkingarfólki, félagshyggjufólki, vinstrimönnum og öðrum íslendingum. „Þegar þetta keðjubréf fer af stað að morgni miðvikudagsins 11. mars þá er Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra enn að íhuga þá áskoranir sem henni hafa borist frá flokksmönnum Samfylkingarinnar um að hún gefi kost á sér sem næsti formaður Samfylkingarinnar," segir í bréfinu. Því næst segir að íslenska þjóðin hafi á undanförnum mánuðum orðið fyrir meira áfalli en nokkur núlifandi íslendingur hafi upplifað og nú þurfi þjóðin að taka höndum saman um að ná sér upp úr öldudalnum og berjast fyrir tilvist sinni og velferð. Þórhallur segir að til þess að þetta geti gerst þurfi þjóðin afdráttarlausa forystu félagshyggju- og vinstri afla og eins og staðan er í dag þá sé aðeins ein manneskja sem getur leitt þessi öfl. Það sé Jóhanna Sigurðardóttir. „Undirrituðum finnst að Jóhanna megi ekki hafna áskorunum og beiðnum sem til hennar hafa borist nema að hún finni einnig fyrir stuðningi og áskorunum hins almenna flokksmanns og almennings og upplifi þær á annan hátt en með tölvupóstum, bréfum og í fjölmiðlum. Jóhanna er stefnuföst kona og sumir mundu ganga svo langt að segja að hún geti verið þver á stundum en hún hefur alltaf hlustað á fólkið. Þess vegna skorar undirritaður á félaga sína og lesendur þessa bréfs að efna til blysfarar til Jóhönnu í dag, miðvikudaginn 11. mars." Aðgerðaráætlun: 19:30 Göngumenn safnast saman á bílaplaninu sem er á milli Þjóðarbókhlöðunnar og Hótel Sögu við Birkimel. Blys verða seld á vægu verði til þeirra sem hafa áhuga. 20:00 Gengið til Jóhönnu annað hvort að Stjórnarráðinu við Lækjatorg eða heim til hennar í Högunum eftir því á hvorum staðnum hún heldur til og henni afhent beiðni og áskorun göngumanna um að hún gefi kost á sér sem næsti formaður Samfylkingarinnar. ATH. Ef á einhverjum tímapúnkti í dag komi yfirlýsing frá Jóhönnu um að hún taki áskorunum flokksmanna þá fellur þessi blysför niður.
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira