Stendur fyrir blysför að heimili Jóhönnu 11. mars 2009 10:19 Þórhallur Vilhjálmsson Þórhallur Vilhjálmsson markaðsfræðingur stendur fyrir blysför að heimili Jóhönnu Sigurðardóttur í kvöld. Tilgangurinn er að þrýsta á forsætisráðherra að bjóða sig fram til formanns Samfylkingarinnar. Jóhanna íhugar nú áskoranir samfylkingarfólks og minnir Þórhallur á að hún hafi aldrei sagt nei við fólkið. Þórhallur hefur sett saman keðjubréf sem ætlað er samfylkingarfólki, félagshyggjufólki, vinstrimönnum og öðrum íslendingum. „Þegar þetta keðjubréf fer af stað að morgni miðvikudagsins 11. mars þá er Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra enn að íhuga þá áskoranir sem henni hafa borist frá flokksmönnum Samfylkingarinnar um að hún gefi kost á sér sem næsti formaður Samfylkingarinnar," segir í bréfinu. Því næst segir að íslenska þjóðin hafi á undanförnum mánuðum orðið fyrir meira áfalli en nokkur núlifandi íslendingur hafi upplifað og nú þurfi þjóðin að taka höndum saman um að ná sér upp úr öldudalnum og berjast fyrir tilvist sinni og velferð. Þórhallur segir að til þess að þetta geti gerst þurfi þjóðin afdráttarlausa forystu félagshyggju- og vinstri afla og eins og staðan er í dag þá sé aðeins ein manneskja sem getur leitt þessi öfl. Það sé Jóhanna Sigurðardóttir. „Undirrituðum finnst að Jóhanna megi ekki hafna áskorunum og beiðnum sem til hennar hafa borist nema að hún finni einnig fyrir stuðningi og áskorunum hins almenna flokksmanns og almennings og upplifi þær á annan hátt en með tölvupóstum, bréfum og í fjölmiðlum. Jóhanna er stefnuföst kona og sumir mundu ganga svo langt að segja að hún geti verið þver á stundum en hún hefur alltaf hlustað á fólkið. Þess vegna skorar undirritaður á félaga sína og lesendur þessa bréfs að efna til blysfarar til Jóhönnu í dag, miðvikudaginn 11. mars." Aðgerðaráætlun: 19:30 Göngumenn safnast saman á bílaplaninu sem er á milli Þjóðarbókhlöðunnar og Hótel Sögu við Birkimel. Blys verða seld á vægu verði til þeirra sem hafa áhuga. 20:00 Gengið til Jóhönnu annað hvort að Stjórnarráðinu við Lækjatorg eða heim til hennar í Högunum eftir því á hvorum staðnum hún heldur til og henni afhent beiðni og áskorun göngumanna um að hún gefi kost á sér sem næsti formaður Samfylkingarinnar. ATH. Ef á einhverjum tímapúnkti í dag komi yfirlýsing frá Jóhönnu um að hún taki áskorunum flokksmanna þá fellur þessi blysför niður. Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Þórhallur Vilhjálmsson markaðsfræðingur stendur fyrir blysför að heimili Jóhönnu Sigurðardóttur í kvöld. Tilgangurinn er að þrýsta á forsætisráðherra að bjóða sig fram til formanns Samfylkingarinnar. Jóhanna íhugar nú áskoranir samfylkingarfólks og minnir Þórhallur á að hún hafi aldrei sagt nei við fólkið. Þórhallur hefur sett saman keðjubréf sem ætlað er samfylkingarfólki, félagshyggjufólki, vinstrimönnum og öðrum íslendingum. „Þegar þetta keðjubréf fer af stað að morgni miðvikudagsins 11. mars þá er Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra enn að íhuga þá áskoranir sem henni hafa borist frá flokksmönnum Samfylkingarinnar um að hún gefi kost á sér sem næsti formaður Samfylkingarinnar," segir í bréfinu. Því næst segir að íslenska þjóðin hafi á undanförnum mánuðum orðið fyrir meira áfalli en nokkur núlifandi íslendingur hafi upplifað og nú þurfi þjóðin að taka höndum saman um að ná sér upp úr öldudalnum og berjast fyrir tilvist sinni og velferð. Þórhallur segir að til þess að þetta geti gerst þurfi þjóðin afdráttarlausa forystu félagshyggju- og vinstri afla og eins og staðan er í dag þá sé aðeins ein manneskja sem getur leitt þessi öfl. Það sé Jóhanna Sigurðardóttir. „Undirrituðum finnst að Jóhanna megi ekki hafna áskorunum og beiðnum sem til hennar hafa borist nema að hún finni einnig fyrir stuðningi og áskorunum hins almenna flokksmanns og almennings og upplifi þær á annan hátt en með tölvupóstum, bréfum og í fjölmiðlum. Jóhanna er stefnuföst kona og sumir mundu ganga svo langt að segja að hún geti verið þver á stundum en hún hefur alltaf hlustað á fólkið. Þess vegna skorar undirritaður á félaga sína og lesendur þessa bréfs að efna til blysfarar til Jóhönnu í dag, miðvikudaginn 11. mars." Aðgerðaráætlun: 19:30 Göngumenn safnast saman á bílaplaninu sem er á milli Þjóðarbókhlöðunnar og Hótel Sögu við Birkimel. Blys verða seld á vægu verði til þeirra sem hafa áhuga. 20:00 Gengið til Jóhönnu annað hvort að Stjórnarráðinu við Lækjatorg eða heim til hennar í Högunum eftir því á hvorum staðnum hún heldur til og henni afhent beiðni og áskorun göngumanna um að hún gefi kost á sér sem næsti formaður Samfylkingarinnar. ATH. Ef á einhverjum tímapúnkti í dag komi yfirlýsing frá Jóhönnu um að hún taki áskorunum flokksmanna þá fellur þessi blysför niður.
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira