Stelpan Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar 15. janúar 2014 06:00 „Ég varð að hitta á stelpuna,“ sagði ágætur miðaldra samstarfsmaður við mig í vikunni á fundi. Stelpan í þessu tilfelli var ég, 41 árs gamall aðstoðarmaður ráðherra sem daglega sinnir ýmsum óhefðbundnum stelpumálum, þ.e. samgöngumálum, dómsmálum, löggæslumálum, innflytjendamálum, kirkjumálum o.fl. Stelpan er með 20 ára reynslu úr atvinnulífi, fyrirtækjarekstri og stjórnmálum, tvær háskólagráður og á tvö börn. Nú er ekki endilega slæmt að vera stelpan, myndu sumir segja, komin þetta á miðjan aldur. Ætti ég kannski að vera upp með mér?Stillum radarinn rétt Nei, það er ekki gott að vera kölluð stelpan í starfsumhverfi sínu. Í orðinu felast skilaboð um reynsluleysi og áminning um að stelpur séu ekki valdar til áhrifa. Tími þeirra er ekki kominn, þær eru jú bara stelpur, þær þurfa að öðlast meiri reynslu og jafnvel mennta sig betur. Í orðinu felst áminning um að haga sér vel og halda sig til hlés. Þar sem ég vil láta að mér kveða, hafa áhrif og gera samfélagið betra, afþakka ég pent að láta kalla mig stelpu hér eftir.Velji orð sín vel Ég ætla þessum samstarfsmanni mínum ekkert illt, viðkomandi ætlaði líklega ekki að gera lítið úr mér, þvert á móti. Hins vegar óska ég að hann og aðrir velji orðin sín vel. Merking þeirra og skírskotun er því miður svo rótgróin í menningu okkar og hugsun að við tökum ekki sjálf eftir því þegar við segjum eitthvað hjákátlegt sem setur konur niður. Ég stend sjálfa mig oft að slíkum rótgrónum kynjamisréttishugsunum. Lykilatriðið er að taka eftir að maður geri þessi mistök og breyti í rétta átt, stilli radarinn rétt.Veljum konur í forystusætiNú eru fjölmargar mætar konur að bjóða sig fram á framboðlista stjórnmálaflokkanna fyrir sveitarstjórnarkosningar. Veljum þær í forystusæti, stillum radarinn rétt og minnum okkur og aðra á að konur eru 50% þjóðarinnar. Það er gríðarlega mikilvægt að þær komi að ákvarðanatöku og stefnumótun í sveitarstjórnum í efstu sætum listanna.Stelpan biður að heilsaÖll hljótum við að vera sammála um það að sá hópur sem valinn er til forystu þarf að endurspegla það samfélag sem við búum í til þess að þjóna því sem allra best. Munum að ungar konur og já, konur á miðjum aldri eru meira en stelpur – þær búa yfir gríðarlegri reynslu, þekkingu og menntun sem samfélagið hefur ekki efni á að nýta ekki. Og kæri samstarfsmaður – stelpan biður að heilsa! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
„Ég varð að hitta á stelpuna,“ sagði ágætur miðaldra samstarfsmaður við mig í vikunni á fundi. Stelpan í þessu tilfelli var ég, 41 árs gamall aðstoðarmaður ráðherra sem daglega sinnir ýmsum óhefðbundnum stelpumálum, þ.e. samgöngumálum, dómsmálum, löggæslumálum, innflytjendamálum, kirkjumálum o.fl. Stelpan er með 20 ára reynslu úr atvinnulífi, fyrirtækjarekstri og stjórnmálum, tvær háskólagráður og á tvö börn. Nú er ekki endilega slæmt að vera stelpan, myndu sumir segja, komin þetta á miðjan aldur. Ætti ég kannski að vera upp með mér?Stillum radarinn rétt Nei, það er ekki gott að vera kölluð stelpan í starfsumhverfi sínu. Í orðinu felast skilaboð um reynsluleysi og áminning um að stelpur séu ekki valdar til áhrifa. Tími þeirra er ekki kominn, þær eru jú bara stelpur, þær þurfa að öðlast meiri reynslu og jafnvel mennta sig betur. Í orðinu felst áminning um að haga sér vel og halda sig til hlés. Þar sem ég vil láta að mér kveða, hafa áhrif og gera samfélagið betra, afþakka ég pent að láta kalla mig stelpu hér eftir.Velji orð sín vel Ég ætla þessum samstarfsmanni mínum ekkert illt, viðkomandi ætlaði líklega ekki að gera lítið úr mér, þvert á móti. Hins vegar óska ég að hann og aðrir velji orðin sín vel. Merking þeirra og skírskotun er því miður svo rótgróin í menningu okkar og hugsun að við tökum ekki sjálf eftir því þegar við segjum eitthvað hjákátlegt sem setur konur niður. Ég stend sjálfa mig oft að slíkum rótgrónum kynjamisréttishugsunum. Lykilatriðið er að taka eftir að maður geri þessi mistök og breyti í rétta átt, stilli radarinn rétt.Veljum konur í forystusætiNú eru fjölmargar mætar konur að bjóða sig fram á framboðlista stjórnmálaflokkanna fyrir sveitarstjórnarkosningar. Veljum þær í forystusæti, stillum radarinn rétt og minnum okkur og aðra á að konur eru 50% þjóðarinnar. Það er gríðarlega mikilvægt að þær komi að ákvarðanatöku og stefnumótun í sveitarstjórnum í efstu sætum listanna.Stelpan biður að heilsaÖll hljótum við að vera sammála um það að sá hópur sem valinn er til forystu þarf að endurspegla það samfélag sem við búum í til þess að þjóna því sem allra best. Munum að ungar konur og já, konur á miðjum aldri eru meira en stelpur – þær búa yfir gríðarlegri reynslu, þekkingu og menntun sem samfélagið hefur ekki efni á að nýta ekki. Og kæri samstarfsmaður – stelpan biður að heilsa!
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun