Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. nóvember 2016 10:47 Þorsteinn Víglundsson situr í málefnahópi um efnahagsmál fyrir Viðreisn. Þá situr Steingrímur J. Sigfússon í hópnum fyrir hönd Vinstri grænna. Vísir/Ernir/Stefán „Það hefur verið mjög góður andi í þessari vinnu, málefnaleg og góð skoðanaskipti. Í okkar hópi er ekkert uppnám af einu né neinu tagi. Og fjarri því að þar sé unnið með einhverjum hótunum. Þetta er það sem heitir á góðri íslensku rakalaus Moggalygi,“ segir Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna í samtali við Vísi. Þar vísar hann í frétt Morgunblaðsins í dag þar sem Katrín Jakobsdóttir er sögð harðákveðin í því að viðhalda hátekjuskatti, koma aftur á auðlegðarskatti og jafnframt er hún sögð áhugasöm um hækkun fjármagnstekjuskatts. „Það er alveg ljóst þetta eru fimm ólíkir flokkar og hver með sínar áherslur en við förum vel og málefnalega yfir þetta og í góðum anda. þannig að það hefur verið fínasta andrúmsloft í þessarri vinnu. Og eins fjarri sanni og getur verið að það sé einhver að stilla einhverjum upp og það séu einhverjar hótanir í gangi. Við berum fulla virðingu fyrir ólíkum áherslum flokkanna og nálgumst málið bara með opinn huga út frá því.“ Steingrímur situr fyrir hönd VG í málefnahópi flokkanna fimm sem nú reyna að mynda ríkisstjórn um efnahagsmál. Málefnavinna VG, Samfylkingar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hófst í gær og er gert ráð fyrir að hún haldi áfram í dag.Erfitt að kyngja skattahækkunum Þorsteinn Víglundsson þingmaður situr fyrir hönd Viðreisnar í málefnahópnum um efnahagsmál. Þorsteinn var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann meðal annars að í skattamálum liggi mesti áherslumunurinn milli flokkanna. „Það yrði mjög erfitt hjá okkur að kyngja miklum skattahækkunum, það er alveg skýrt. Auðvitað liggur það fyrirfram ljós fyrir að þarna er mesti áherslumunurinn milli þessara flokka. Það er auðvitað alltaf þannig, þegar menn fara inn í svona samstarf, að það kannski best að byrja á réttum enda. Það er að segja, hvaða hugmyndir eru aðilar um varðandi einstök útgjöld og útgjaldaaukningu á kjörtímabilinu, til dæmis til heilbrigðis- og velferðarmála og hvernig getum við fjármagnað það, hvort við getum farið aðrar leiðir, hvort það sé nauðsynlegt að ráðast hér í stórfelldar skattabreytingar,“ sagði Þorsteinn. Aðspurður segir hann að Viðreisn sé ekki sammála hugmyndum VG um skattahækkanir á einstaklinga sem eru með eina milljón eða meira í mánaðarkaup. „Nei þar erum við ekki sammála. Það er alveg ljóst þegar við horfum á launaþróun hér á undanförnum misserum þá þarf auðvitað að líta til þess hvar eru hátekjur skilgreindar og þá einhver efri þrep skattkerfisins.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Skattamálin áhyggjuefni í viðræðunum Hugmyndir Vinstri grænna um hátekjuskatt gætu reynst það sem erfiðast verður að ná saman um í stjórnarmyndunarviðræðunum. 22. nóvember 2016 06:00 Flokkarnir fimm hefja viðræður Málefnahópar flokkanna fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum komu saman til fundar í Alþingishúsinu nú klukkan 13. 21. nóvember 2016 13:28 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
„Það hefur verið mjög góður andi í þessari vinnu, málefnaleg og góð skoðanaskipti. Í okkar hópi er ekkert uppnám af einu né neinu tagi. Og fjarri því að þar sé unnið með einhverjum hótunum. Þetta er það sem heitir á góðri íslensku rakalaus Moggalygi,“ segir Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna í samtali við Vísi. Þar vísar hann í frétt Morgunblaðsins í dag þar sem Katrín Jakobsdóttir er sögð harðákveðin í því að viðhalda hátekjuskatti, koma aftur á auðlegðarskatti og jafnframt er hún sögð áhugasöm um hækkun fjármagnstekjuskatts. „Það er alveg ljóst þetta eru fimm ólíkir flokkar og hver með sínar áherslur en við förum vel og málefnalega yfir þetta og í góðum anda. þannig að það hefur verið fínasta andrúmsloft í þessarri vinnu. Og eins fjarri sanni og getur verið að það sé einhver að stilla einhverjum upp og það séu einhverjar hótanir í gangi. Við berum fulla virðingu fyrir ólíkum áherslum flokkanna og nálgumst málið bara með opinn huga út frá því.“ Steingrímur situr fyrir hönd VG í málefnahópi flokkanna fimm sem nú reyna að mynda ríkisstjórn um efnahagsmál. Málefnavinna VG, Samfylkingar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hófst í gær og er gert ráð fyrir að hún haldi áfram í dag.Erfitt að kyngja skattahækkunum Þorsteinn Víglundsson þingmaður situr fyrir hönd Viðreisnar í málefnahópnum um efnahagsmál. Þorsteinn var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann meðal annars að í skattamálum liggi mesti áherslumunurinn milli flokkanna. „Það yrði mjög erfitt hjá okkur að kyngja miklum skattahækkunum, það er alveg skýrt. Auðvitað liggur það fyrirfram ljós fyrir að þarna er mesti áherslumunurinn milli þessara flokka. Það er auðvitað alltaf þannig, þegar menn fara inn í svona samstarf, að það kannski best að byrja á réttum enda. Það er að segja, hvaða hugmyndir eru aðilar um varðandi einstök útgjöld og útgjaldaaukningu á kjörtímabilinu, til dæmis til heilbrigðis- og velferðarmála og hvernig getum við fjármagnað það, hvort við getum farið aðrar leiðir, hvort það sé nauðsynlegt að ráðast hér í stórfelldar skattabreytingar,“ sagði Þorsteinn. Aðspurður segir hann að Viðreisn sé ekki sammála hugmyndum VG um skattahækkanir á einstaklinga sem eru með eina milljón eða meira í mánaðarkaup. „Nei þar erum við ekki sammála. Það er alveg ljóst þegar við horfum á launaþróun hér á undanförnum misserum þá þarf auðvitað að líta til þess hvar eru hátekjur skilgreindar og þá einhver efri þrep skattkerfisins.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Skattamálin áhyggjuefni í viðræðunum Hugmyndir Vinstri grænna um hátekjuskatt gætu reynst það sem erfiðast verður að ná saman um í stjórnarmyndunarviðræðunum. 22. nóvember 2016 06:00 Flokkarnir fimm hefja viðræður Málefnahópar flokkanna fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum komu saman til fundar í Alþingishúsinu nú klukkan 13. 21. nóvember 2016 13:28 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Skattamálin áhyggjuefni í viðræðunum Hugmyndir Vinstri grænna um hátekjuskatt gætu reynst það sem erfiðast verður að ná saman um í stjórnarmyndunarviðræðunum. 22. nóvember 2016 06:00
Flokkarnir fimm hefja viðræður Málefnahópar flokkanna fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum komu saman til fundar í Alþingishúsinu nú klukkan 13. 21. nóvember 2016 13:28