Stefnubreyting ef vopna á lögregluna Heimir Már Pétursson skrifar 21. október 2014 12:52 Fyrrveraandi innanríkisráðherra segir það hafa verið rætt í mörg ár hvort vopna ætti almennu lögregluna. vísir Fyrrverandi innanríkisráðherra segir fráleitt að almenna lögreglan verði vopnuð skammbyssum og hríðskotabyssum án þess að umræða fari fram um það í þjóðfélaginu. Um yrði að ræða eðlisbreytingu á lögreglunni. Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir ekki búið að vopna allar lögreglubifreiðar landsins.DV greinir frá því í dag að lögreglan hafi að undanförnu fest kaup 200 hríðskotabyssum og nokkru magni af Glock skammbyssum sem koma eigi fyrir í öllu lögreglubifreiðum landsins. Þessi vopn séu nú þegar í lögreglubílum á Vestfjörðum og er ástæðan sögð vera nýleg uppákoma þegar lögregla þar átti við mann vopnaðan haglabyssu árið 2007. Ögmundur Jónasson fyrrverandi innanríkisráðherra segir hugmyndir um að vígbúa lögregluna oft hafa komið til umræðu á undanförnum árum. „Mín almenna skoðun hefur alltaf verið sú að það eigi ekki að gera. En það megi vera undantekning frá þessari reglu og skuli vera og það er náttúrulega sérsveit lögreglunnar. Þá kunni að vera nauðsynlegt að lögregla t.d. á landsbyggðinni hafi byssu í bílnum til að getað aflífað skepnur ef svo ber undir,“ segir Ögmundur. Það komi honum hins vegar mjög á óvart að ákvörðun hafi verið tekin um að setja vopn í hendur almennra lögreglumanna, Það sé fráleitt annað er fram fari umræða ef gera eigi það að almennri reglu að fólk geti búist við því að það séu hríðskotabyssur í öllum lögreglubílum. „Það er náttúrlega stefnubreyting, eðlisbreyting á starfsemi lögreglunnar sem þarf að fá umræðu í samfélaginu, að sjálfsögðu,“ segir Ögmundur. Þetta sé stærra mál en svo að innanríkisráðherra geti einhliða tekið ákvörðun af þessu tagi. Jón F. Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra sagði í samtali við fréttastofuna í morgun, að það væri ekki rétt að búið væri að ákveða að skotvopn verði í öllum bifreiðum lögreglunnar. Skotvopn hefðu verið til reiðu á lögreglustöðvum landsins og þá eingöngu skammbyssur, ekki hríðskotabyssur. Jón segir að það væri síðan ákvörðun hvers lögreglustjóra fyrir sig hvort byssurnar væru hafðar til taks í lögreglubílum og væri þá aðallega tekið tillit til vegalengda sem lögregla þyrfti að fara í störfum sínum. Þá sagði Jón að ekkert af rúmlega 500 milljón króna aukafjárveitingu til lögreglunnar á þessu ári til að fjölga lögreglumönnum og bæta viðbúnað hennar, hefði farið til vopnakaupa. Þá vísar Jón til skýrslu um stöðu lögreglunnar sem gerð var fyrir innanríkisráðherra árið 2012. Þar kemur fram að lögregluembætti landsins búa samtals yfir 254 skammbyssum. Langflestar þeirra eru hjá Ríkislögreglustjóra vegna sérsveitar lögreglunnar eða 78. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bjó árið 2012 yfir 28 skammbyssum og lögreglan á Suðurnesjum fjörutíu og tveimur en Keflavíkurflugvöllur heyrir undir það embætti. Önnur embætti hafa færri skammbyssur. Í undantekningatilfellum hefur lögregla yfir rifflum að ráða. Í heild á lögreglan 37 riffla og eru 30 þeirra hjá Ríkislögreglustjóra. Samkvæmt skýrslunni frá 2012 átti lögreglan þá 60 sjálfvirk skotvopn. Fimmtíu og átta þeirra voru hjá Ríkislögreglustjóra, eða sérsveitinni, en tvö sjálfvirk skotvopn voru hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Sjá meira
Fyrrverandi innanríkisráðherra segir fráleitt að almenna lögreglan verði vopnuð skammbyssum og hríðskotabyssum án þess að umræða fari fram um það í þjóðfélaginu. Um yrði að ræða eðlisbreytingu á lögreglunni. Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir ekki búið að vopna allar lögreglubifreiðar landsins.DV greinir frá því í dag að lögreglan hafi að undanförnu fest kaup 200 hríðskotabyssum og nokkru magni af Glock skammbyssum sem koma eigi fyrir í öllu lögreglubifreiðum landsins. Þessi vopn séu nú þegar í lögreglubílum á Vestfjörðum og er ástæðan sögð vera nýleg uppákoma þegar lögregla þar átti við mann vopnaðan haglabyssu árið 2007. Ögmundur Jónasson fyrrverandi innanríkisráðherra segir hugmyndir um að vígbúa lögregluna oft hafa komið til umræðu á undanförnum árum. „Mín almenna skoðun hefur alltaf verið sú að það eigi ekki að gera. En það megi vera undantekning frá þessari reglu og skuli vera og það er náttúrulega sérsveit lögreglunnar. Þá kunni að vera nauðsynlegt að lögregla t.d. á landsbyggðinni hafi byssu í bílnum til að getað aflífað skepnur ef svo ber undir,“ segir Ögmundur. Það komi honum hins vegar mjög á óvart að ákvörðun hafi verið tekin um að setja vopn í hendur almennra lögreglumanna, Það sé fráleitt annað er fram fari umræða ef gera eigi það að almennri reglu að fólk geti búist við því að það séu hríðskotabyssur í öllum lögreglubílum. „Það er náttúrlega stefnubreyting, eðlisbreyting á starfsemi lögreglunnar sem þarf að fá umræðu í samfélaginu, að sjálfsögðu,“ segir Ögmundur. Þetta sé stærra mál en svo að innanríkisráðherra geti einhliða tekið ákvörðun af þessu tagi. Jón F. Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra sagði í samtali við fréttastofuna í morgun, að það væri ekki rétt að búið væri að ákveða að skotvopn verði í öllum bifreiðum lögreglunnar. Skotvopn hefðu verið til reiðu á lögreglustöðvum landsins og þá eingöngu skammbyssur, ekki hríðskotabyssur. Jón segir að það væri síðan ákvörðun hvers lögreglustjóra fyrir sig hvort byssurnar væru hafðar til taks í lögreglubílum og væri þá aðallega tekið tillit til vegalengda sem lögregla þyrfti að fara í störfum sínum. Þá sagði Jón að ekkert af rúmlega 500 milljón króna aukafjárveitingu til lögreglunnar á þessu ári til að fjölga lögreglumönnum og bæta viðbúnað hennar, hefði farið til vopnakaupa. Þá vísar Jón til skýrslu um stöðu lögreglunnar sem gerð var fyrir innanríkisráðherra árið 2012. Þar kemur fram að lögregluembætti landsins búa samtals yfir 254 skammbyssum. Langflestar þeirra eru hjá Ríkislögreglustjóra vegna sérsveitar lögreglunnar eða 78. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bjó árið 2012 yfir 28 skammbyssum og lögreglan á Suðurnesjum fjörutíu og tveimur en Keflavíkurflugvöllur heyrir undir það embætti. Önnur embætti hafa færri skammbyssur. Í undantekningatilfellum hefur lögregla yfir rifflum að ráða. Í heild á lögreglan 37 riffla og eru 30 þeirra hjá Ríkislögreglustjóra. Samkvæmt skýrslunni frá 2012 átti lögreglan þá 60 sjálfvirk skotvopn. Fimmtíu og átta þeirra voru hjá Ríkislögreglustjóra, eða sérsveitinni, en tvö sjálfvirk skotvopn voru hjá lögreglunni á Suðurnesjum.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Sjá meira