STEF getur gert lögbannskröfur á fjarskiptafyrirtæki Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 29. apríl 2014 17:44 Hæstiréttur felldi í dag úr gildi hluta úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá dómi lögbannskröfu fjögurra réttahafasamtaka gegn fimm fjarskiptafyrirtækjum. Rétthafasamtökin fjögur, SMÁÍS, STEF, SÍK og Félag hljómplötuframleiðenda fóru fram á lögbannskröfu þess efnis að fyrirtækin lokuðu fyrir aðgang að skráarskiptasíðunum Deildu.net og PirateBay. Lagt var til að lokað yrði á alla internetumferð viðskiptavina til og frá þeim netþjónum sem hýsa umræddar síður. Fyrirtækin eru Síminn, Vodafone, Hringdu, Tal og 365 miðlar. Þrjú þessara fyrirtækja, Síminn, Vodafone og Hringdu kröfðust þess að málinu yrði vísað frá dómi. Með úrksurði Héraðsdóms Reykjavíkur í mars var það gert. Samtökin kærðu úrskurðina til Hæstaréttar „Málunum var vísað frá vegna formsatriða. Ástæðan er að þetta var höfðað í nafni fjögurra samtaka en bara eitt þeirra, STEF, er með svokallaða löggildingu ráðuneytisins,“ sagði Tómas Jónsson, lögmaður samtakanna í samtali við Vísi þegar málunum var vísað frá. Hæstiréttur felldi úr gildi þann hluta málsins er snéri að STEF í málunum gegn Hringdu og Vodafone. Í málinu gegn Símanum var hinn kærði úrskurður hins vegar staðfestur. „Eftir stendur að STEF getur þá gert þessar lögbannskröfur. En ekki hin samtökin,“ sagði Tómas í samtali við Vísi nú rétt í þessu. Ákvörðun hafi verið tekin um það á sínum tíma að fara í lögbann gegn öllum stærstu fjarskiptafyrirtækjunum til að gæta jafnræðis þeirra á milli. Nú sé hægt að taka lögbannskröfuna til efnismeðferðar í málunum er varða Vodafone og Hringdu. „Nái lögbannskröfur STEF fram að ganga á eitt fyrirtæki verður ekki annað sé en að önnur fjarskiptafyrirtæki yrðu bundin af því.“ Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Hæstiréttur felldi í dag úr gildi hluta úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá dómi lögbannskröfu fjögurra réttahafasamtaka gegn fimm fjarskiptafyrirtækjum. Rétthafasamtökin fjögur, SMÁÍS, STEF, SÍK og Félag hljómplötuframleiðenda fóru fram á lögbannskröfu þess efnis að fyrirtækin lokuðu fyrir aðgang að skráarskiptasíðunum Deildu.net og PirateBay. Lagt var til að lokað yrði á alla internetumferð viðskiptavina til og frá þeim netþjónum sem hýsa umræddar síður. Fyrirtækin eru Síminn, Vodafone, Hringdu, Tal og 365 miðlar. Þrjú þessara fyrirtækja, Síminn, Vodafone og Hringdu kröfðust þess að málinu yrði vísað frá dómi. Með úrksurði Héraðsdóms Reykjavíkur í mars var það gert. Samtökin kærðu úrskurðina til Hæstaréttar „Málunum var vísað frá vegna formsatriða. Ástæðan er að þetta var höfðað í nafni fjögurra samtaka en bara eitt þeirra, STEF, er með svokallaða löggildingu ráðuneytisins,“ sagði Tómas Jónsson, lögmaður samtakanna í samtali við Vísi þegar málunum var vísað frá. Hæstiréttur felldi úr gildi þann hluta málsins er snéri að STEF í málunum gegn Hringdu og Vodafone. Í málinu gegn Símanum var hinn kærði úrskurður hins vegar staðfestur. „Eftir stendur að STEF getur þá gert þessar lögbannskröfur. En ekki hin samtökin,“ sagði Tómas í samtali við Vísi nú rétt í þessu. Ákvörðun hafi verið tekin um það á sínum tíma að fara í lögbann gegn öllum stærstu fjarskiptafyrirtækjunum til að gæta jafnræðis þeirra á milli. Nú sé hægt að taka lögbannskröfuna til efnismeðferðar í málunum er varða Vodafone og Hringdu. „Nái lögbannskröfur STEF fram að ganga á eitt fyrirtæki verður ekki annað sé en að önnur fjarskiptafyrirtæki yrðu bundin af því.“
Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Sjá meira