Starfslokasamningar tryggja toppana en launafólk sett út á gaddinn Heimir Már Pétursson skrifar 18. febrúar 2015 13:03 Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna hefur lagt fram frumvarp um að endurvekja biðlaunaréttinn hjá ríkinu og vill að hann verði einnig innleiddur á almenna markaðnum. Afnám biðlauna hafi leitt til rausnarlegra starfslokasamninga við toppana hjá ríkinu en almennir launamenn séu háðir dutlungum yfirmanna sinna. Frá árinu 1954 til 1996 voru í gildi lög um biðlaunarétt opinberra starfsmanna við starfsmissi þegar störf voru lögð niður. En árið 1996 féllu lögin úr gildi með setningu laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna telur fulla þörf á að endurvekja lögin um biðlaunaréttinn. Þróunin sýni að þau hafi átt fyllilega rétt á sér því starfslokasamningar séu annmörkum háðir.Dugar opinberum starfsmönnum ekki almennur uppsagnarfrestur eins og fólki á almenna vinnumarkaðnum? „Nei, ég vildi að biðlaunaréttur tæki til alls vinnumarkaðarins. Það hefur ágerst í seinni tíð að gerðir eru svo kallaðir starfslokasamningar. En þeir taka fyrst og fremst til toppanna og nema oft milljónum og milljónum tuga króna. Það gerist á almenna vinnumarkaðnum og það gerist líka hjá svo kölluðum opinberum hlutafélögum hjá ríkinu,“ segir Ögmundur. Í stað starfslokasamninga sem byggi á geðþóttaákvörðunum verði réttarstaðan skýr og nái einnig til almennra starfsmanna. Í frumvarpinu sé talað um opinbera starfsmenn hjá ríki og opinberum hlutafélögum, því löggjafinn geti tekið á þeim málum. „Hitt þarf að setja í samninga eins og tíðkast hefur áður. Það á bæði við um starfsmenn sveitarfélaganna og á almennum vinnumarkaði. Ég er einfaldlega að reyna að vinda ofan af öfugþróun sem orðið hefur á undanförnum árum. Að það er búið til forréttindakerfi fyrir þá sem standa ofarlega hvort sem er hjá ríkið eða á almennum vinnumarkaði en hinum er vísað út á gaddinn,“ segir Ögmundur. Hvorki lög né kjarasamningar tryggi nægjanlega rétt almenns launafólks þegar kemur að starfslokum eða þegar störf þess eru lögð niður og það hrapi niður í tekjum, á sama tíma og topparnir fái rausnarlega starfslokasamninga sem oft byggi á geðþóttaákvörðunum.Þannig að þér finnst að það séu dæmi um að toppar í opinbera kerfinu hafi fengið full rausnarlega starfslokasamninga? „Já, mjög mikið um slíkt. Síðan er þessu í ofanálg haldið leyndu hver þessi kjör eru og þetta á náttúrlega ekki að þekkjast. Þetta á allt að vera uppi á borðinu,“ segir Ögmundur Jónasson. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Sjá meira
Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna hefur lagt fram frumvarp um að endurvekja biðlaunaréttinn hjá ríkinu og vill að hann verði einnig innleiddur á almenna markaðnum. Afnám biðlauna hafi leitt til rausnarlegra starfslokasamninga við toppana hjá ríkinu en almennir launamenn séu háðir dutlungum yfirmanna sinna. Frá árinu 1954 til 1996 voru í gildi lög um biðlaunarétt opinberra starfsmanna við starfsmissi þegar störf voru lögð niður. En árið 1996 féllu lögin úr gildi með setningu laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna telur fulla þörf á að endurvekja lögin um biðlaunaréttinn. Þróunin sýni að þau hafi átt fyllilega rétt á sér því starfslokasamningar séu annmörkum háðir.Dugar opinberum starfsmönnum ekki almennur uppsagnarfrestur eins og fólki á almenna vinnumarkaðnum? „Nei, ég vildi að biðlaunaréttur tæki til alls vinnumarkaðarins. Það hefur ágerst í seinni tíð að gerðir eru svo kallaðir starfslokasamningar. En þeir taka fyrst og fremst til toppanna og nema oft milljónum og milljónum tuga króna. Það gerist á almenna vinnumarkaðnum og það gerist líka hjá svo kölluðum opinberum hlutafélögum hjá ríkinu,“ segir Ögmundur. Í stað starfslokasamninga sem byggi á geðþóttaákvörðunum verði réttarstaðan skýr og nái einnig til almennra starfsmanna. Í frumvarpinu sé talað um opinbera starfsmenn hjá ríki og opinberum hlutafélögum, því löggjafinn geti tekið á þeim málum. „Hitt þarf að setja í samninga eins og tíðkast hefur áður. Það á bæði við um starfsmenn sveitarfélaganna og á almennum vinnumarkaði. Ég er einfaldlega að reyna að vinda ofan af öfugþróun sem orðið hefur á undanförnum árum. Að það er búið til forréttindakerfi fyrir þá sem standa ofarlega hvort sem er hjá ríkið eða á almennum vinnumarkaði en hinum er vísað út á gaddinn,“ segir Ögmundur. Hvorki lög né kjarasamningar tryggi nægjanlega rétt almenns launafólks þegar kemur að starfslokum eða þegar störf þess eru lögð niður og það hrapi niður í tekjum, á sama tíma og topparnir fái rausnarlega starfslokasamninga sem oft byggi á geðþóttaákvörðunum.Þannig að þér finnst að það séu dæmi um að toppar í opinbera kerfinu hafi fengið full rausnarlega starfslokasamninga? „Já, mjög mikið um slíkt. Síðan er þessu í ofanálg haldið leyndu hver þessi kjör eru og þetta á náttúrlega ekki að þekkjast. Þetta á allt að vera uppi á borðinu,“ segir Ögmundur Jónasson.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Sjá meira