Innlent

Starfsfólkið í Straumsvík sterkara en Rio Tinto

Starfsmenn í álverinu í Straumsvík óttast ekki nýja húsbændur frá Rio Tinto sem Andri Snær Magnason rithöfundur kallar versta fyrirtæki í heimi. Sigurjón Vigfússon, starfandi aðaltrúnaðarmaður í álverinu í Straumsvík, segir að staða Straumsvíkur breytist ekkert þótt Rio Tinto komi að rekstrinum sem nýr eigandi. Sigurjón segir að starfsfólk í álverinu sér sterkara en Rio Tinto.



Umhverfissinnar stóðu fyrir uppákomu við Perluna í dag og vildu með því benda á afleiðingar virkjanaframkvæmda og áliðnaðar. Margir þeirra töluðu um þær eignabreytingar sem eru í vændum á álverinu í Straumsvík en bresk-ástralska félagið Rio Tinto tekur þar senn við stjórnartaumum ef fer sem horfir.

Andri Snær Magnason rithöfundur sagði í samtali við Stöð að nafnið eitt Rio Tinto fengi kalt vatn til að renna milli skinns og hörunds á fólki um allan heim.

Umhverfisverndarsinnar vildu meina í dag að Rio Tinto hefði ítrekað brotið réttindi verkafólks, brotið mannréttindi, njósnað um umhverfissina og að sögn Árna Finnssonar, formanns náttúrverndarsamtaka Íslands, hefur fyrirtækið iðulega svifist einskis í umgengni við náttúruna, verkfólk og almenning.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×