fréttamaður

Þorbjörn Þórðarson

Nýjustu greinar eftir höfund

Jón Steinar sýknaður: Gagnrýni á Hæstarétt var gildisdómur

Það var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni að Jón Steinar hafi hvergi í sinni gagnrýni á Hæstarétt sakað Benedikt eða aðra dómara Hæstaréttar um refsiverða háttsemi. Gagnrýni hans á Hæstarétt var því ekki ærumeiðandi.

RÚV ekki stofnað dótturfélag um samkeppnisrekstur þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli

Ríkisútvarpið ohf. hefur látið hjá líða að stofna dótturfélag utan um samkeppnisrekstur sinn þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli þar um en auglýsingasala RÚV á að vera í dótturfélagi. Menntamálaráðherra fundaði í gærmorgun með útvarpsstjóra vegna framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði sem hefur verið harðlega gagnrýnd af einkareknum fjölmiðlum.

Segja RÚV misnota markaðsráðandi stöðu sína með framgöngu á auglýsingamarkaði

Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar sakar RÚV um að misnota markaðsráðandi stöðu sína á auglýsingamarkaði með sölu á sérstökum auglýsingapökkum fyrir HM í fótbolta og segir að stofnunin hagi sér eins og böðull. Hann segir að RÚV hafi ryksugað upp allt auglýsingafé með því að selja auglýsingar fyrir ótengda dagskrárliði samhliða sölu á auglýsingum fyrir HM.

Næststærsta skráning í sögu Kauphallar Íslands

Hlutabréf Arion banka voru tekin til viðskipta samtímis í kauphöllunum á Reykjavík og Stokkhólmi í morgun. Skráning Arion banka er næststærsta skráning í sögu Kauphallar Íslands og fyrsta samhliða tvískráning á mörkuðum Nasdaq á Norðurlöndunum í meira en áratug.

Ný verkefni bíða Ólafs Jóhanns eftir að grænt ljós fékkst á samruna

Ólafur Jóhann Ólafsson aðstoðarforstjóri Time Warner segir að niðurstaða dómstóls í Washington um að heimila samruna fjarskiptarisans AT&T og TimeWarner sé fullnaðarsigur. Ólafur Jóhann mun láta af störfum hjá sameinuðu félagi líkt og aðrir stjórnendur Time Warner þegar samruninn er að fullu um garð genginn.

Sjá meira